Allt í hers höndum á Allianz: Jöfnunarmark á elleftu stundu, sigurmark dæmt af og fjögur rauð á loft Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. september 2022 10:30 Mönnum var heitt í hamsi á Allianz leikvanginum í gær. getty/Giuseppe Maffia Dramatíkin var alls ráðandi í uppbótartíma í leik Juventus og Salernitana í ítölsku úrvalsdeildinni í gær. Juventus klúðraði vítaspyrnu, skoraði jöfnunarmark, hélt það hefði skorað sigurmark og þrjú rauð spjöld fóru á loft. Myndbandsdómgæslan var í sviðsljósinu. Salernitana leiddi 0-2 í hálfleik þökk sé mörkum Antonios Candreva og Krzysztof Piatek. Gleison Bremer minnkaði muninn fyrir Juventus í upphafi seinni hálfleiks og í uppbótartíma fengu heimamenn vítaspyrnu. Leonardo Bonucci, fyrirliði Juventus, tók spyrnuna en Luigi Sepe, markvörður Salernitana, varði. Bonucci fylgdi hins vegar á eftir og jafnaði í 2-2 Tveimur mínútum síðar skoraði Arkadiusz Milik fyrir Juventus með skalla eftir hornspyrnu. Hann reif sig úr treyjunni, fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt. Mark Miliks var aftur á móti dæmt af eftir skoðun á myndbandi því Bonucci, sem reyndi að skalla boltann í netið, virtist vera rangstæður. Það var kolrangur dómur því Candrevam spilaði alla leikmenn Juventus réttstæða eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan. This image is wild. Juventus denied a last minute winner after this was clearly missed by VAR. #JuveSalernitanaAbsolute shambles. pic.twitter.com/aFI3yLdG4I— Adriano Del Monte (@adriandelmonte) September 11, 2022 Eftir þetta varð fjandinn laus. Matteo Marcenaro, dómari leiksins, rak Juan Cuadrado, leikmann Juventus, og Federico Fazio, leikmann Salernitana, af velli og knattspyrnustjóri Juventus, Max Allegri, fékk einnig rauða spjaldið. Klippa: Serie A: Allt vitlaust í Tórínó Juventus er taplaust í ítölsku úrvalsdeildinni en er samt bara í 8. sæti með tíu stig eftir sex umferðir. Salernitana er í 10. sætinu með sjö stig. Liðið hefur aldrei unnið Juventus í efstu deild en var ekki langt frá því í gær. Næsti leikur Juventus er gegn Benfica í Meistaradeild Evrópu á miðvikudaginn. Ítalski boltinn Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
Salernitana leiddi 0-2 í hálfleik þökk sé mörkum Antonios Candreva og Krzysztof Piatek. Gleison Bremer minnkaði muninn fyrir Juventus í upphafi seinni hálfleiks og í uppbótartíma fengu heimamenn vítaspyrnu. Leonardo Bonucci, fyrirliði Juventus, tók spyrnuna en Luigi Sepe, markvörður Salernitana, varði. Bonucci fylgdi hins vegar á eftir og jafnaði í 2-2 Tveimur mínútum síðar skoraði Arkadiusz Milik fyrir Juventus með skalla eftir hornspyrnu. Hann reif sig úr treyjunni, fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt. Mark Miliks var aftur á móti dæmt af eftir skoðun á myndbandi því Bonucci, sem reyndi að skalla boltann í netið, virtist vera rangstæður. Það var kolrangur dómur því Candrevam spilaði alla leikmenn Juventus réttstæða eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan. This image is wild. Juventus denied a last minute winner after this was clearly missed by VAR. #JuveSalernitanaAbsolute shambles. pic.twitter.com/aFI3yLdG4I— Adriano Del Monte (@adriandelmonte) September 11, 2022 Eftir þetta varð fjandinn laus. Matteo Marcenaro, dómari leiksins, rak Juan Cuadrado, leikmann Juventus, og Federico Fazio, leikmann Salernitana, af velli og knattspyrnustjóri Juventus, Max Allegri, fékk einnig rauða spjaldið. Klippa: Serie A: Allt vitlaust í Tórínó Juventus er taplaust í ítölsku úrvalsdeildinni en er samt bara í 8. sæti með tíu stig eftir sex umferðir. Salernitana er í 10. sætinu með sjö stig. Liðið hefur aldrei unnið Juventus í efstu deild en var ekki langt frá því í gær. Næsti leikur Juventus er gegn Benfica í Meistaradeild Evrópu á miðvikudaginn.
Ítalski boltinn Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira