Ari Freyr Skúlason, Arnór Ingvi Traustason og Arnór Sigurðsson voru allir í byrjunarliði Norrköping sem náði forystunni snemma leiks þegar Arnór Sigurðsson lagði upp mark fyrir Jacob Ortmark strax á þriðju mínútu.
Andri Lucas Guðjohnsen kom inn af varamannabekk Norrköping eftir tæplega klukkutíma leik og var staðan þá enn 0-1 fyrir Norrköping.
Heimamenn í Malmö náðu hins vegar vopnum sínum áður en yfir lauk, náðu að snúa leiknum sér í vil og vinna 2-1 sigur.
Norrköping í tólfta sæti deildarinnar með 24 stig eftir 22 leiki.