Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Árni Sæberg skrifar
Sindri Sindrason les kvöldfréttir Stöðvar 2.
Sindri Sindrason les kvöldfréttir Stöðvar 2. Stöð 2

Hærri skattar á bifreiðaeigendur, hærri skattar á neytendur áfengis og tóbaks og útgjöld ríkissjóðs aukast um 80 milljarða frá því í fyrra. Þetta er á meðal breytinga í nýju fjárlagafrumvarpi sem fjármálaráðherra kynnti í morgun. Við kynnum okkur ný fjárlög og ræðum við þingmenn stjórnarandstöðunnar í beinni útsendingu.

Nokkrir alvarlegir eldsvoðar hafa komið upp á höfuðborgarsvæðinu undanfarið eftir að það kviknaði í út frá rafmagnshlaupahjólum. Við ræðum við varðstjóra hjá slökkviliðinu sem varar fólk við að hlaða slík farartæki inni.

Á hverjum degi berast lögreglu að meðaltali sjö tilkynningar um heimilisofbeldi og þær hafa aldrei verið fleiri. Þá fjölgar tilkynningum um nauðganir um nærri þriðjung á milli ára. Eygló Harðardóttir verkefnastjóri aðgerða gegn ofbeldi kemur í settið og fer yfir málið.

Þá fylgjumst við með mikilli viðhöfn í Edinborg í dag þegar kista drottningarinnar var flutt í dómkirkju heilags Giles og hittum leikskólaliða á Flúðum sem er kallaður Afi Palli og er í miklu uppáhaldi hjá börnunum.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×