Müller ætlar að passa að gefa boltann ekki á Lewandowski Valur Páll Eiríksson skrifar 13. september 2022 14:31 Müller og Lewandowski náðu afar vel saman hjá Bayern þar sem sá fyrrnefndi var stoðsendingahæstur ár eftir ár á meðan sá síðarnefndi var markahæstur. Arthur Thill ATPImages/Getty Images „Ég held að þetta verði góður leikur fyrir hinn almenna áhorfanda,“ segir Thomas Müller, leikmaður Bayern München um leik kvöldsins gegn Barcelona í Meistaradeild Evrópu. Leikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport 2. „Við viljum mæta fastir fyrir í návígi og vera grimmir þegar við missum boltann. Ég býst við opnum leik,“ sagði Müller á blaðamannafundi í gær. Bayern vilja sýna sig og sanna í Meistaradeildinni eftir strembnar vikur heima fyrir. Liðið hefur gert þrjú jafntefli í röð í deildinni og situr í 3. sæti, fyrir neðan Union Berlin og Freiburg. Velta má því upp hvort Bayern sakni Roberts Lewandowski en hann skoraði 238 mörk í 253 deildarleikjum fyrir félagið frá 2014 þar til í sumar. Þá skipti hann til Barcelona og mun því mæta sínum gömlu félögum. Müller hlakkar til að takast á við fyrrum félaga og segist hafa grínast með liðfélaga sínum Sadio Mané í aðdragandanum. „Sadio hefur verið að grínast og sagt mér ekki að gera þau mistök að senda boltann á Lewandowski í leiknum,“ segir Müller sem tengdi vel við Lewandowski síðustu ár og lagði upp fjölmörg markanna sem hann skoraði í Bæjaralandi. „Tenging okkar varð meiri eftir því sem tíminn leið. En nú erum við með marga fjölhæfa leikmenn í framlínunni og höfum ekki þennan eina framherja til að leita til. Andstæðingar okkar vita ekki hver okkar aðalframherji er og við þurfum að láta það virka,“ Lewandowski hefur farið frábærlega af stað í Katalóníu og skorað sex deildarmörk í fimm leikjum auk þess að skora þrennu gegn Viktoria Plzen í Meistaradeildinni í síðustu viku. Bæði lið unnu sinn fyrsta leik, Barca 5-1 gegn Plzen og Bayern 2-0 gegn Inter Milan. Toppsætið er því undir þegar liðin mætast á Allianz-vellinum í München klukkan 19:00 í kvöld. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Sjá má alla Meistaradeildarleikina sem eru fram undan í beinni á rásum Stöðvar 2 Sport að neðan. Dagskráin í Meistaradeildinni í vikunni Þriðjudagur 13. september 16:45 Sporting - Tottenham (Stöð 2 Sport 3) 19:00 Bayern München - Barcelona (Stöð 2 Sport 2) 19:00 Leverkusen - At. Madrid (Stöð 2 Sport 3) 19:00 Porto - Club Brugge (Stöð 2 Sport 4) 21:00 Meistaradeildarmörkin (Stöð 2 Sport 2) Miðvikudagur 14. september 16:45 Shakhtar - Celtic (Stöð 2 Sport 3) 19:00 Manchester City - Dortmund (Stöð 2 Sport 2) 19:00 Real Madrid - RB Leipzig (Stöð 2 Sport 3) 19:00 Maccabi Haifa - PSG (Stöð 2 Sport 4) 21:00 Meistaradeildarmörkin (Stöð 2 Sport 2) Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Þýski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Fleiri fréttir Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Sjá meira
„Við viljum mæta fastir fyrir í návígi og vera grimmir þegar við missum boltann. Ég býst við opnum leik,“ sagði Müller á blaðamannafundi í gær. Bayern vilja sýna sig og sanna í Meistaradeildinni eftir strembnar vikur heima fyrir. Liðið hefur gert þrjú jafntefli í röð í deildinni og situr í 3. sæti, fyrir neðan Union Berlin og Freiburg. Velta má því upp hvort Bayern sakni Roberts Lewandowski en hann skoraði 238 mörk í 253 deildarleikjum fyrir félagið frá 2014 þar til í sumar. Þá skipti hann til Barcelona og mun því mæta sínum gömlu félögum. Müller hlakkar til að takast á við fyrrum félaga og segist hafa grínast með liðfélaga sínum Sadio Mané í aðdragandanum. „Sadio hefur verið að grínast og sagt mér ekki að gera þau mistök að senda boltann á Lewandowski í leiknum,“ segir Müller sem tengdi vel við Lewandowski síðustu ár og lagði upp fjölmörg markanna sem hann skoraði í Bæjaralandi. „Tenging okkar varð meiri eftir því sem tíminn leið. En nú erum við með marga fjölhæfa leikmenn í framlínunni og höfum ekki þennan eina framherja til að leita til. Andstæðingar okkar vita ekki hver okkar aðalframherji er og við þurfum að láta það virka,“ Lewandowski hefur farið frábærlega af stað í Katalóníu og skorað sex deildarmörk í fimm leikjum auk þess að skora þrennu gegn Viktoria Plzen í Meistaradeildinni í síðustu viku. Bæði lið unnu sinn fyrsta leik, Barca 5-1 gegn Plzen og Bayern 2-0 gegn Inter Milan. Toppsætið er því undir þegar liðin mætast á Allianz-vellinum í München klukkan 19:00 í kvöld. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Sjá má alla Meistaradeildarleikina sem eru fram undan í beinni á rásum Stöðvar 2 Sport að neðan. Dagskráin í Meistaradeildinni í vikunni Þriðjudagur 13. september 16:45 Sporting - Tottenham (Stöð 2 Sport 3) 19:00 Bayern München - Barcelona (Stöð 2 Sport 2) 19:00 Leverkusen - At. Madrid (Stöð 2 Sport 3) 19:00 Porto - Club Brugge (Stöð 2 Sport 4) 21:00 Meistaradeildarmörkin (Stöð 2 Sport 2) Miðvikudagur 14. september 16:45 Shakhtar - Celtic (Stöð 2 Sport 3) 19:00 Manchester City - Dortmund (Stöð 2 Sport 2) 19:00 Real Madrid - RB Leipzig (Stöð 2 Sport 3) 19:00 Maccabi Haifa - PSG (Stöð 2 Sport 4) 21:00 Meistaradeildarmörkin (Stöð 2 Sport 2)
Dagskráin í Meistaradeildinni í vikunni Þriðjudagur 13. september 16:45 Sporting - Tottenham (Stöð 2 Sport 3) 19:00 Bayern München - Barcelona (Stöð 2 Sport 2) 19:00 Leverkusen - At. Madrid (Stöð 2 Sport 3) 19:00 Porto - Club Brugge (Stöð 2 Sport 4) 21:00 Meistaradeildarmörkin (Stöð 2 Sport 2) Miðvikudagur 14. september 16:45 Shakhtar - Celtic (Stöð 2 Sport 3) 19:00 Manchester City - Dortmund (Stöð 2 Sport 2) 19:00 Real Madrid - RB Leipzig (Stöð 2 Sport 3) 19:00 Maccabi Haifa - PSG (Stöð 2 Sport 4) 21:00 Meistaradeildarmörkin (Stöð 2 Sport 2)
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Þýski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Fleiri fréttir Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Sjá meira