„Bayern myndi aldrei leyfa mér það“ Sindri Sverrisson skrifar 14. september 2022 11:01 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir spilaði í rúmt ár í gegnum meiðsli aftan í læri en varð á endanum að taka hlé frá fótboltanum til að losna við meiðslin. Getty/Alex Pantling Karólína Lea Vilhjálmsdóttir segir „einhverjar líkur“ á því að hún geti spilað með Íslandi í umspilsleiknum mikilvæga 11. október um sæti á heimsmeistaramótinu í fótbolta. Karólína átti frábært EM en spilaði þar þrátt fyrir að meiðsli aftan í læri hefðu angrað hana í rúmt ár. Núna vinnur hún í því að ráða bug á meiðslunum, með þjálfurum, sjúkraþjálfara og lækni þýska stórveldisins Bayern München sem Karólína spilar fyrir. Ekki kemur til greina að hún píni sig í gegnum umspilið eins og hún gerði á EM. Fari svo að Karólína verði ekki búin að jafna sig af meiðslunum í tæka tíð fyrir umspilsleikinn, við sigurvegarann úr einvígi Portúgals og Belgíu, þarf hún að treysta á vinkonur sínar í landsliðinu til að tryggja HM-farseðilinn: „Ef það skyldi vera þannig að ég kæmist ekki í leikinn í október þá hljóta þær að taka þetta fyrir mig,“ sagði Karólína lauflétt í bragði í samtali við Vísi í gær. „Það eru einhverjar líkur [á að ég verði með] en við verðum að sjá til. Ég er í góðu sambandi við Steina [Þorstein Halldórsson] og við tökum einhverja góða ákvörðun saman,“ sagði Karólína. „Einhver von og maður heldur í hana“ Hún píndi sig hreinlega í gegnum EM í sumar og viðurkennir að það hafi sennilega ekki verið sniðugt að bíða svo lengi með að takast á við meiðslin. En kæmi til greina að hún píndi sig enn frekar og spilaði umspilsleikinn í næsta mánuði? „Nei, alls ekki. Bayern myndi aldrei leyfa mér það. Það er bara ekki hægt að segja nei eða já núna. Það er einhver von og maður heldur í hana. Þetta bataferli gengur hægt alla vega núna en maður veit aldrei,“ sagði Karólína. „Aldrei á ævinni verið jafnstressuð fyrir leik“ Hún missti af leiknum gegn Hollandi í síðustu viku þegar Ísland hefði með jafntefli eða sigri getað sloppið við umspilið og tryggt sig inn á HM. Hollendingar tryggðu sig hins vegar áfram með 1-0 sigri eftir mark seint í uppbótartíma. „Ég held að ég hafi aldrei á ævinni verið jafnstressuð fyrir leik,“ sagði Karólína sem horfði á leikinn ásamt Cecilíu Rán Rúnarsdóttur, landsliðsmarkverði og liðsfélaga hennar hjá Bayern, sem einnig er að jafna sig af meiðslum. „Mér fannst mikið erfiðara að horfa á leikinn en að spila hann. En mér fannst stelpurnar standa sig mjög vel og það er ekkert við þær að sakast. Fyrri hálfleikurinn var slakur, það vita það allir, en í seinni hálfleiknum fannst mér þetta aldrei í hættu svo það var enn meiri skellur að fá á sig markið svona seint. Við Cecilía horfðum á þetta saman og við bara sátum ekki kyrrar. Ég var nær dauða en lífi á tímabili. En ég hef aldrei séð Söndru [Sigurðardóttur, markvörð] svona góða. Stórt hrós á mína konu!“ Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Karólína Lea og Sveindís Jane báðar meðal fimm bestu í sinni stöðu á EM Tveir af yngstu leikmönnum íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta voru meðal þeirra sem stóðu sig best í sinni leikstöðu á nýloknu EM í Emglandi. 12. ágúst 2022 13:30 Karólína Lea: „Ég hef alltaf vitað að ég sé góð í fótbolta“ Karólína Lea Vilhjálmsdóttir átti fína spretti á móti Frakklandi, eins og á öllu mótinu, en þarf að jafna sig á svekkelsinu að detta út eftir jafnteflið fyrr í kvöld. 18. júlí 2022 23:00 Karólína Lea sló í gær bæði met Dagnýjar og met Hólmfríðar Íslenska landsliðskonan Karólína Lea Vilhjálmsdóttir setti alls konar met með marki sínu á móti Ítalíu í gær en með því varð hún yngsti leikmaðurinn til að skora fyrir Ísland í úrslitakeppni Evrópumóts kvenna. 15. júlí 2022 09:01 Sjáðu stórbrotið mark Karólínu Leu, súrt mark Ítalíu og magnaða markvörslu Söndru Það var líf og fjör í D-riðli Evrópumóts kvenna í fótbolta í gær. Ísland og Ítalía gerðu 1-1 jafntefli þar sem Karólína Lea Vilhjálmsdóttir skoraði glæsilegt mark. Frakkland vann Belgíu 2-1 þar sem sigurliðið brenndi af vítaspyrnu sem gæti reynst íslenska liðinu dýr. 15. júlí 2022 08:30 Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Fótbolti Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Sjá meira
Karólína átti frábært EM en spilaði þar þrátt fyrir að meiðsli aftan í læri hefðu angrað hana í rúmt ár. Núna vinnur hún í því að ráða bug á meiðslunum, með þjálfurum, sjúkraþjálfara og lækni þýska stórveldisins Bayern München sem Karólína spilar fyrir. Ekki kemur til greina að hún píni sig í gegnum umspilið eins og hún gerði á EM. Fari svo að Karólína verði ekki búin að jafna sig af meiðslunum í tæka tíð fyrir umspilsleikinn, við sigurvegarann úr einvígi Portúgals og Belgíu, þarf hún að treysta á vinkonur sínar í landsliðinu til að tryggja HM-farseðilinn: „Ef það skyldi vera þannig að ég kæmist ekki í leikinn í október þá hljóta þær að taka þetta fyrir mig,“ sagði Karólína lauflétt í bragði í samtali við Vísi í gær. „Það eru einhverjar líkur [á að ég verði með] en við verðum að sjá til. Ég er í góðu sambandi við Steina [Þorstein Halldórsson] og við tökum einhverja góða ákvörðun saman,“ sagði Karólína. „Einhver von og maður heldur í hana“ Hún píndi sig hreinlega í gegnum EM í sumar og viðurkennir að það hafi sennilega ekki verið sniðugt að bíða svo lengi með að takast á við meiðslin. En kæmi til greina að hún píndi sig enn frekar og spilaði umspilsleikinn í næsta mánuði? „Nei, alls ekki. Bayern myndi aldrei leyfa mér það. Það er bara ekki hægt að segja nei eða já núna. Það er einhver von og maður heldur í hana. Þetta bataferli gengur hægt alla vega núna en maður veit aldrei,“ sagði Karólína. „Aldrei á ævinni verið jafnstressuð fyrir leik“ Hún missti af leiknum gegn Hollandi í síðustu viku þegar Ísland hefði með jafntefli eða sigri getað sloppið við umspilið og tryggt sig inn á HM. Hollendingar tryggðu sig hins vegar áfram með 1-0 sigri eftir mark seint í uppbótartíma. „Ég held að ég hafi aldrei á ævinni verið jafnstressuð fyrir leik,“ sagði Karólína sem horfði á leikinn ásamt Cecilíu Rán Rúnarsdóttur, landsliðsmarkverði og liðsfélaga hennar hjá Bayern, sem einnig er að jafna sig af meiðslum. „Mér fannst mikið erfiðara að horfa á leikinn en að spila hann. En mér fannst stelpurnar standa sig mjög vel og það er ekkert við þær að sakast. Fyrri hálfleikurinn var slakur, það vita það allir, en í seinni hálfleiknum fannst mér þetta aldrei í hættu svo það var enn meiri skellur að fá á sig markið svona seint. Við Cecilía horfðum á þetta saman og við bara sátum ekki kyrrar. Ég var nær dauða en lífi á tímabili. En ég hef aldrei séð Söndru [Sigurðardóttur, markvörð] svona góða. Stórt hrós á mína konu!“
Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Karólína Lea og Sveindís Jane báðar meðal fimm bestu í sinni stöðu á EM Tveir af yngstu leikmönnum íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta voru meðal þeirra sem stóðu sig best í sinni leikstöðu á nýloknu EM í Emglandi. 12. ágúst 2022 13:30 Karólína Lea: „Ég hef alltaf vitað að ég sé góð í fótbolta“ Karólína Lea Vilhjálmsdóttir átti fína spretti á móti Frakklandi, eins og á öllu mótinu, en þarf að jafna sig á svekkelsinu að detta út eftir jafnteflið fyrr í kvöld. 18. júlí 2022 23:00 Karólína Lea sló í gær bæði met Dagnýjar og met Hólmfríðar Íslenska landsliðskonan Karólína Lea Vilhjálmsdóttir setti alls konar met með marki sínu á móti Ítalíu í gær en með því varð hún yngsti leikmaðurinn til að skora fyrir Ísland í úrslitakeppni Evrópumóts kvenna. 15. júlí 2022 09:01 Sjáðu stórbrotið mark Karólínu Leu, súrt mark Ítalíu og magnaða markvörslu Söndru Það var líf og fjör í D-riðli Evrópumóts kvenna í fótbolta í gær. Ísland og Ítalía gerðu 1-1 jafntefli þar sem Karólína Lea Vilhjálmsdóttir skoraði glæsilegt mark. Frakkland vann Belgíu 2-1 þar sem sigurliðið brenndi af vítaspyrnu sem gæti reynst íslenska liðinu dýr. 15. júlí 2022 08:30 Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Fótbolti Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Sjá meira
Karólína Lea og Sveindís Jane báðar meðal fimm bestu í sinni stöðu á EM Tveir af yngstu leikmönnum íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta voru meðal þeirra sem stóðu sig best í sinni leikstöðu á nýloknu EM í Emglandi. 12. ágúst 2022 13:30
Karólína Lea: „Ég hef alltaf vitað að ég sé góð í fótbolta“ Karólína Lea Vilhjálmsdóttir átti fína spretti á móti Frakklandi, eins og á öllu mótinu, en þarf að jafna sig á svekkelsinu að detta út eftir jafnteflið fyrr í kvöld. 18. júlí 2022 23:00
Karólína Lea sló í gær bæði met Dagnýjar og met Hólmfríðar Íslenska landsliðskonan Karólína Lea Vilhjálmsdóttir setti alls konar met með marki sínu á móti Ítalíu í gær en með því varð hún yngsti leikmaðurinn til að skora fyrir Ísland í úrslitakeppni Evrópumóts kvenna. 15. júlí 2022 09:01
Sjáðu stórbrotið mark Karólínu Leu, súrt mark Ítalíu og magnaða markvörslu Söndru Það var líf og fjör í D-riðli Evrópumóts kvenna í fótbolta í gær. Ísland og Ítalía gerðu 1-1 jafntefli þar sem Karólína Lea Vilhjálmsdóttir skoraði glæsilegt mark. Frakkland vann Belgíu 2-1 þar sem sigurliðið brenndi af vítaspyrnu sem gæti reynst íslenska liðinu dýr. 15. júlí 2022 08:30