„Ég spilaði EM á verkjalyfjum“ Sindri Sverrisson skrifar 14. september 2022 08:01 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir var lítið að hugsa um verkina þegar hún fagnaði sínu fyrsta marki á stórmóti, í 1-1 jafnteflinu við Ítalíu á EM í sumar. VÍSIR/VILHELM Þó að Karólína Lea Vilhjálmsdóttir hafi notið þess að láta ljós sitt skína á EM í fótbolta í sumar þá var hún um leið hreinlega að pína sig áfram. Rútuferðir á milli staða voru henni sérstaklega erfiðar. Karólína kláraði raunar heilt tímabil með stórliði Bayern München og sitt fyrsta stórmót, þá enn tvítug að aldri, meidd aftan í læri. Hún þótti engu að síður einn albesti leikmaður íslenska liðsins á EM í Englandi. „Þessi meiðsli hafa hrjáð mig í meira en ár núna,“ segir Karólína sem þessa dagana er í endurhæfingu í Þýskalandi og missti því af landsleiknum mikilvæga við Holland í síðustu viku. Hún hefur reynt ýmislegt til að fá bót meina sinna sem fyrst en segir bataferlið hafa gengið hægt. „Eftir á að hyggja kannski ekki mjög sniðugt“ „Þetta er uppi í festunni á milli rassvöðva og vöðva aftan í læri. Þar inni er vökvi og bólgur. Þetta var ekki nógu slæmt til að ég gæti ekki spilað þannig að ég keyrði á þetta, sem eftir á að hyggja var kannski ekki mjög sniðugt. Svo var EM alltaf að nálgast og þá þorði maður ekki að fara eitthvað að kvarta, og ég spilaði EM á verkjalyfjum,“ segir Karólína. „Mjög erfitt að sitja lengi“ Evrópumótið í Englandi, hennar fyrsta stórmót, var einfaldlega of heillandi tilhugsun til þess að hún vildi hlífa líkama sínum: „Þetta var ekki það slæmt að ég gæti ekki alla vega dugað þrjá leiki og rúmlega það. En það er ekki skynsamlegt fyrir unga leikmenn að pína sig svona áfram þegar það er svona mikið eftir af ferlinum. Ég var á kúrum, á bólgueyðandi lyfjum, sem er ekkert hættulegt og það lét mér líða aðeins betur. En þessar bólgur valda því að það er mjög erfitt að sitja lengi. Þá fær maður pirring í löppina. Á milli leikja og þegar við fórum í langar rútuferðir þá var þetta svolítið pirrandi. Svo var þetta allt í lagi inn á milli, og svo aftur slæmt. Bara upp og niður svolítið,“ segir Karólína en meiðslin komu ekki í veg fyrir frábæra frammistöðu hennar og eitt mark á EM. Eins og fyrr segir er hún núna í endurhæfingu en ómögulegt er að segja til um hve langan tíma hún mun taka. Ekki er þó útilokað að Karólína geti spilað í október, gegn Portúgal eða Belgíu, um farseðilinn á HM í Ástralíu næsta sumar. „Meikaði ekkert sens að halda áfram að pína sig“ „Þetta voru orðin svolítið krónísk meiðsli og það tekur alltaf tíma að ná þeim niður. En það er vissulega stígandi í bataferlinu hjá mér núna en þetta er mjög hægt. Ég hef prófað ýmsar leiðir, sprautur og alls konar meðferðir, og vonandi fer þetta að koma,“ segir Karólína. Hún sér ekki eftir því að hafa farið á EM en að því móti loknu var ekki um annað að ræða en að ráða bót á meiðslunum. „Þetta er búið að vera svo lengi og ég er svo ung ennþá, að það meikaði ekkert sens að halda áfram að pína sig í gegnum þetta. Þess vegna var þessi ákvörðun tekin. Ég er að æfa með sérþjálfara og fer til sjúkraþjálfara á hverjum degi núna. Svo fer ég reglulega til læknis og fer í sprautu, ACP-meðferð, þar sem blóð úr hendinni er tekið og það sett aftan í lærið. Það á að hjálpa. Ég var hjá taugasérfræðingi líka, og ég veit bara ekki hvað ég er ekki búin að prófa. Þetta er búið að vera svolítið strembið ferli en þetta gengur alla vega. Maður þarf að taka viku fyrir viku.“ Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti EM 2022 í Englandi HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Sport Fleiri fréttir Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Sjá meira
Karólína kláraði raunar heilt tímabil með stórliði Bayern München og sitt fyrsta stórmót, þá enn tvítug að aldri, meidd aftan í læri. Hún þótti engu að síður einn albesti leikmaður íslenska liðsins á EM í Englandi. „Þessi meiðsli hafa hrjáð mig í meira en ár núna,“ segir Karólína sem þessa dagana er í endurhæfingu í Þýskalandi og missti því af landsleiknum mikilvæga við Holland í síðustu viku. Hún hefur reynt ýmislegt til að fá bót meina sinna sem fyrst en segir bataferlið hafa gengið hægt. „Eftir á að hyggja kannski ekki mjög sniðugt“ „Þetta er uppi í festunni á milli rassvöðva og vöðva aftan í læri. Þar inni er vökvi og bólgur. Þetta var ekki nógu slæmt til að ég gæti ekki spilað þannig að ég keyrði á þetta, sem eftir á að hyggja var kannski ekki mjög sniðugt. Svo var EM alltaf að nálgast og þá þorði maður ekki að fara eitthvað að kvarta, og ég spilaði EM á verkjalyfjum,“ segir Karólína. „Mjög erfitt að sitja lengi“ Evrópumótið í Englandi, hennar fyrsta stórmót, var einfaldlega of heillandi tilhugsun til þess að hún vildi hlífa líkama sínum: „Þetta var ekki það slæmt að ég gæti ekki alla vega dugað þrjá leiki og rúmlega það. En það er ekki skynsamlegt fyrir unga leikmenn að pína sig svona áfram þegar það er svona mikið eftir af ferlinum. Ég var á kúrum, á bólgueyðandi lyfjum, sem er ekkert hættulegt og það lét mér líða aðeins betur. En þessar bólgur valda því að það er mjög erfitt að sitja lengi. Þá fær maður pirring í löppina. Á milli leikja og þegar við fórum í langar rútuferðir þá var þetta svolítið pirrandi. Svo var þetta allt í lagi inn á milli, og svo aftur slæmt. Bara upp og niður svolítið,“ segir Karólína en meiðslin komu ekki í veg fyrir frábæra frammistöðu hennar og eitt mark á EM. Eins og fyrr segir er hún núna í endurhæfingu en ómögulegt er að segja til um hve langan tíma hún mun taka. Ekki er þó útilokað að Karólína geti spilað í október, gegn Portúgal eða Belgíu, um farseðilinn á HM í Ástralíu næsta sumar. „Meikaði ekkert sens að halda áfram að pína sig“ „Þetta voru orðin svolítið krónísk meiðsli og það tekur alltaf tíma að ná þeim niður. En það er vissulega stígandi í bataferlinu hjá mér núna en þetta er mjög hægt. Ég hef prófað ýmsar leiðir, sprautur og alls konar meðferðir, og vonandi fer þetta að koma,“ segir Karólína. Hún sér ekki eftir því að hafa farið á EM en að því móti loknu var ekki um annað að ræða en að ráða bót á meiðslunum. „Þetta er búið að vera svo lengi og ég er svo ung ennþá, að það meikaði ekkert sens að halda áfram að pína sig í gegnum þetta. Þess vegna var þessi ákvörðun tekin. Ég er að æfa með sérþjálfara og fer til sjúkraþjálfara á hverjum degi núna. Svo fer ég reglulega til læknis og fer í sprautu, ACP-meðferð, þar sem blóð úr hendinni er tekið og það sett aftan í lærið. Það á að hjálpa. Ég var hjá taugasérfræðingi líka, og ég veit bara ekki hvað ég er ekki búin að prófa. Þetta er búið að vera svolítið strembið ferli en þetta gengur alla vega. Maður þarf að taka viku fyrir viku.“
Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti EM 2022 í Englandi HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Sport Fleiri fréttir Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Sjá meira