Klárlega merki um uppgang þjóðernishyggju Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 11. september 2022 12:57 Birgir Hermannsson stjórnmálafræðingur Það að verulega mjótt sé á munum milli vinstri og hægri-blokka í Svíþjóð er líklega til marks um uppgang þjóðernishyggju á Norðurlöndunum, segir Birgir Hermannsson stjórnmálafræðingur. Svíar ganga að kjörborðinu í dag og er spennan þar í landi mikil. Kosningabaráttan hefur einkennst af umræðu um orkumál og um þá öldu ofbeldis sem víða hefur riðið yfir sænskt samfélag, og þá helst hvað gera skuli til að bregðast við starfsemi glæpagengja í landinu. Á síðasta ári voru tilkynntar 330 skotárásir í landinu þar sem 46 manns létust, en á síðustu fjórum árum hafa að meðaltali 44 látist í skotárásum í Svíþjóð á ári hverju. Svíþjóðardemókratar, flokkur sem hefur um árabil talað sérstaklega fyrir þjóðernishyggju og gegn straumi innflytjenda, mælast nú með 21,2 prósent fylgi sem er tæpum fjórum prósentum meira en flokkurinn hlaut í kosningunum árið 2018. Flokkurinn hafði áður verið einangraður á þingi en hægri blokkin, blokk borgaralegra flokka, opnuðu á samstarf við flokkinn á kjörtímabilinu. Hægrisinnaðri áherslur en áður hafa verið Birgir segir breyttar áherslur í stjórnmálum klárlega merki um uppgang þjóðernishyggju á Norðurlöndum og í Evrópu. „Svíþjóðardemókratarnir koma úr svona nýnasískum bakgrunni upphaflega og hafa þróast út úr því í að verða svona hefðbundinn þjóðernissinnaður evrópskur pópúlistaflokkur, getum við kannski sagt. Þannig að það er alveg klárlega í allri kosningabaráttunni svona þjóðernisleg og miklu hægrisinnaðri áherslur en hafa verið á síðustu árum,“ segir Birgir. Jafnaðarmenn - með sitjandi forsætisráðherra Magdalenu Andersson í forsvari - njóta enn mikils fylgis og bæta við sig tveimur prósentum samkvæmt skoðanakönnunum. Á sama tíma hefur staða Ulfs Kristersson, formanns hægriflokksins Moderaterna og mögulegs forsætisráðherra, veikst. Fari svo að hægri menn sigri verða Svíþjóðardemókratar í góðri samningsstöðu, sem stærsti flokkurinn í bandalagi hægriflokka. „Þessi mikli uppgangur Svíþjóðardemókratana gerir þetta svolítið flókið og erfitt fyrir [Kristersson]. Og það er kannski það sem er áhugaverðast eru þessi breyttu valdahlutföll og áherslur hægra megin í sænskum stjórnmálum. Það gæti haft töluvert mikil áhrif til lengdar,“ segir Birgir. Hann segir að borgaralegu flokkarnir þrír, sem gætu komið til með að mynda ríkisstjórn, þurfi að semja við Svíþjóðardemókrata um öll stefnumál. Þá sé ljóst að staða Svíþjóðardemókrata verði mjög sterk. „ Þeir munu ekki hafa ráðherra en þeir myndu hafa úrslitaáhrif á öll mál ríkisstjórnarinnar og sem stærsti flokkurinn í þessu bandalagi hljóta áhrif þeirra að verða gríðarlega mikil. Þannig að því leytinu til má búast við miklum breytingum - sigri hægrimenn,“ segir Birgir Hermansson stjórnmálafræðingur. Þingkosningar í Svíþjóð Svíþjóð Tengdar fréttir Mjótt á munum: Stefnir í æsispennandi kosningar í Svíþjóð Mjög mjótt er á munum milli vinstri- og hægriblokkar í Svíþjóð samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum. Aðeins munar 0,3 prósentum, vinstriblokkinni í vil, en Svíar ganga að kjörborðinu á morgun. 10. september 2022 09:33 Allt sem þú þarft vita um sænsku þingkosningarnar Níu dagar eru nú þar til að Svíar ganga að kjörborðinu en þingkosningar fara fram í landinu sunnudaginn 11. september. Spennan er mikil og ekki víst hvernig mál muni þróast þegar búið er að telja öll atkvæði. Þegar kemur að myndun næstu stjórnar hefur sjónum sérstaklega verið beint að Miðflokknum og svo Svíþjóðardemókrötum sem eru komnir inn í hlýjuna á hægri vængnum eftir að hafa verið einangraðir á sænska þinginu allt frá því að þeir náðu fyrst inn mönnum árið 2010. 2. september 2022 09:00 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Fleiri fréttir Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Sjá meira
Kosningabaráttan hefur einkennst af umræðu um orkumál og um þá öldu ofbeldis sem víða hefur riðið yfir sænskt samfélag, og þá helst hvað gera skuli til að bregðast við starfsemi glæpagengja í landinu. Á síðasta ári voru tilkynntar 330 skotárásir í landinu þar sem 46 manns létust, en á síðustu fjórum árum hafa að meðaltali 44 látist í skotárásum í Svíþjóð á ári hverju. Svíþjóðardemókratar, flokkur sem hefur um árabil talað sérstaklega fyrir þjóðernishyggju og gegn straumi innflytjenda, mælast nú með 21,2 prósent fylgi sem er tæpum fjórum prósentum meira en flokkurinn hlaut í kosningunum árið 2018. Flokkurinn hafði áður verið einangraður á þingi en hægri blokkin, blokk borgaralegra flokka, opnuðu á samstarf við flokkinn á kjörtímabilinu. Hægrisinnaðri áherslur en áður hafa verið Birgir segir breyttar áherslur í stjórnmálum klárlega merki um uppgang þjóðernishyggju á Norðurlöndum og í Evrópu. „Svíþjóðardemókratarnir koma úr svona nýnasískum bakgrunni upphaflega og hafa þróast út úr því í að verða svona hefðbundinn þjóðernissinnaður evrópskur pópúlistaflokkur, getum við kannski sagt. Þannig að það er alveg klárlega í allri kosningabaráttunni svona þjóðernisleg og miklu hægrisinnaðri áherslur en hafa verið á síðustu árum,“ segir Birgir. Jafnaðarmenn - með sitjandi forsætisráðherra Magdalenu Andersson í forsvari - njóta enn mikils fylgis og bæta við sig tveimur prósentum samkvæmt skoðanakönnunum. Á sama tíma hefur staða Ulfs Kristersson, formanns hægriflokksins Moderaterna og mögulegs forsætisráðherra, veikst. Fari svo að hægri menn sigri verða Svíþjóðardemókratar í góðri samningsstöðu, sem stærsti flokkurinn í bandalagi hægriflokka. „Þessi mikli uppgangur Svíþjóðardemókratana gerir þetta svolítið flókið og erfitt fyrir [Kristersson]. Og það er kannski það sem er áhugaverðast eru þessi breyttu valdahlutföll og áherslur hægra megin í sænskum stjórnmálum. Það gæti haft töluvert mikil áhrif til lengdar,“ segir Birgir. Hann segir að borgaralegu flokkarnir þrír, sem gætu komið til með að mynda ríkisstjórn, þurfi að semja við Svíþjóðardemókrata um öll stefnumál. Þá sé ljóst að staða Svíþjóðardemókrata verði mjög sterk. „ Þeir munu ekki hafa ráðherra en þeir myndu hafa úrslitaáhrif á öll mál ríkisstjórnarinnar og sem stærsti flokkurinn í þessu bandalagi hljóta áhrif þeirra að verða gríðarlega mikil. Þannig að því leytinu til má búast við miklum breytingum - sigri hægrimenn,“ segir Birgir Hermansson stjórnmálafræðingur.
Þingkosningar í Svíþjóð Svíþjóð Tengdar fréttir Mjótt á munum: Stefnir í æsispennandi kosningar í Svíþjóð Mjög mjótt er á munum milli vinstri- og hægriblokkar í Svíþjóð samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum. Aðeins munar 0,3 prósentum, vinstriblokkinni í vil, en Svíar ganga að kjörborðinu á morgun. 10. september 2022 09:33 Allt sem þú þarft vita um sænsku þingkosningarnar Níu dagar eru nú þar til að Svíar ganga að kjörborðinu en þingkosningar fara fram í landinu sunnudaginn 11. september. Spennan er mikil og ekki víst hvernig mál muni þróast þegar búið er að telja öll atkvæði. Þegar kemur að myndun næstu stjórnar hefur sjónum sérstaklega verið beint að Miðflokknum og svo Svíþjóðardemókrötum sem eru komnir inn í hlýjuna á hægri vængnum eftir að hafa verið einangraðir á sænska þinginu allt frá því að þeir náðu fyrst inn mönnum árið 2010. 2. september 2022 09:00 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Fleiri fréttir Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Sjá meira
Mjótt á munum: Stefnir í æsispennandi kosningar í Svíþjóð Mjög mjótt er á munum milli vinstri- og hægriblokkar í Svíþjóð samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum. Aðeins munar 0,3 prósentum, vinstriblokkinni í vil, en Svíar ganga að kjörborðinu á morgun. 10. september 2022 09:33
Allt sem þú þarft vita um sænsku þingkosningarnar Níu dagar eru nú þar til að Svíar ganga að kjörborðinu en þingkosningar fara fram í landinu sunnudaginn 11. september. Spennan er mikil og ekki víst hvernig mál muni þróast þegar búið er að telja öll atkvæði. Þegar kemur að myndun næstu stjórnar hefur sjónum sérstaklega verið beint að Miðflokknum og svo Svíþjóðardemókrötum sem eru komnir inn í hlýjuna á hægri vængnum eftir að hafa verið einangraðir á sænska þinginu allt frá því að þeir náðu fyrst inn mönnum árið 2010. 2. september 2022 09:00