Erlent

Hand­tekin eftir að tveir fundust látnir í íbúð í Sví­þjóð

Atli Ísleifsson skrifar
Ulricehamn er að finna um hundrað kílómetra austur af Gautaborg. Myndin er úr safni.
Ulricehamn er að finna um hundrað kílómetra austur af Gautaborg. Myndin er úr safni. Getty

Lögregla í Svíþjóð hefur handtekið karl og konu eftir að tveir karlmenn fundust látnir í íbúð í sænska bænum Ulricehamn í nótt. Hin handteknu eru grunuð um morð á mönnunum.

Christer Fuxborg, talsmaður lögreglu, segir í samtali við SVT að lögregla sé enn á vettvangi og búið sé að girða af svæði í kringum íbúðina. Enn sé ekki búið að bera kennsl á þá látnu. GP segir að hnífar hafi verið notaðir í árásinni.

Lögregla segir að þegar lögregla hafi mætt á vettvang hafi karl og kona verið í íbúðinni og þau verið handtekin vegna gruns um morð. Að sögn lögreglu séu öll þau sem við sögu koma ung að árum, þar af tvö yngri en átján ára.

Ulricehamn er að finna um hundrað kílómetra austur af Gautaborg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×