Fimm fangelsaðir fyrir barnabækur með uppreisnaráróðri Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. september 2022 15:57 Bókin er sögð fjalla um Hong Kong og kínversk stjórnvöld. Getty/Anthony Kwan Fimm talmeinafræðingar í Hong Kong hafa verið dæmdir í nítján mánaða fangelsi eftir að hafa verið sakfelldir fyrir að hafa gefið út barnabækur sem innihalda „uppreisnaráróður.“ Bókin fjallar um kindahjörð sem gerir allt í sínu valdi til að halda úlfi frá þorpinu sínu. Yfirvöld í Hong Kong litu svo á að þarna væri verið að vísa til Hong Kong og stjórnvalda í Peking. Höfundarnir neituðu því alfarið en dómari mat það svo að bókin væri tilraun til heilaþvottar. Dómurinn bætist við fjölda annarra svipaðra dóma þar sem stjórnvöld í Hong Kong hafa undanfarin tvö ár sótt hart að mögulegum stjórnarandstæðingum. Sú aðför er byggð á öryggislögum sem stjórnvöld í Kína kynntu fyrir Hong Kong og takmarka verulega málfrelsi íbúa í héraðinu. Tvær barnabókanna sem fimmmenningarnir hafa gefið út.getty/Anthony Kwan Yfirvöld í Peking halda því fram að lögin hafi verið nauðsynleg til að tryggja stöðugleika í héraðinu en gagnrýnendur segja þau til þess gerð að halda aftur af stjórnarandstæðingum og skerða sjálfstæði Hong Kong. Héraðið er eins og vel er þekkt að nafninu til sjálfstætt frá Kína, samkvæmt hinni svokölluðu „eitt land, tvö kerfi“ reglu. Sú regla hefur þó ekki verið höfð í hávegum undanfarin tvö ár. Talmeinafræðingarnir fimm, Lai Man-ling, Melody Yeung, Sidney Ng, Samuel Chan og Fong Tsz-ho, hafa þegar varið heilu ári í gæsluvarðhaldi. Einn lögmanna þeirra sagði við dómsuppsögu að hann teldi líklegt að þau losni úr fangelsi innan mánaðar vegna gæsluvarðhaldsdvalarinnar. Fimmmenningarnir eru á aldrinum 25 til 28 ára gömul og hafa undanfarin ár gefið út barnabækur á rafrænu formi. Þrátt fyrir áðurnefnd öryggislög voru þau ekki sakfelld fyrir brot á þeim heldur brot á undirróðurslöggjöf sem má rekja aftur til þess tíma sem Bretar fóru með stjórn í héraðinu og er sjaldan notuð af saksóknurum. Hong Kong Kína Tengdar fréttir „Eitt ríki, tvö kerfi“ verður stefna Kína í málefnum Hong Kong um ókomna tíð Stefna Kína um „eitt ríki, tvö kerfi“ hefur reynst vel og verður áfram viðhöfð. Þetta segir Xi Jinping, forseti Kína, en Kínverjar fagna því nú að 25 ár eru liðin frá því að Bretar létu borgina af hendi. 1. júlí 2022 07:45 Íbúum Hong Kong bannað að minnast blóðbaðsins 1989 þriðja árið í röð Íbúum Hong Kong var í dag bannað að minnast blóðbaðsins á Torgi hins himneska friðar, sem gerðist á þessum degi árið 1989. Þetta er þriðja árið í röð sem þeim er bannað að minnast ódæðisverkanna en öryggissveitir mátti sjá á hverju götuhorni í borginni í dag í tilefni dagsins. 4. júní 2022 20:57 Carrie Lam hefur ekki áhuga á að sitja áfram Carrie Lam, leiðtogi heimastjórnar Hong Kong, hyggst ekki sækjast eftir endurkjöri þegar skipunartímabil hennar er á enda. Stjórnartíð hennar hefur verið umdeild og einkennst af því að mjög hefur gengið á réttindi borgaranna. 4. apríl 2022 10:41 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
Bókin fjallar um kindahjörð sem gerir allt í sínu valdi til að halda úlfi frá þorpinu sínu. Yfirvöld í Hong Kong litu svo á að þarna væri verið að vísa til Hong Kong og stjórnvalda í Peking. Höfundarnir neituðu því alfarið en dómari mat það svo að bókin væri tilraun til heilaþvottar. Dómurinn bætist við fjölda annarra svipaðra dóma þar sem stjórnvöld í Hong Kong hafa undanfarin tvö ár sótt hart að mögulegum stjórnarandstæðingum. Sú aðför er byggð á öryggislögum sem stjórnvöld í Kína kynntu fyrir Hong Kong og takmarka verulega málfrelsi íbúa í héraðinu. Tvær barnabókanna sem fimmmenningarnir hafa gefið út.getty/Anthony Kwan Yfirvöld í Peking halda því fram að lögin hafi verið nauðsynleg til að tryggja stöðugleika í héraðinu en gagnrýnendur segja þau til þess gerð að halda aftur af stjórnarandstæðingum og skerða sjálfstæði Hong Kong. Héraðið er eins og vel er þekkt að nafninu til sjálfstætt frá Kína, samkvæmt hinni svokölluðu „eitt land, tvö kerfi“ reglu. Sú regla hefur þó ekki verið höfð í hávegum undanfarin tvö ár. Talmeinafræðingarnir fimm, Lai Man-ling, Melody Yeung, Sidney Ng, Samuel Chan og Fong Tsz-ho, hafa þegar varið heilu ári í gæsluvarðhaldi. Einn lögmanna þeirra sagði við dómsuppsögu að hann teldi líklegt að þau losni úr fangelsi innan mánaðar vegna gæsluvarðhaldsdvalarinnar. Fimmmenningarnir eru á aldrinum 25 til 28 ára gömul og hafa undanfarin ár gefið út barnabækur á rafrænu formi. Þrátt fyrir áðurnefnd öryggislög voru þau ekki sakfelld fyrir brot á þeim heldur brot á undirróðurslöggjöf sem má rekja aftur til þess tíma sem Bretar fóru með stjórn í héraðinu og er sjaldan notuð af saksóknurum.
Hong Kong Kína Tengdar fréttir „Eitt ríki, tvö kerfi“ verður stefna Kína í málefnum Hong Kong um ókomna tíð Stefna Kína um „eitt ríki, tvö kerfi“ hefur reynst vel og verður áfram viðhöfð. Þetta segir Xi Jinping, forseti Kína, en Kínverjar fagna því nú að 25 ár eru liðin frá því að Bretar létu borgina af hendi. 1. júlí 2022 07:45 Íbúum Hong Kong bannað að minnast blóðbaðsins 1989 þriðja árið í röð Íbúum Hong Kong var í dag bannað að minnast blóðbaðsins á Torgi hins himneska friðar, sem gerðist á þessum degi árið 1989. Þetta er þriðja árið í röð sem þeim er bannað að minnast ódæðisverkanna en öryggissveitir mátti sjá á hverju götuhorni í borginni í dag í tilefni dagsins. 4. júní 2022 20:57 Carrie Lam hefur ekki áhuga á að sitja áfram Carrie Lam, leiðtogi heimastjórnar Hong Kong, hyggst ekki sækjast eftir endurkjöri þegar skipunartímabil hennar er á enda. Stjórnartíð hennar hefur verið umdeild og einkennst af því að mjög hefur gengið á réttindi borgaranna. 4. apríl 2022 10:41 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
„Eitt ríki, tvö kerfi“ verður stefna Kína í málefnum Hong Kong um ókomna tíð Stefna Kína um „eitt ríki, tvö kerfi“ hefur reynst vel og verður áfram viðhöfð. Þetta segir Xi Jinping, forseti Kína, en Kínverjar fagna því nú að 25 ár eru liðin frá því að Bretar létu borgina af hendi. 1. júlí 2022 07:45
Íbúum Hong Kong bannað að minnast blóðbaðsins 1989 þriðja árið í röð Íbúum Hong Kong var í dag bannað að minnast blóðbaðsins á Torgi hins himneska friðar, sem gerðist á þessum degi árið 1989. Þetta er þriðja árið í röð sem þeim er bannað að minnast ódæðisverkanna en öryggissveitir mátti sjá á hverju götuhorni í borginni í dag í tilefni dagsins. 4. júní 2022 20:57
Carrie Lam hefur ekki áhuga á að sitja áfram Carrie Lam, leiðtogi heimastjórnar Hong Kong, hyggst ekki sækjast eftir endurkjöri þegar skipunartímabil hennar er á enda. Stjórnartíð hennar hefur verið umdeild og einkennst af því að mjög hefur gengið á réttindi borgaranna. 4. apríl 2022 10:41