„Miðað við efnahagsþróunina hefði verið æskilegt að ganga lengra“
Minnkandi hallarekstur ríkissjóðs ber þess merki að ríkisstjórnin og Seðlabanki Íslands gangi í takt en í ljósi verðbólguþróunar og þenslu í hagkerfinu hefði verið æskilegt að stíga stærri skref í átt að því að eyða hallanum. Þetta kemur fram í umsögnum viðmælenda Innherja um fjárlagafrumvarpið fyrir ári 2023 sem var kynnt í gær.