Harry og amma hans voru ekki mjög náin síðustu ár eftir að Harry sagði sig frá öllum konunglegum skyldum sínum í kjölfar þess að hann og eiginkona hans, Meghan, vildu verða fjárhagslega sjálfstæð. Yngsta barn þeirra hjóna, Lilibet Mountbatten-Windsor, heitir þó eftir drottningunni sem var ávallt kölluð Lilibet er hún var yngri.
Harry birti í dag yfirlýsingu vegna andláts ömmu sinnar þar sem hann þakkar henni fyrir allar góðu stundirnar.
„Ég verð þér ávallt þakklátur fyrir alla „fyrstu hittingana“ okkar. Frá fyrstu minningum mínum af þér, frá því að ég hitti þig í fyrsta sinn er þú varst yfirmaður minn, frá því þegar þú hittir yndislegu eiginkonuna mína í fyrsta sinn og þegar þú knúsaðir elskuleg barnabarnabörn þín í fyrsta sinn,“ segir í yfirlýsingunni.
You are already sorely missed, not just by us, but by the world over. And as it comes to first meetings, we now honour my father in his new role as King Charles III.
— Omid Scobie (@scobie) September 12, 2022
Prince Harry pays tribute to the Queen and and my Commander-in-Chief : pic.twitter.com/hhLqZNQPDW
Hann vill að orð ömmu sinnar eftir andlát eiginmanns hennar, Filippusar, fái að njóta sín um allan heim. Þá sagði hún að lífið samanstandi af síðustu stundum og fyrstu hittingum.
„Við brosum vitandi að þú og afi eruð sameinuð á ný og hvílið bæði í friði,“ segir Harry að lokum.