Lífeyrissjóðurinn Festa selur allan hlut sinn í Sýn
 
            Festa lífeyrissjóður, sem hefur verið á meðal stærstu hluthafa Sýnar, hefur losað um allan eignarhlut sinn í fjölmiðla- og fjarskiptafyrirtækinu. Lífeyrissjóðurinn seldi þannig rúmlega 1,6 prósenta hlut í félaginu skömmu eftir lokun markaða í dag fyrir samtals um 276 milljónir króna, samkvæmt heimildum Innherja.
Tengdar fréttir
 
        Jón nýr í stjórn og Petrea verður stjórnarformaður
Petrea Ingileif Guðmundsdóttir var í dag kjörin nýr stjórnarformaður Sýnar á hluthafafundi sem fór fram í höfuðstöðvum félagsins við Suðurlandsbraut í hádeginu í dag. Jón Skaftason kemur einn nýr inn í stjórn félagsins. Fjórir af fimm fyrri stjórnarmönnum sóttust eftir endurkjöri og hlutu allir kjör.
 
                                                  
                                                  
                                                  
                                                  
                                                  
                                                  
                                                  
                                                  
                                                  
                                                  
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                        