Mörkin úr Meistaradeildinni: Sjáðu hetjumark Matips og klúður Börsunga Sindri Sverrisson skrifar 14. september 2022 08:30 Joel Matip tryggði Liverpool afar dýrmætan sigur í gærkvöld. Getty/Dave Howarth Það var nóg um að vera í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í gærkvöld þegar sjö leikir fóru fram. Mörkin og helstu atvik úr leikjunum má nú sjá hér á Vísi. Úrslit þriðjudags: Liverpool 2-1 Ajax Bayern 2-0 Barcelona Viktoria Plzen 0-2 Inter Sporting 2-0 Tottenham Leverkusen 2-0 Atlético Marseille 0-1 Frankfurt Porto 0-4 Club Brugge Liverpool vann dísætan og mikilvægan 2-1 sigur gegn Ajax. Heimamenn komust yfir með marki frá Mohamed Salah en Mohammed Kudus jafnaði með frábæru skoti í slá og inn. Liverpool var svo sterkari aðilinn en virtist fyrirmunað að skora, allt þar til að Joel Matip reyndist hetja liðsins í lokin. Klippa: Hápunktar úr Liverpool - Ajax Barcelona óð í færum á útivelli gegn Bayern München, ekki síst Robert Lewandowski á sínum gamla heimavelli, en heimamenn skoruðu einu mörkin. Það gerðu þeir Lucas Hernández og Leroy Sané á fjögurra mínútna kafla snemma í seinni hálfleik. Klippa: Hápunktar úr Bayern - Barcelona Tottenham varð að sætta sig við 2-0 tap í Portúgal gegn Sporting Lissabon, eftir tvö mörk í blálokin frá Paulinho og Arthur Gomes. Síðara markið kom eftir frábæran einleik Gomes sem hafði bara verið inni á vellinum í nokkrar sekúndur. Klippa: Hápunktar úr Sporting - Tottenham Inter vann 2-0 útisigur gegn Viktoria Plzen í Tékklandi þar sem heimamenn misstu mann af velli með rautt spjald eftir klukkutíma leik. Edin Dzeko og Denzel Dumfries skoruðu mörkin. Klippa: Hápunktar úr Viktoria Plzen - Inter Þrátt fyrir slæmt gengi í þýsku 1. deildinni vann Leverkusen sterkan 2-0 sigur gegn Atlético Madrid, þar sem Robert Andrich og Moussa Diaby skoruðu mörkin þegar skammt var til leiksloka. Klippa: Hápunktar úr Leverkusen - Atlético Madrid Marseille varð að sætta sig við 1-0 tap á heimavelli gegn Frankfurt, þrátt fyrir að mark væri dæmt af Frankfurt seint í leiknum. Daninn Jesper Lindström skoraði sigurmarkið rétt fyrir hálfleik. Klippa: Hápunktar úr Marseille - Frankfurt Loks vann Club Brugge magnaðan 4-0 útisigur gegn Porto. Liðið er með fullt hús stiga á toppi B-riðils eftir sigurinn. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Fleiri fréttir Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Veðjaði 403 sinnum á leiki í eigin deild Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Lærisveinar Solskjær úr leik Rauðu djöflarnir áfram taplausir Eggert Aron kom inn af bekknum í tapi gegn Tottenham Orri Steinn nýtti tækifærið Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Cristiano Ronaldo: Minn eigin sonur sagði að Mbappé væri betri en ég Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Sjáðu mörkin frá sögulegu lokakvöldi Meistaradeildarinnar Segir norska sambandið hafa stuðningsmenn félaganna að fíflum Félagaskiptaglugginn: Hvaða eftirsótti framherji færir sig um set? Sjá meira
Úrslit þriðjudags: Liverpool 2-1 Ajax Bayern 2-0 Barcelona Viktoria Plzen 0-2 Inter Sporting 2-0 Tottenham Leverkusen 2-0 Atlético Marseille 0-1 Frankfurt Porto 0-4 Club Brugge Liverpool vann dísætan og mikilvægan 2-1 sigur gegn Ajax. Heimamenn komust yfir með marki frá Mohamed Salah en Mohammed Kudus jafnaði með frábæru skoti í slá og inn. Liverpool var svo sterkari aðilinn en virtist fyrirmunað að skora, allt þar til að Joel Matip reyndist hetja liðsins í lokin. Klippa: Hápunktar úr Liverpool - Ajax Barcelona óð í færum á útivelli gegn Bayern München, ekki síst Robert Lewandowski á sínum gamla heimavelli, en heimamenn skoruðu einu mörkin. Það gerðu þeir Lucas Hernández og Leroy Sané á fjögurra mínútna kafla snemma í seinni hálfleik. Klippa: Hápunktar úr Bayern - Barcelona Tottenham varð að sætta sig við 2-0 tap í Portúgal gegn Sporting Lissabon, eftir tvö mörk í blálokin frá Paulinho og Arthur Gomes. Síðara markið kom eftir frábæran einleik Gomes sem hafði bara verið inni á vellinum í nokkrar sekúndur. Klippa: Hápunktar úr Sporting - Tottenham Inter vann 2-0 útisigur gegn Viktoria Plzen í Tékklandi þar sem heimamenn misstu mann af velli með rautt spjald eftir klukkutíma leik. Edin Dzeko og Denzel Dumfries skoruðu mörkin. Klippa: Hápunktar úr Viktoria Plzen - Inter Þrátt fyrir slæmt gengi í þýsku 1. deildinni vann Leverkusen sterkan 2-0 sigur gegn Atlético Madrid, þar sem Robert Andrich og Moussa Diaby skoruðu mörkin þegar skammt var til leiksloka. Klippa: Hápunktar úr Leverkusen - Atlético Madrid Marseille varð að sætta sig við 1-0 tap á heimavelli gegn Frankfurt, þrátt fyrir að mark væri dæmt af Frankfurt seint í leiknum. Daninn Jesper Lindström skoraði sigurmarkið rétt fyrir hálfleik. Klippa: Hápunktar úr Marseille - Frankfurt Loks vann Club Brugge magnaðan 4-0 útisigur gegn Porto. Liðið er með fullt hús stiga á toppi B-riðils eftir sigurinn. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Úrslit þriðjudags: Liverpool 2-1 Ajax Bayern 2-0 Barcelona Viktoria Plzen 0-2 Inter Sporting 2-0 Tottenham Leverkusen 2-0 Atlético Marseille 0-1 Frankfurt Porto 0-4 Club Brugge
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Fleiri fréttir Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Veðjaði 403 sinnum á leiki í eigin deild Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Lærisveinar Solskjær úr leik Rauðu djöflarnir áfram taplausir Eggert Aron kom inn af bekknum í tapi gegn Tottenham Orri Steinn nýtti tækifærið Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Cristiano Ronaldo: Minn eigin sonur sagði að Mbappé væri betri en ég Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Sjáðu mörkin frá sögulegu lokakvöldi Meistaradeildarinnar Segir norska sambandið hafa stuðningsmenn félaganna að fíflum Félagaskiptaglugginn: Hvaða eftirsótti framherji færir sig um set? Sjá meira