Sádi-Arabía sækist eftir HM 2030 Atli Arason skrifar 10. september 2022 11:31 Heimsmeistarabikarinn gæti farið á loft í Sádi-Arabíu árið 2030. Getty Images HM 2022 fer fram um miðjan vetur í Katar í nóvember og desember næstkomandi. Það gæti farið svo að HM 2030 fari aftur fram um vetur ef umsókn Sáda gengur eftir. Sádi-Arabía, ásamt Egyptum og Grikkjum, ætla að senda inn sameiginlega umsókn til þess að fá að halda heimsmeistaramótið í knattspyrnu árið 2030. Sádar munu fjármagna kostnaðinn við uppbyggingu á mannvirkjum í Grikklandi og Egyptalandi fyrir mótið. Tilraun þessara þriggja þjóða til að halda HM 2030 hefur ekki verið staðfest opinberlega af þjóðunum sjálfum en breska blaðið Times telur sig hafa öruggar heimildir fyrir því að fulltrúar þessara landa hafa rætt saman að undanförnu og komist að ofangreindu samkomulagi. Formleg tilkynning frá þjóðunum er að vænta á allra næstu dögum. Sádi-Arabía hefur verið að koma sér á kortið í íþróttaheiminum að undanförnu. Hin umdeilda LIV mótaröð í golfi er fjármögnuð af Sádum og hefur valdið miklu fjaðrafoki í heimi golfsins. Sádar hafa einnig haslað sér völl í Formúlu eitt. Kappaksturinn hefur aðeins tvisvar farið fram þar í landi en í bæði skipti á síðastliðnu ári. Þá keypti fjárfestingarsjóður á vegum Sáda enska knattspyrnuliðið Newcastle fyrir tæpu ári síðan sem gerði Newcastle eitt af ríkustu félögum í heimi. Þrátt fyrir að umsókn Sáda hefur ekki enn farið í gegnum formlegt umsóknarferli þá hefur hún strax mætt andspyrnu. Samtökin Amnesty International gáfu út yfirlýsingu sem sagði ómögulegt að mótið færi fram í Sádi-Arabíu vegna mannréttindabrota sem þar eru framin. FIFA HM 2022 í Katar Sádi-Arabía Tengdar fréttir Hamilton vill sjá breytingar í Sádi-Arabíu Lewis Hamilton, einn besti ökumaður Formúlu 1 frá upphafi, hefur tjáð sig um stöðu mála í Sádi-Arabíu en keppni helgarinnar í F1 mun fara þar fram. Verður það annar kappakstur Formúlunnar í landinu. 26. mars 2022 09:00 Sádi-Arabía vill halda HM 2030 með aðstoð Ítalíu Sádi-Arabía ætlar að fá Ítalíu með sér í lið og halda heimsmeistarakeppnina í fótbolta árið 2030 saman. Rúmlega 5000 kílómetrar eru á milli landanna en það virðist litlu máli skipta. 16. júlí 2021 14:01 Eru Sádar að eyðileggja golfið? Þó að Sádi-Aröbum hafi ekki tekist að lokka Tiger Woods yfir á hina nýju LIV-mótaröð í golfi, alla vega ekki enn, stendur golfheimurinn nú klofinn eftir að stór hópur kylfinga úr fremstu röð hefur þegið þær himinháu fjárhæðir sem þar eru í boði. 16. júní 2022 08:00 Ný treyja Newcastle eins og landsliðstreyja Sáda Leikmenn Newcastle munu spila leiki á næstu leiktíð í treyju sem þykir nánast nákvæmlega eins og landsliðstreyja Sádi-Arabíu, á fyrstu heilu leiktíðinni eftir að Sádar eignuðust félagið. 13. maí 2022 12:31 Segir að ríkasti klúbbur heims þurfi að vera raunsær í janúarglugganum Eddi Howe, knattspyrnustjóri Newcastle sem varð í haust ríkasta knattspyrnufélag heims, segir að klúbburinn þurfi að vera raunsær þegar janúarglugginn opnar eftir örfáa daga. 26. desember 2021 11:16 Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira
Sádi-Arabía, ásamt Egyptum og Grikkjum, ætla að senda inn sameiginlega umsókn til þess að fá að halda heimsmeistaramótið í knattspyrnu árið 2030. Sádar munu fjármagna kostnaðinn við uppbyggingu á mannvirkjum í Grikklandi og Egyptalandi fyrir mótið. Tilraun þessara þriggja þjóða til að halda HM 2030 hefur ekki verið staðfest opinberlega af þjóðunum sjálfum en breska blaðið Times telur sig hafa öruggar heimildir fyrir því að fulltrúar þessara landa hafa rætt saman að undanförnu og komist að ofangreindu samkomulagi. Formleg tilkynning frá þjóðunum er að vænta á allra næstu dögum. Sádi-Arabía hefur verið að koma sér á kortið í íþróttaheiminum að undanförnu. Hin umdeilda LIV mótaröð í golfi er fjármögnuð af Sádum og hefur valdið miklu fjaðrafoki í heimi golfsins. Sádar hafa einnig haslað sér völl í Formúlu eitt. Kappaksturinn hefur aðeins tvisvar farið fram þar í landi en í bæði skipti á síðastliðnu ári. Þá keypti fjárfestingarsjóður á vegum Sáda enska knattspyrnuliðið Newcastle fyrir tæpu ári síðan sem gerði Newcastle eitt af ríkustu félögum í heimi. Þrátt fyrir að umsókn Sáda hefur ekki enn farið í gegnum formlegt umsóknarferli þá hefur hún strax mætt andspyrnu. Samtökin Amnesty International gáfu út yfirlýsingu sem sagði ómögulegt að mótið færi fram í Sádi-Arabíu vegna mannréttindabrota sem þar eru framin.
FIFA HM 2022 í Katar Sádi-Arabía Tengdar fréttir Hamilton vill sjá breytingar í Sádi-Arabíu Lewis Hamilton, einn besti ökumaður Formúlu 1 frá upphafi, hefur tjáð sig um stöðu mála í Sádi-Arabíu en keppni helgarinnar í F1 mun fara þar fram. Verður það annar kappakstur Formúlunnar í landinu. 26. mars 2022 09:00 Sádi-Arabía vill halda HM 2030 með aðstoð Ítalíu Sádi-Arabía ætlar að fá Ítalíu með sér í lið og halda heimsmeistarakeppnina í fótbolta árið 2030 saman. Rúmlega 5000 kílómetrar eru á milli landanna en það virðist litlu máli skipta. 16. júlí 2021 14:01 Eru Sádar að eyðileggja golfið? Þó að Sádi-Aröbum hafi ekki tekist að lokka Tiger Woods yfir á hina nýju LIV-mótaröð í golfi, alla vega ekki enn, stendur golfheimurinn nú klofinn eftir að stór hópur kylfinga úr fremstu röð hefur þegið þær himinháu fjárhæðir sem þar eru í boði. 16. júní 2022 08:00 Ný treyja Newcastle eins og landsliðstreyja Sáda Leikmenn Newcastle munu spila leiki á næstu leiktíð í treyju sem þykir nánast nákvæmlega eins og landsliðstreyja Sádi-Arabíu, á fyrstu heilu leiktíðinni eftir að Sádar eignuðust félagið. 13. maí 2022 12:31 Segir að ríkasti klúbbur heims þurfi að vera raunsær í janúarglugganum Eddi Howe, knattspyrnustjóri Newcastle sem varð í haust ríkasta knattspyrnufélag heims, segir að klúbburinn þurfi að vera raunsær þegar janúarglugginn opnar eftir örfáa daga. 26. desember 2021 11:16 Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira
Hamilton vill sjá breytingar í Sádi-Arabíu Lewis Hamilton, einn besti ökumaður Formúlu 1 frá upphafi, hefur tjáð sig um stöðu mála í Sádi-Arabíu en keppni helgarinnar í F1 mun fara þar fram. Verður það annar kappakstur Formúlunnar í landinu. 26. mars 2022 09:00
Sádi-Arabía vill halda HM 2030 með aðstoð Ítalíu Sádi-Arabía ætlar að fá Ítalíu með sér í lið og halda heimsmeistarakeppnina í fótbolta árið 2030 saman. Rúmlega 5000 kílómetrar eru á milli landanna en það virðist litlu máli skipta. 16. júlí 2021 14:01
Eru Sádar að eyðileggja golfið? Þó að Sádi-Aröbum hafi ekki tekist að lokka Tiger Woods yfir á hina nýju LIV-mótaröð í golfi, alla vega ekki enn, stendur golfheimurinn nú klofinn eftir að stór hópur kylfinga úr fremstu röð hefur þegið þær himinháu fjárhæðir sem þar eru í boði. 16. júní 2022 08:00
Ný treyja Newcastle eins og landsliðstreyja Sáda Leikmenn Newcastle munu spila leiki á næstu leiktíð í treyju sem þykir nánast nákvæmlega eins og landsliðstreyja Sádi-Arabíu, á fyrstu heilu leiktíðinni eftir að Sádar eignuðust félagið. 13. maí 2022 12:31
Segir að ríkasti klúbbur heims þurfi að vera raunsær í janúarglugganum Eddi Howe, knattspyrnustjóri Newcastle sem varð í haust ríkasta knattspyrnufélag heims, segir að klúbburinn þurfi að vera raunsær þegar janúarglugginn opnar eftir örfáa daga. 26. desember 2021 11:16