Gagnrýna hækkun hæstu áfengisskatta í Evrópu Árni Sæberg skrifar 12. september 2022 18:04 Ólafur Stephensen er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekanda. Vísir/Vilhelm „Ríkisstjórnin hjálpar ekki til í baráttunni við verðbólguna þegar hún bætir í gjöld sem hækka almennt verðlag,“ segir framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda um hækkun áfengisgjalda í nýjum fjárlögum. Í nýjum fjárlögum, sem kynnt voru í morgun, er gert ráð fyrir að almennt áfengisgjald hækki um 7,7 prósent og að áfengisgjald í fríhafnarverslunum hækki um 150 prósent, úr 10 prósent af almennu áfengisgjaldi í 25 prósent. Félagi atvinnurekenda líst ekki á blikuna, ef marka má tilkynningu á vef félagsins. Þar má sjá samantekt því hversu mikið einstakar tegundir áfengis munu hækka í smásölu, bæði í fríhöfn og í vínbúðinni. Þar segir að kassi af vinsælu léttvíni mun þannig hækka um 600 krónur í Vínbúðinni og bjórkippa um tæplega 150 krónur, en eins lítra ginflaska um 663 krónur. Í Fríhöfninni gæti ginflaskan hækkað um 2.300 krónur og léttvínskassinn um 1.800 krónur. Á myndinni hér að neðan má sjá dæmi um það hvernig verð breytist milli ára í vínbúð og hvernig það skiptist niður. „Vekja má athygli á því að ríkið tekur í sinn hlut 92,3% af útsöluverði vodkaflöskunnar, 73,4% af verði kassavínsins og 61% af verði bjórflöskunnar,“ segir í tilkynningu Félags atvinnurekenda. Félag atvinnurekenda Snúnara að reikna út verð í fríhöfn „Ef litið er á líklegar verðbreytingar í Fríhöfninni er ögn snúnara að reikna dæmið þar sem álagning hennar er ekki föst og lögbundin eins og hjá ÁTVR,“ segir í tilkynningunni. Jafnframt sé það ekki heildsalinn eða framleiðandi áfengisins sem standi skil til ríkissjóðs á áfengisgjaldinu áður en varan er afhent Fríhöfninni, heldur greiði Fríhöfnin það eftir á. Á myndinni hér að neðan má sjá raunhæf dæmi, sem Félag atvinnurekenda hefur tekið saman, um líklegar verðbreytingar í Fríhöfninni. Félag atvinnurekenda „Hér má sjá að léttvínskassi sem kostar í dag um 5.000 krónur gæti hækkað um rúmlega 1.800 krónur og ginflaska á svipuðu verði um hátt í 2.300 krónur. Léttvínsflaska sem í dag kostar tæplega 2.300 krónur gæti hækkað um 300 krónur og bjórkippa, sem í dag selst á tæplega 1.700 krónur gæti hækkað um 237 krónur,“ segir í tilkynningunni. Rengja staðhæfingar um óbreytt gjöld Félag atvinnurekenda gefur lítið fyrir þær fullyrðingar fjármálaráðuneytisins í greinargerð fjárlagafrumvarpsins þess efnis að gjöld haldi verðgildi sínu milli ára í stað þess að rýrna enn frekar að raunvirði eins og þau hafi mörg gert undanfarin ár. „Þar segir jafnframt að þessi gjöld hafi verið „óbreytt frá árinu 2019“. Í tilviki áfengisgjaldsins er þetta alrangt; það hefur verið hækkað árlega og nemur uppsöfnuð hækkun þess 16% frá 2019 til 2023, miðað við frumvarpið,“ segir í tilkynningunni. Skattlagning komin út úr korti Í tilkynningunni segir að í greinargerð fjárlagafrumvarpsins sé áætlað að skattahækkunin skili 1,64 milljarða tekjuhækkun í ríkissjóð og tekjur af áfengisgjaldi verði 25,5 milljarðar á næsta ári. „Ríkisstjórnin hjálpar ekki til í baráttunni við verðbólguna þegar hún bætir í gjöld sem hækka almennt verðlag. „Skattlagning á áfenga drykki á Íslandi er löngu komin út úr öllu korti og bitnar til dæmis hart á samkeppnisstöðu ferðaþjónustunnar. Við höfum oft kallað eftir rökstuðningi fyrir því að þessir skattar eigi að vera svona miklu hærri en í nágrannalöndum okkar, en komum þar ævinlega að tómum kofunum hjá stjórnmálamönnum,“ er haft eftir Ólafi Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda, í tilkynningu félagsins. Skattar og tollar Áfengi og tóbak Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2023 Tengdar fréttir Óhófsfólk á brennivín látið stoppa í götin Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins, segist greina dauðastríð ríkisstjórnarinnar í nýju fjárlagafrumvarpi. 12. september 2022 14:57 Hækka gjald á áfengi og tóbak Gert er ráð fyrir að hækka gjald á áfengi og á tóbak sem selt er í tollfrjálsum verslunum, samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í morgun. Gert er ráð fyrir að hækkunin skili sér í tekjum fyrir ríkissjóð upp á 700 milljónir króna. 12. september 2022 10:15 Mest lesið „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Sjá meira
Í nýjum fjárlögum, sem kynnt voru í morgun, er gert ráð fyrir að almennt áfengisgjald hækki um 7,7 prósent og að áfengisgjald í fríhafnarverslunum hækki um 150 prósent, úr 10 prósent af almennu áfengisgjaldi í 25 prósent. Félagi atvinnurekenda líst ekki á blikuna, ef marka má tilkynningu á vef félagsins. Þar má sjá samantekt því hversu mikið einstakar tegundir áfengis munu hækka í smásölu, bæði í fríhöfn og í vínbúðinni. Þar segir að kassi af vinsælu léttvíni mun þannig hækka um 600 krónur í Vínbúðinni og bjórkippa um tæplega 150 krónur, en eins lítra ginflaska um 663 krónur. Í Fríhöfninni gæti ginflaskan hækkað um 2.300 krónur og léttvínskassinn um 1.800 krónur. Á myndinni hér að neðan má sjá dæmi um það hvernig verð breytist milli ára í vínbúð og hvernig það skiptist niður. „Vekja má athygli á því að ríkið tekur í sinn hlut 92,3% af útsöluverði vodkaflöskunnar, 73,4% af verði kassavínsins og 61% af verði bjórflöskunnar,“ segir í tilkynningu Félags atvinnurekenda. Félag atvinnurekenda Snúnara að reikna út verð í fríhöfn „Ef litið er á líklegar verðbreytingar í Fríhöfninni er ögn snúnara að reikna dæmið þar sem álagning hennar er ekki föst og lögbundin eins og hjá ÁTVR,“ segir í tilkynningunni. Jafnframt sé það ekki heildsalinn eða framleiðandi áfengisins sem standi skil til ríkissjóðs á áfengisgjaldinu áður en varan er afhent Fríhöfninni, heldur greiði Fríhöfnin það eftir á. Á myndinni hér að neðan má sjá raunhæf dæmi, sem Félag atvinnurekenda hefur tekið saman, um líklegar verðbreytingar í Fríhöfninni. Félag atvinnurekenda „Hér má sjá að léttvínskassi sem kostar í dag um 5.000 krónur gæti hækkað um rúmlega 1.800 krónur og ginflaska á svipuðu verði um hátt í 2.300 krónur. Léttvínsflaska sem í dag kostar tæplega 2.300 krónur gæti hækkað um 300 krónur og bjórkippa, sem í dag selst á tæplega 1.700 krónur gæti hækkað um 237 krónur,“ segir í tilkynningunni. Rengja staðhæfingar um óbreytt gjöld Félag atvinnurekenda gefur lítið fyrir þær fullyrðingar fjármálaráðuneytisins í greinargerð fjárlagafrumvarpsins þess efnis að gjöld haldi verðgildi sínu milli ára í stað þess að rýrna enn frekar að raunvirði eins og þau hafi mörg gert undanfarin ár. „Þar segir jafnframt að þessi gjöld hafi verið „óbreytt frá árinu 2019“. Í tilviki áfengisgjaldsins er þetta alrangt; það hefur verið hækkað árlega og nemur uppsöfnuð hækkun þess 16% frá 2019 til 2023, miðað við frumvarpið,“ segir í tilkynningunni. Skattlagning komin út úr korti Í tilkynningunni segir að í greinargerð fjárlagafrumvarpsins sé áætlað að skattahækkunin skili 1,64 milljarða tekjuhækkun í ríkissjóð og tekjur af áfengisgjaldi verði 25,5 milljarðar á næsta ári. „Ríkisstjórnin hjálpar ekki til í baráttunni við verðbólguna þegar hún bætir í gjöld sem hækka almennt verðlag. „Skattlagning á áfenga drykki á Íslandi er löngu komin út úr öllu korti og bitnar til dæmis hart á samkeppnisstöðu ferðaþjónustunnar. Við höfum oft kallað eftir rökstuðningi fyrir því að þessir skattar eigi að vera svona miklu hærri en í nágrannalöndum okkar, en komum þar ævinlega að tómum kofunum hjá stjórnmálamönnum,“ er haft eftir Ólafi Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda, í tilkynningu félagsins.
Skattar og tollar Áfengi og tóbak Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2023 Tengdar fréttir Óhófsfólk á brennivín látið stoppa í götin Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins, segist greina dauðastríð ríkisstjórnarinnar í nýju fjárlagafrumvarpi. 12. september 2022 14:57 Hækka gjald á áfengi og tóbak Gert er ráð fyrir að hækka gjald á áfengi og á tóbak sem selt er í tollfrjálsum verslunum, samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í morgun. Gert er ráð fyrir að hækkunin skili sér í tekjum fyrir ríkissjóð upp á 700 milljónir króna. 12. september 2022 10:15 Mest lesið „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Sjá meira
Óhófsfólk á brennivín látið stoppa í götin Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins, segist greina dauðastríð ríkisstjórnarinnar í nýju fjárlagafrumvarpi. 12. september 2022 14:57
Hækka gjald á áfengi og tóbak Gert er ráð fyrir að hækka gjald á áfengi og á tóbak sem selt er í tollfrjálsum verslunum, samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í morgun. Gert er ráð fyrir að hækkunin skili sér í tekjum fyrir ríkissjóð upp á 700 milljónir króna. 12. september 2022 10:15
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent