Reggístrákarnir sem bíða Heimis Sindri Sverrisson skrifar 13. september 2022 10:33 Heimir Hallgrímsson byrjar á glímu við Argentínu, rétt eins og á HM í Rússlandi þegar hann þjálfaði íslenska landsliðið. Getty/Simon Stacpoole Frumraun Heimis Hallgrímssonar sem landsliðsþjálfara Jamaíku verður gegn Argentínu, rétt eins og frumraun Íslands á HM 2018, í Bandaríkjunum í lok september. Nokkrir vel þekktir leikmenn eru í jamaíska landsliðshópnum. Samkvæmt frétt jamaíska miðilsins The Gleaner verður Heimir kynntur sem nýr landsliðsþjálfari Jamaíku á föstudaginn. Næsti leikur Jamaíku, eða Reggístrákanna eins og leikmenn liðsins eru kallaðir, er vináttulandsleikur við Argentínu 27. september, á heimavelli New York Red Bulls í Bandaríkjunum. Samkvæmt The Gleaner átti Heimir þátt í að velja þá 29 leikmenn sem valdir hafa verið fyrir leikinn við Argentínu. Sex þeirra eru titlaðir sem varamenn inn í hópinn. Michail Antonio hefur sýnt það með West Ham að hann kann alveg að skora mörk.Getty Antonio þekktasta nafnið Michail Antonio, framherji West Ham í ensku úrvalsdeildinni, er sennilega þekktasti landsliðsmaður Jamaíku. Hann er með í hópnum núna eftir að hafa ekki verið með í júní þegar liðið tryggði sig inn í Gullbikarinn, keppni landsliða Norður- og Mið-Ameríku. Fleiri leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni eru í hópnum því þar eru einnig Leon Bailey, kantmaður Aston Villa, og Bobby Reid, sóknarmaður Fulham. Úrslitin hjá Jamaíku síðustu misseri hafa ekki verið eitthvað til að hrópa húrra fyrir en þó er liðið komið inn í Gullbikarinn, keppni landsliða Norður- og Mið-Ameríku, sem fram fer næsta sumar.Getty Einnig má nefna miðjumanninn Ravel Morrison sem hóf feril sinn með Manchester United og West Ham en er núna leikmaður Wayne Rooney hjá D.C. United. Morrison, Antonio og Reid eiga það allir sameiginlegt að vera frá Englandi en eiga ættir að rekja til Jamaíku. Leikmennina 23 sem eru í aðallandsliðshópnum má sjá hér að neðan. Leikmannahópur Jamaíku fyrir vináttulandsleikinn við Argentínu.@jff_football Jamaíka er í 62. sæti á heimslista FIFA, einu sæti fyrir ofan Ísland. Liðið hefur einu sinni komist á HM en það var árið 1998 og féll liðið út í riðlakeppninni. Jamaíka hefur yfirleitt komist í Gullbikarinn en féll þar úr leik í 8-liða úrslitum í fyrra. Liðið vann silfurverðlaun á mótinu árin 2015 og 2017 og varð í 4. sæti 2019. Ljóst er að Jamaíka verður með á mótinu sem fram fer 26. júní til 16. júlí næsta sumar. Fótbolti Jamaíka Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Tengdar fréttir Jamaíka stefnir á HM 2022 með hjálp fimmtán nýrra leikmanna frá Englandi Það er ljóst að á Jamaíka eru menn stórhuga og ætla sér að mæta til leiks á HM 2022 í Katar. Knattspyrnusamband landsins ætlar sér þó óhefðbundnar leiðir í leið sinni á mótið sem fram fer undir lok árs 2022. 4. mars 2021 23:30 Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Kátína í Kenía og kvalir í Köben Sport Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Sjá meira
Samkvæmt frétt jamaíska miðilsins The Gleaner verður Heimir kynntur sem nýr landsliðsþjálfari Jamaíku á föstudaginn. Næsti leikur Jamaíku, eða Reggístrákanna eins og leikmenn liðsins eru kallaðir, er vináttulandsleikur við Argentínu 27. september, á heimavelli New York Red Bulls í Bandaríkjunum. Samkvæmt The Gleaner átti Heimir þátt í að velja þá 29 leikmenn sem valdir hafa verið fyrir leikinn við Argentínu. Sex þeirra eru titlaðir sem varamenn inn í hópinn. Michail Antonio hefur sýnt það með West Ham að hann kann alveg að skora mörk.Getty Antonio þekktasta nafnið Michail Antonio, framherji West Ham í ensku úrvalsdeildinni, er sennilega þekktasti landsliðsmaður Jamaíku. Hann er með í hópnum núna eftir að hafa ekki verið með í júní þegar liðið tryggði sig inn í Gullbikarinn, keppni landsliða Norður- og Mið-Ameríku. Fleiri leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni eru í hópnum því þar eru einnig Leon Bailey, kantmaður Aston Villa, og Bobby Reid, sóknarmaður Fulham. Úrslitin hjá Jamaíku síðustu misseri hafa ekki verið eitthvað til að hrópa húrra fyrir en þó er liðið komið inn í Gullbikarinn, keppni landsliða Norður- og Mið-Ameríku, sem fram fer næsta sumar.Getty Einnig má nefna miðjumanninn Ravel Morrison sem hóf feril sinn með Manchester United og West Ham en er núna leikmaður Wayne Rooney hjá D.C. United. Morrison, Antonio og Reid eiga það allir sameiginlegt að vera frá Englandi en eiga ættir að rekja til Jamaíku. Leikmennina 23 sem eru í aðallandsliðshópnum má sjá hér að neðan. Leikmannahópur Jamaíku fyrir vináttulandsleikinn við Argentínu.@jff_football Jamaíka er í 62. sæti á heimslista FIFA, einu sæti fyrir ofan Ísland. Liðið hefur einu sinni komist á HM en það var árið 1998 og féll liðið út í riðlakeppninni. Jamaíka hefur yfirleitt komist í Gullbikarinn en féll þar úr leik í 8-liða úrslitum í fyrra. Liðið vann silfurverðlaun á mótinu árin 2015 og 2017 og varð í 4. sæti 2019. Ljóst er að Jamaíka verður með á mótinu sem fram fer 26. júní til 16. júlí næsta sumar.
Fótbolti Jamaíka Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Tengdar fréttir Jamaíka stefnir á HM 2022 með hjálp fimmtán nýrra leikmanna frá Englandi Það er ljóst að á Jamaíka eru menn stórhuga og ætla sér að mæta til leiks á HM 2022 í Katar. Knattspyrnusamband landsins ætlar sér þó óhefðbundnar leiðir í leið sinni á mótið sem fram fer undir lok árs 2022. 4. mars 2021 23:30 Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Kátína í Kenía og kvalir í Köben Sport Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Sjá meira
Jamaíka stefnir á HM 2022 með hjálp fimmtán nýrra leikmanna frá Englandi Það er ljóst að á Jamaíka eru menn stórhuga og ætla sér að mæta til leiks á HM 2022 í Katar. Knattspyrnusamband landsins ætlar sér þó óhefðbundnar leiðir í leið sinni á mótið sem fram fer undir lok árs 2022. 4. mars 2021 23:30