Armenar leita eftir hjálp Samúel Karl Ólason skrifar 14. september 2022 15:56 Nikol Pashinyan, forsætisráðherra Armeníu. AP/Tigran Mehrabyan Yfirvöld í Armeníu segja her Aserbaísjan hafa hernumið hluta landsins í kjölfar umfangsmikilla og mannskæðra árása. Nikol Pashinyan, forsætisráðherra Armeníu, hefur biðlað til ráðamanna annarra ríkja sem voru áður á yfirráðasvæði Sovétríkjanna að tryggja fullveldi Armeníu. Forsætisráðherrann hefur vísað í fjórða ákvæði stofnunarsamning Collective Security Treaty Organization, eða CSTO, sem eru varnarsamtök sem stofnuð voru árið 1992 af nokkrum ríkjum í Evrópu og Asíu, sem áður voru á yfirráðasvæði Sovétríkjanna. Í dag eru Armenía, Hvíta-Rússland, Kasakstan, Kirgistan, Rússlands og Tadsíkistan í CSTO. Aserbaísjan, Georgía og Úsbekistan hafa sagt sig úr samtökunum. Þarlendir fjölmiðlar segja Armena krefjast þess að aðildarríki CSTO sjá til þess að Aserar fari frá Armeníu. Beiðnin snýr einnig að svæðum við héraðið Nagorno-Karabakh, sem Armenar létu af hendi eftir átök árið 2020. Sjá einnig: Armenar skila þriðja og síðasta landsvæðinu til Asera Aserar hafa látið sprengjum rigna yfir herstöðvar, varðstöðvar og bæi í Armeníu undanfarna daga, eftir að þeir sökuðu Armena um ögrun. Árásirnar eru sagðar hafa valdið miklu mannfalli meðal hersveita Armena en Pashinyan tilkynnti í dag að minnst 105 hefðu fallið. Aserar segjast hafa misst minnst 49 hermenn og hafa sagst tilbúnir til að afhenda lík allt að hundrað Armena sem fallið hafa í átökunum síðustu daga. AP fréttaveitan hefur eftir sérfræðingum að líklegt sé að Aserar, sem hafi töluverða hernaðaryfirburði gagnvart Armeníu, vilji þvinga Armena til að framfylgja hraðar þeim skilyrðum sem þeim voru sett eftir átökin árið 2020. Vert er að vara við myndefninu hér að neðan. Það gæti vakið óhug lesenda. Azerbaijani #BayraktarTB2 UCAVs inflict colossal damage on the Armenian Army. pic.twitter.com/EQEgL6gbmZ— Clash Report (@clashreport) September 14, 2022 Armenía Aserbaídsjan Tengdar fréttir Átök brutust út milli Armena og Asera í morgun Átök brutust aftur út milli hersveita Aserbaídsjan og Armeníu í morgun en tæplega hundrað létust í átökum ríkjanna í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá armenska varnarmálaráðuneytinu. 14. september 2022 08:03 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Forsætisráðherrann hefur vísað í fjórða ákvæði stofnunarsamning Collective Security Treaty Organization, eða CSTO, sem eru varnarsamtök sem stofnuð voru árið 1992 af nokkrum ríkjum í Evrópu og Asíu, sem áður voru á yfirráðasvæði Sovétríkjanna. Í dag eru Armenía, Hvíta-Rússland, Kasakstan, Kirgistan, Rússlands og Tadsíkistan í CSTO. Aserbaísjan, Georgía og Úsbekistan hafa sagt sig úr samtökunum. Þarlendir fjölmiðlar segja Armena krefjast þess að aðildarríki CSTO sjá til þess að Aserar fari frá Armeníu. Beiðnin snýr einnig að svæðum við héraðið Nagorno-Karabakh, sem Armenar létu af hendi eftir átök árið 2020. Sjá einnig: Armenar skila þriðja og síðasta landsvæðinu til Asera Aserar hafa látið sprengjum rigna yfir herstöðvar, varðstöðvar og bæi í Armeníu undanfarna daga, eftir að þeir sökuðu Armena um ögrun. Árásirnar eru sagðar hafa valdið miklu mannfalli meðal hersveita Armena en Pashinyan tilkynnti í dag að minnst 105 hefðu fallið. Aserar segjast hafa misst minnst 49 hermenn og hafa sagst tilbúnir til að afhenda lík allt að hundrað Armena sem fallið hafa í átökunum síðustu daga. AP fréttaveitan hefur eftir sérfræðingum að líklegt sé að Aserar, sem hafi töluverða hernaðaryfirburði gagnvart Armeníu, vilji þvinga Armena til að framfylgja hraðar þeim skilyrðum sem þeim voru sett eftir átökin árið 2020. Vert er að vara við myndefninu hér að neðan. Það gæti vakið óhug lesenda. Azerbaijani #BayraktarTB2 UCAVs inflict colossal damage on the Armenian Army. pic.twitter.com/EQEgL6gbmZ— Clash Report (@clashreport) September 14, 2022
Armenía Aserbaídsjan Tengdar fréttir Átök brutust út milli Armena og Asera í morgun Átök brutust aftur út milli hersveita Aserbaídsjan og Armeníu í morgun en tæplega hundrað létust í átökum ríkjanna í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá armenska varnarmálaráðuneytinu. 14. september 2022 08:03 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Átök brutust út milli Armena og Asera í morgun Átök brutust aftur út milli hersveita Aserbaídsjan og Armeníu í morgun en tæplega hundrað létust í átökum ríkjanna í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá armenska varnarmálaráðuneytinu. 14. september 2022 08:03