Mörkin úr Meistaradeildinni: Sjáðu hetjumark Matips og klúður Börsunga Sindri Sverrisson skrifar 14. september 2022 08:30 Joel Matip tryggði Liverpool afar dýrmætan sigur í gærkvöld. Getty/Dave Howarth Það var nóg um að vera í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í gærkvöld þegar sjö leikir fóru fram. Mörkin og helstu atvik úr leikjunum má nú sjá hér á Vísi. Úrslit þriðjudags: Liverpool 2-1 Ajax Bayern 2-0 Barcelona Viktoria Plzen 0-2 Inter Sporting 2-0 Tottenham Leverkusen 2-0 Atlético Marseille 0-1 Frankfurt Porto 0-4 Club Brugge Liverpool vann dísætan og mikilvægan 2-1 sigur gegn Ajax. Heimamenn komust yfir með marki frá Mohamed Salah en Mohammed Kudus jafnaði með frábæru skoti í slá og inn. Liverpool var svo sterkari aðilinn en virtist fyrirmunað að skora, allt þar til að Joel Matip reyndist hetja liðsins í lokin. Klippa: Hápunktar úr Liverpool - Ajax Barcelona óð í færum á útivelli gegn Bayern München, ekki síst Robert Lewandowski á sínum gamla heimavelli, en heimamenn skoruðu einu mörkin. Það gerðu þeir Lucas Hernández og Leroy Sané á fjögurra mínútna kafla snemma í seinni hálfleik. Klippa: Hápunktar úr Bayern - Barcelona Tottenham varð að sætta sig við 2-0 tap í Portúgal gegn Sporting Lissabon, eftir tvö mörk í blálokin frá Paulinho og Arthur Gomes. Síðara markið kom eftir frábæran einleik Gomes sem hafði bara verið inni á vellinum í nokkrar sekúndur. Klippa: Hápunktar úr Sporting - Tottenham Inter vann 2-0 útisigur gegn Viktoria Plzen í Tékklandi þar sem heimamenn misstu mann af velli með rautt spjald eftir klukkutíma leik. Edin Dzeko og Denzel Dumfries skoruðu mörkin. Klippa: Hápunktar úr Viktoria Plzen - Inter Þrátt fyrir slæmt gengi í þýsku 1. deildinni vann Leverkusen sterkan 2-0 sigur gegn Atlético Madrid, þar sem Robert Andrich og Moussa Diaby skoruðu mörkin þegar skammt var til leiksloka. Klippa: Hápunktar úr Leverkusen - Atlético Madrid Marseille varð að sætta sig við 1-0 tap á heimavelli gegn Frankfurt, þrátt fyrir að mark væri dæmt af Frankfurt seint í leiknum. Daninn Jesper Lindström skoraði sigurmarkið rétt fyrir hálfleik. Klippa: Hápunktar úr Marseille - Frankfurt Loks vann Club Brugge magnaðan 4-0 útisigur gegn Porto. Liðið er með fullt hús stiga á toppi B-riðils eftir sigurinn. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Fótbolti Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Szczesny ekki hættur enn Fótbolti Elanga að ganga til liðs við Newcastle Fótbolti Vörn Grindavíkur áfram hriplek Fótbolti Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Fótbolti Fleiri fréttir Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Sjá meira
Úrslit þriðjudags: Liverpool 2-1 Ajax Bayern 2-0 Barcelona Viktoria Plzen 0-2 Inter Sporting 2-0 Tottenham Leverkusen 2-0 Atlético Marseille 0-1 Frankfurt Porto 0-4 Club Brugge Liverpool vann dísætan og mikilvægan 2-1 sigur gegn Ajax. Heimamenn komust yfir með marki frá Mohamed Salah en Mohammed Kudus jafnaði með frábæru skoti í slá og inn. Liverpool var svo sterkari aðilinn en virtist fyrirmunað að skora, allt þar til að Joel Matip reyndist hetja liðsins í lokin. Klippa: Hápunktar úr Liverpool - Ajax Barcelona óð í færum á útivelli gegn Bayern München, ekki síst Robert Lewandowski á sínum gamla heimavelli, en heimamenn skoruðu einu mörkin. Það gerðu þeir Lucas Hernández og Leroy Sané á fjögurra mínútna kafla snemma í seinni hálfleik. Klippa: Hápunktar úr Bayern - Barcelona Tottenham varð að sætta sig við 2-0 tap í Portúgal gegn Sporting Lissabon, eftir tvö mörk í blálokin frá Paulinho og Arthur Gomes. Síðara markið kom eftir frábæran einleik Gomes sem hafði bara verið inni á vellinum í nokkrar sekúndur. Klippa: Hápunktar úr Sporting - Tottenham Inter vann 2-0 útisigur gegn Viktoria Plzen í Tékklandi þar sem heimamenn misstu mann af velli með rautt spjald eftir klukkutíma leik. Edin Dzeko og Denzel Dumfries skoruðu mörkin. Klippa: Hápunktar úr Viktoria Plzen - Inter Þrátt fyrir slæmt gengi í þýsku 1. deildinni vann Leverkusen sterkan 2-0 sigur gegn Atlético Madrid, þar sem Robert Andrich og Moussa Diaby skoruðu mörkin þegar skammt var til leiksloka. Klippa: Hápunktar úr Leverkusen - Atlético Madrid Marseille varð að sætta sig við 1-0 tap á heimavelli gegn Frankfurt, þrátt fyrir að mark væri dæmt af Frankfurt seint í leiknum. Daninn Jesper Lindström skoraði sigurmarkið rétt fyrir hálfleik. Klippa: Hápunktar úr Marseille - Frankfurt Loks vann Club Brugge magnaðan 4-0 útisigur gegn Porto. Liðið er með fullt hús stiga á toppi B-riðils eftir sigurinn. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Úrslit þriðjudags: Liverpool 2-1 Ajax Bayern 2-0 Barcelona Viktoria Plzen 0-2 Inter Sporting 2-0 Tottenham Leverkusen 2-0 Atlético Marseille 0-1 Frankfurt Porto 0-4 Club Brugge
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Fótbolti Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Szczesny ekki hættur enn Fótbolti Elanga að ganga til liðs við Newcastle Fótbolti Vörn Grindavíkur áfram hriplek Fótbolti Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Fótbolti Fleiri fréttir Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Sjá meira