Forsetinn telur bagalegt að Siri skilji ekki íslensku Heimir Már Pétursson skrifar 13. september 2022 19:20 Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Agnes Sigurðardóttir biskub Íslands fóru fremst í göngu þingheims og annarra gesta til messu í Dómkirkjunni. Á bakvið þau má sjá leiðtoga stjórnarflokkanna þar sem forsætisráðherra gægist milli forseta og biskubs. Vísir/Vilhelm Forseti Íslands gerði stöðu íslenskunnar og fortíðarþrá meðal annars að umtalsefni þegar hann setti Alþingi í dag. Tryggja þyrfti stöðu tungumálsins í stafrænum heimi og sýna þeim sem hingað flyttu og vildu læra íslensku umburðarlyndi. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra var aðeins of sein til kirkju en missti þó af engu.Vísir/Vilhelm Að venju hófst setning Alþingis með guðsþjónustu í Dómkirkjunni sem flestir þingmanna sóttu ásamt öðrum gestum. Að guðsþjónustu lokinni var gengið yfir í alþingishúsið þar sem Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands setti þingið. „Sterkt þing staðnar ekki, festist ekki í viðjum vanans. Eða eru breytingar kannski til óþurftar? Fortíðarþrár gætir stundum í huga fólks,“ sagði forsetinn. Hann minnti á að breytingar á stjórnskipan Íslands hefðu verið í stöðugri umræðu nánast allt frá lýðveldisstofnun. Margir teldu að allt hefði verið betra á árum áður. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands bíður með Rögnu Árnadóttur skrifstofustjóra Alþingis eftir því að ávarpa þingheim við setningu 153. þings,Vísir/Vilhelm „Fortíðarþrá getur villt okkur sýn, búið til falska mynd, falskar minningar. Sögulegt minni má hins vegar hvetja okkur til dáða, lífga liðna tíð og halda því til haga sem fólk vildi eða vill þótt sitthvað hafi ekki gengið eins og vonir stóðu til,“ sagði Guðni. Misskilin fortíðarþrá væri eitt, en leitandi þekking á þeim þráðum sem tengdu hið liðna við nútíð og framtíð væri allt annað. Svo vék forsetinn að stöðu íslenskunnar í nútímanum. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands segir mikilvægt að íslenskan sé gjaldgeng í stafrænum heimi.Vísir/Vilhelm „Nú er það svo að Siri í snjallheimum kann ekki íslensku. Embla okkar er að læra en við verðum fyrir alla muni að tryggja sess íslenskrar tungu í stafrænum heimi,“ sagði forsetinn. Um leið ætti að sýna þeim umburðarlyndi sem flyttust til landsins og vildu læra tungumálið en þyrftu til þess aðstoð. „Á því högnumst við öll og örvæntum ekki. Við getum vel tryggt framtíð íslenskunnar. Vilji er allt sem þarf,“ sagði Guðni. Hér má lesa ávarp forseta Íslands í heild sinni. Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar og fulltrúi flokksins í fjárlaganefnd og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingmaður Vinstri grænna og formaður fjárlaganefndar ræddu fjárlagafrumvarpið við Heimi Má Pétursson í Íslandi í dag: Forseti Íslands Alþingi Guðni Th. Jóhannesson Íslenska á tækniöld Stafræn þróun Tengdar fréttir Sögulegt minni megi hvetja okkur til dáða Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson ávarpaði alþingismenn við 153. setningu Alþingis nú fyrr í dag. Hann sagði vel vera hægt að tryggja framtíð íslenskunnar en mikilvægt væri að sýna þeim sem hana vilji læra umburðarlyndi. 13. september 2022 15:35 Bein útsending: Setning Alþingis Alþingi verður sett í dag og hefst þingsetningarathöfnin klukkan 13:30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Hægt verður að fylgjast með útsendingunni í spilara að neðan. 13. september 2022 13:01 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Sjá meira
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra var aðeins of sein til kirkju en missti þó af engu.Vísir/Vilhelm Að venju hófst setning Alþingis með guðsþjónustu í Dómkirkjunni sem flestir þingmanna sóttu ásamt öðrum gestum. Að guðsþjónustu lokinni var gengið yfir í alþingishúsið þar sem Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands setti þingið. „Sterkt þing staðnar ekki, festist ekki í viðjum vanans. Eða eru breytingar kannski til óþurftar? Fortíðarþrár gætir stundum í huga fólks,“ sagði forsetinn. Hann minnti á að breytingar á stjórnskipan Íslands hefðu verið í stöðugri umræðu nánast allt frá lýðveldisstofnun. Margir teldu að allt hefði verið betra á árum áður. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands bíður með Rögnu Árnadóttur skrifstofustjóra Alþingis eftir því að ávarpa þingheim við setningu 153. þings,Vísir/Vilhelm „Fortíðarþrá getur villt okkur sýn, búið til falska mynd, falskar minningar. Sögulegt minni má hins vegar hvetja okkur til dáða, lífga liðna tíð og halda því til haga sem fólk vildi eða vill þótt sitthvað hafi ekki gengið eins og vonir stóðu til,“ sagði Guðni. Misskilin fortíðarþrá væri eitt, en leitandi þekking á þeim þráðum sem tengdu hið liðna við nútíð og framtíð væri allt annað. Svo vék forsetinn að stöðu íslenskunnar í nútímanum. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands segir mikilvægt að íslenskan sé gjaldgeng í stafrænum heimi.Vísir/Vilhelm „Nú er það svo að Siri í snjallheimum kann ekki íslensku. Embla okkar er að læra en við verðum fyrir alla muni að tryggja sess íslenskrar tungu í stafrænum heimi,“ sagði forsetinn. Um leið ætti að sýna þeim umburðarlyndi sem flyttust til landsins og vildu læra tungumálið en þyrftu til þess aðstoð. „Á því högnumst við öll og örvæntum ekki. Við getum vel tryggt framtíð íslenskunnar. Vilji er allt sem þarf,“ sagði Guðni. Hér má lesa ávarp forseta Íslands í heild sinni. Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar og fulltrúi flokksins í fjárlaganefnd og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingmaður Vinstri grænna og formaður fjárlaganefndar ræddu fjárlagafrumvarpið við Heimi Má Pétursson í Íslandi í dag:
Forseti Íslands Alþingi Guðni Th. Jóhannesson Íslenska á tækniöld Stafræn þróun Tengdar fréttir Sögulegt minni megi hvetja okkur til dáða Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson ávarpaði alþingismenn við 153. setningu Alþingis nú fyrr í dag. Hann sagði vel vera hægt að tryggja framtíð íslenskunnar en mikilvægt væri að sýna þeim sem hana vilji læra umburðarlyndi. 13. september 2022 15:35 Bein útsending: Setning Alþingis Alþingi verður sett í dag og hefst þingsetningarathöfnin klukkan 13:30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Hægt verður að fylgjast með útsendingunni í spilara að neðan. 13. september 2022 13:01 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Sjá meira
Sögulegt minni megi hvetja okkur til dáða Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson ávarpaði alþingismenn við 153. setningu Alþingis nú fyrr í dag. Hann sagði vel vera hægt að tryggja framtíð íslenskunnar en mikilvægt væri að sýna þeim sem hana vilji læra umburðarlyndi. 13. september 2022 15:35
Bein útsending: Setning Alþingis Alþingi verður sett í dag og hefst þingsetningarathöfnin klukkan 13:30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Hægt verður að fylgjast með útsendingunni í spilara að neðan. 13. september 2022 13:01