Müller ætlar að passa að gefa boltann ekki á Lewandowski Valur Páll Eiríksson skrifar 13. september 2022 14:31 Müller og Lewandowski náðu afar vel saman hjá Bayern þar sem sá fyrrnefndi var stoðsendingahæstur ár eftir ár á meðan sá síðarnefndi var markahæstur. Arthur Thill ATPImages/Getty Images „Ég held að þetta verði góður leikur fyrir hinn almenna áhorfanda,“ segir Thomas Müller, leikmaður Bayern München um leik kvöldsins gegn Barcelona í Meistaradeild Evrópu. Leikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport 2. „Við viljum mæta fastir fyrir í návígi og vera grimmir þegar við missum boltann. Ég býst við opnum leik,“ sagði Müller á blaðamannafundi í gær. Bayern vilja sýna sig og sanna í Meistaradeildinni eftir strembnar vikur heima fyrir. Liðið hefur gert þrjú jafntefli í röð í deildinni og situr í 3. sæti, fyrir neðan Union Berlin og Freiburg. Velta má því upp hvort Bayern sakni Roberts Lewandowski en hann skoraði 238 mörk í 253 deildarleikjum fyrir félagið frá 2014 þar til í sumar. Þá skipti hann til Barcelona og mun því mæta sínum gömlu félögum. Müller hlakkar til að takast á við fyrrum félaga og segist hafa grínast með liðfélaga sínum Sadio Mané í aðdragandanum. „Sadio hefur verið að grínast og sagt mér ekki að gera þau mistök að senda boltann á Lewandowski í leiknum,“ segir Müller sem tengdi vel við Lewandowski síðustu ár og lagði upp fjölmörg markanna sem hann skoraði í Bæjaralandi. „Tenging okkar varð meiri eftir því sem tíminn leið. En nú erum við með marga fjölhæfa leikmenn í framlínunni og höfum ekki þennan eina framherja til að leita til. Andstæðingar okkar vita ekki hver okkar aðalframherji er og við þurfum að láta það virka,“ Lewandowski hefur farið frábærlega af stað í Katalóníu og skorað sex deildarmörk í fimm leikjum auk þess að skora þrennu gegn Viktoria Plzen í Meistaradeildinni í síðustu viku. Bæði lið unnu sinn fyrsta leik, Barca 5-1 gegn Plzen og Bayern 2-0 gegn Inter Milan. Toppsætið er því undir þegar liðin mætast á Allianz-vellinum í München klukkan 19:00 í kvöld. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Sjá má alla Meistaradeildarleikina sem eru fram undan í beinni á rásum Stöðvar 2 Sport að neðan. Dagskráin í Meistaradeildinni í vikunni Þriðjudagur 13. september 16:45 Sporting - Tottenham (Stöð 2 Sport 3) 19:00 Bayern München - Barcelona (Stöð 2 Sport 2) 19:00 Leverkusen - At. Madrid (Stöð 2 Sport 3) 19:00 Porto - Club Brugge (Stöð 2 Sport 4) 21:00 Meistaradeildarmörkin (Stöð 2 Sport 2) Miðvikudagur 14. september 16:45 Shakhtar - Celtic (Stöð 2 Sport 3) 19:00 Manchester City - Dortmund (Stöð 2 Sport 2) 19:00 Real Madrid - RB Leipzig (Stöð 2 Sport 3) 19:00 Maccabi Haifa - PSG (Stöð 2 Sport 4) 21:00 Meistaradeildarmörkin (Stöð 2 Sport 2) Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Þýski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Fleiri fréttir Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Sjá meira
„Við viljum mæta fastir fyrir í návígi og vera grimmir þegar við missum boltann. Ég býst við opnum leik,“ sagði Müller á blaðamannafundi í gær. Bayern vilja sýna sig og sanna í Meistaradeildinni eftir strembnar vikur heima fyrir. Liðið hefur gert þrjú jafntefli í röð í deildinni og situr í 3. sæti, fyrir neðan Union Berlin og Freiburg. Velta má því upp hvort Bayern sakni Roberts Lewandowski en hann skoraði 238 mörk í 253 deildarleikjum fyrir félagið frá 2014 þar til í sumar. Þá skipti hann til Barcelona og mun því mæta sínum gömlu félögum. Müller hlakkar til að takast á við fyrrum félaga og segist hafa grínast með liðfélaga sínum Sadio Mané í aðdragandanum. „Sadio hefur verið að grínast og sagt mér ekki að gera þau mistök að senda boltann á Lewandowski í leiknum,“ segir Müller sem tengdi vel við Lewandowski síðustu ár og lagði upp fjölmörg markanna sem hann skoraði í Bæjaralandi. „Tenging okkar varð meiri eftir því sem tíminn leið. En nú erum við með marga fjölhæfa leikmenn í framlínunni og höfum ekki þennan eina framherja til að leita til. Andstæðingar okkar vita ekki hver okkar aðalframherji er og við þurfum að láta það virka,“ Lewandowski hefur farið frábærlega af stað í Katalóníu og skorað sex deildarmörk í fimm leikjum auk þess að skora þrennu gegn Viktoria Plzen í Meistaradeildinni í síðustu viku. Bæði lið unnu sinn fyrsta leik, Barca 5-1 gegn Plzen og Bayern 2-0 gegn Inter Milan. Toppsætið er því undir þegar liðin mætast á Allianz-vellinum í München klukkan 19:00 í kvöld. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Sjá má alla Meistaradeildarleikina sem eru fram undan í beinni á rásum Stöðvar 2 Sport að neðan. Dagskráin í Meistaradeildinni í vikunni Þriðjudagur 13. september 16:45 Sporting - Tottenham (Stöð 2 Sport 3) 19:00 Bayern München - Barcelona (Stöð 2 Sport 2) 19:00 Leverkusen - At. Madrid (Stöð 2 Sport 3) 19:00 Porto - Club Brugge (Stöð 2 Sport 4) 21:00 Meistaradeildarmörkin (Stöð 2 Sport 2) Miðvikudagur 14. september 16:45 Shakhtar - Celtic (Stöð 2 Sport 3) 19:00 Manchester City - Dortmund (Stöð 2 Sport 2) 19:00 Real Madrid - RB Leipzig (Stöð 2 Sport 3) 19:00 Maccabi Haifa - PSG (Stöð 2 Sport 4) 21:00 Meistaradeildarmörkin (Stöð 2 Sport 2)
Dagskráin í Meistaradeildinni í vikunni Þriðjudagur 13. september 16:45 Sporting - Tottenham (Stöð 2 Sport 3) 19:00 Bayern München - Barcelona (Stöð 2 Sport 2) 19:00 Leverkusen - At. Madrid (Stöð 2 Sport 3) 19:00 Porto - Club Brugge (Stöð 2 Sport 4) 21:00 Meistaradeildarmörkin (Stöð 2 Sport 2) Miðvikudagur 14. september 16:45 Shakhtar - Celtic (Stöð 2 Sport 3) 19:00 Manchester City - Dortmund (Stöð 2 Sport 2) 19:00 Real Madrid - RB Leipzig (Stöð 2 Sport 3) 19:00 Maccabi Haifa - PSG (Stöð 2 Sport 4) 21:00 Meistaradeildarmörkin (Stöð 2 Sport 2)
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Þýski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Fleiri fréttir Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Sjá meira