Stafræna lestin á fleygiferð — en komast allir með? Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir skrifar 9. september 2022 17:02 Reglulega berast Landssamtökunum Þroskahjálp erindi frá fötluðu fólki, aðstandendum og starfsfólki sem vinnur með fötluðu fólki, þar sem sagt er frá miklum hindrunum þegar kemur að stafrænum samskiptum við hið opinbera. Sumar þessarra frásagna hafa ratað í fjölmiðla. Nokkur af þeim málum sem hafa komið inn á borð Þroskahjálpar: Kona með þroskahömlun fór í krabbameinsskoðun og fær ekki niðurstöður sínar afhentar vegna þess að hún er ekki með rafræn skilríki til þess að komast inn á Heilsuveru. Ungur maður getur ekki fengið lyf afhent í apóteki vegna þess að hann getur ekki tjáð sig með hefðbundnum hætti. Eina leiðin til þess að aðstandandi eða aðstoðarfólk geti fengið umboð til þess að sækja lyf er í gegnum Heilsuveru. Sama er uppi á teningnum þegar kemur að því að endurnýja lyfsseðla. Oft er um að ræða lífsnauðsynleg lyf. Eina leiðin er að treysta á að lyfjafræðingar í apótekum sýni samúð og veiti undanþágur. Nýlega 18 ára drengur hefur alla ævi fengið aðstoð frá foreldrum sínum við að sinna fjármálum sínum. Eftir 18 ára aldur hafa þau ekki lengur aðgang að heimabanka hans, og ekki hann heldur vegna þess að hann hefur ekki rafræn skilríki. Þetta veldur því að peningar hans eru læstir inni á bankabókum sem enginn hefur aðgang að. Þá berast greiðsluseðlar í heimabankann sem enginn veit af, fyrr en kröfubréf berast frá innheimtustofnunum á heimili viðkomandi. Þá fer mikil vinna í að vinda ofan af himinháum innheimtukostnaði og dráttarvöxtum sem kostar mikla vinnu og fyrirhöfn, og veldur oft fjárhagslegum skaða. Er sjálfræðissvipting eðlileg lausn við tæknivanda? Öll þessi dæmi hafa komið ítrekað fram í frásögnum aðstandenda og eru ekki einsdæmi. Þá hefur Þroskahjálp fengið af því fregnir að aðstandendum hafi verið ráðlagt að svipta fatlað fólk sjálfræði til þess að aðstandendur eða starfsfólk sem vinnur með því, fái full yfirráð yfir málum þess — og þar af leiðandi aðgang að stafrænum opinberum síðum. Þetta er grafalvarlegt og gróf aðför að mannréttindum, sjálfstæði og sjálfsákvörðunarrétti fatlaðs fólks, og hefur margvísleg skaðleg áhrif á líf fólks. Þá er þetta í hrópandi andstöðu við samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem íslensk stjórnvöld hafa fullgilt og segjast ætla að lögfesta. Í einhverjum tilvikum hefur fatlað fólk verið svipt sjálfræði vegna þessara stafrænu hindrana, í skugga örvæntingar og úrræðaleysi aðstandenda. Fólki með þroskahömlun og skyldar fatlanir er neitað um rafræn skilríki, sem allir aðrir íbúar landsins hafa aðgang að. Þetta skapar algjört neyðarástand í lífi fólks. Ástæðan fyrir því að það fær ekki rafræn skilríki er sú að fatlað fólk á oft í erfiðleikum með að velja sér fjögurra stafa PIN númer og leggja það á minnið, án aðstoðar. Einnig eru dæmi um að fólk hafi verið neitað um rafræn skilríki þrátt fyrir að það geti valið sér PIN númer sjálft, vegna þess að starfsmaðurinn sem býr til skilríkin metur það sem svo, að eigin geðþótta, að fatlaði einstaklingurinn geti ekki sýslað með sín mál sjálfur. Öllum hlýtur að vera ljóst að það er fjöldi einstaklinga í samfélaginu sem hefur rafræn skilríki, en makar og aðrir fjölskyldumeðlimir skrá sig inn og aðstoða þá við að sinna þeim verkefnum sem þarf að sinna þannig. Fatlað fólk þarf oft mikinn stuðning í daglegu lífi, s.s við stuðning við utanumhald með fjármál, stuðning við að skipuleggja daglegt líf, sinna heilbrigðismálum sínum o.fl. Mannréttindaskuldbindingar stjórnvalda taka mið af þeirri þörf. Þegar aðstandandi eða aðstoðarmanneskja skráir einstaklinginn inn með rafrænum skilríkjum, þá myndast enginn rekjanleiki um það hver er að aðstoða einstaklinginn við að t.d. panta tíma hjá lækni í Heilsuveru eða borga reikninga í heimabanka. Það er skiljanlegt að vilja tryggja þennan rekjanleika en hins vegar er staðan þannig núna að einstaklingar eru alveg læstir úti þegar kemur að nýtingu þeirrar lífsnauðsynlegu þjónustu sem rafræn skilríki veita aðgang að. Margt fatlað fólk notar enn Íslykil, sem hefur sama galla – það er að tryggja ekki rekjanleika. Þannig skapast hætta á misnotkun, sem ekki er endilega hægt að sjá samstundis hver stendur að baki. Landssamtökin Þroskahjálp hafa beitt sér kröftuglega fyrir því að Íslykill haldist inni, en mismunandi er á milli stofnanna hvort það sé enn leyft. Íslykillinn er einfaldari í notkun, með notendanafni og lykilorði, sem gerir fólki kleift að nýta sér stafræna þjónustu að einhverju leyti. Óljóst er hve lengi Íslykillinn í notkun, en stjórnvöld vinna að útfösun hans. Þá hefur Þroskahjálp margítrekað bent stjórnvöldum á það neyðarástand sem uppi er, en staðan hefur verið með þessum hætti árum saman. Búum til plan Mikilvægt er að gerður verði rammi um stafræn aðgengis- og réttindamál er varða mannréttindi í breiðum skilningi, en sér í lagi þegar kemur að jaðarsettum hópum í samfélaginu og þá sérstaklega fötluðu fólki. Stjórnvöld verða að viðurkenna og vinna samkvæmt skuldbindingum sínum á sviði mannréttinda og fella þær skuldbindingar inn í lög, reglugerðir og stefnu um stafræn mál. Afar mikilvægt er að þess sé gætt við stefnumótun, setningu laga og reglna og framkvæmd hvað varðar þróun og nýtingu stafrænnar tækni að fatlað fólk njóti góðs af þessari tækni en ekki verið aukið við þá miklu og margvíslegu jaðarsetningu sem hópurinn býr þegar við. Mikil hætta er á að slíkt leiði af sér minni tækifæri til virkrar þátttöku í samfélaginu og auki aðgreiningu, en meginmarkmið samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er að tryggja þátttöku, sjálfstæði og virkni án aðgreiningar. Umboðsmaður Alþingis fjallaði um vandann í nýbirtri árskýrslu fyrir árið 2021, og þrýsti þar á stjórnvöld að tryggja að stafræn framþróun og nýting á tækninni taki tillit til fatlaðs fólks og annarra jaðarsettra hópa. Stjórnvöld hafa virt að vettugi þær aðfinnslur og ábendingar sem þar koma fram. Breytum kerfinu, ekki fólki Stafræna lestin er á fleygiferð og stjórnvöld verja milljörðum í verkefni tengd stafrænni framþróun. Á sama tíma er ljóst að mjög margir sitja eftir, og hafa ekki aðgang að þessum nýja veruleika. Ef kerfin okkar virka ekki þarf að breyta þeim, en ekki að knésetja og niðurlægja fatlað fólk og aðstandendur þeirra með endalausri hringavitleysu og innantómum loforðum um breytingar þar til þau gefast hreinlega upp. Tæknin getur leyst öll þessum vandamál, rétt eins og hún getur búið þau til. Allt sem þarf er raunverulegur vilji og nægilegt fjármagn til þess. Höfundur er verkefnastjóri hjá Landssamtökunum Þroskahjálp Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Sjá meira
Reglulega berast Landssamtökunum Þroskahjálp erindi frá fötluðu fólki, aðstandendum og starfsfólki sem vinnur með fötluðu fólki, þar sem sagt er frá miklum hindrunum þegar kemur að stafrænum samskiptum við hið opinbera. Sumar þessarra frásagna hafa ratað í fjölmiðla. Nokkur af þeim málum sem hafa komið inn á borð Þroskahjálpar: Kona með þroskahömlun fór í krabbameinsskoðun og fær ekki niðurstöður sínar afhentar vegna þess að hún er ekki með rafræn skilríki til þess að komast inn á Heilsuveru. Ungur maður getur ekki fengið lyf afhent í apóteki vegna þess að hann getur ekki tjáð sig með hefðbundnum hætti. Eina leiðin til þess að aðstandandi eða aðstoðarfólk geti fengið umboð til þess að sækja lyf er í gegnum Heilsuveru. Sama er uppi á teningnum þegar kemur að því að endurnýja lyfsseðla. Oft er um að ræða lífsnauðsynleg lyf. Eina leiðin er að treysta á að lyfjafræðingar í apótekum sýni samúð og veiti undanþágur. Nýlega 18 ára drengur hefur alla ævi fengið aðstoð frá foreldrum sínum við að sinna fjármálum sínum. Eftir 18 ára aldur hafa þau ekki lengur aðgang að heimabanka hans, og ekki hann heldur vegna þess að hann hefur ekki rafræn skilríki. Þetta veldur því að peningar hans eru læstir inni á bankabókum sem enginn hefur aðgang að. Þá berast greiðsluseðlar í heimabankann sem enginn veit af, fyrr en kröfubréf berast frá innheimtustofnunum á heimili viðkomandi. Þá fer mikil vinna í að vinda ofan af himinháum innheimtukostnaði og dráttarvöxtum sem kostar mikla vinnu og fyrirhöfn, og veldur oft fjárhagslegum skaða. Er sjálfræðissvipting eðlileg lausn við tæknivanda? Öll þessi dæmi hafa komið ítrekað fram í frásögnum aðstandenda og eru ekki einsdæmi. Þá hefur Þroskahjálp fengið af því fregnir að aðstandendum hafi verið ráðlagt að svipta fatlað fólk sjálfræði til þess að aðstandendur eða starfsfólk sem vinnur með því, fái full yfirráð yfir málum þess — og þar af leiðandi aðgang að stafrænum opinberum síðum. Þetta er grafalvarlegt og gróf aðför að mannréttindum, sjálfstæði og sjálfsákvörðunarrétti fatlaðs fólks, og hefur margvísleg skaðleg áhrif á líf fólks. Þá er þetta í hrópandi andstöðu við samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem íslensk stjórnvöld hafa fullgilt og segjast ætla að lögfesta. Í einhverjum tilvikum hefur fatlað fólk verið svipt sjálfræði vegna þessara stafrænu hindrana, í skugga örvæntingar og úrræðaleysi aðstandenda. Fólki með þroskahömlun og skyldar fatlanir er neitað um rafræn skilríki, sem allir aðrir íbúar landsins hafa aðgang að. Þetta skapar algjört neyðarástand í lífi fólks. Ástæðan fyrir því að það fær ekki rafræn skilríki er sú að fatlað fólk á oft í erfiðleikum með að velja sér fjögurra stafa PIN númer og leggja það á minnið, án aðstoðar. Einnig eru dæmi um að fólk hafi verið neitað um rafræn skilríki þrátt fyrir að það geti valið sér PIN númer sjálft, vegna þess að starfsmaðurinn sem býr til skilríkin metur það sem svo, að eigin geðþótta, að fatlaði einstaklingurinn geti ekki sýslað með sín mál sjálfur. Öllum hlýtur að vera ljóst að það er fjöldi einstaklinga í samfélaginu sem hefur rafræn skilríki, en makar og aðrir fjölskyldumeðlimir skrá sig inn og aðstoða þá við að sinna þeim verkefnum sem þarf að sinna þannig. Fatlað fólk þarf oft mikinn stuðning í daglegu lífi, s.s við stuðning við utanumhald með fjármál, stuðning við að skipuleggja daglegt líf, sinna heilbrigðismálum sínum o.fl. Mannréttindaskuldbindingar stjórnvalda taka mið af þeirri þörf. Þegar aðstandandi eða aðstoðarmanneskja skráir einstaklinginn inn með rafrænum skilríkjum, þá myndast enginn rekjanleiki um það hver er að aðstoða einstaklinginn við að t.d. panta tíma hjá lækni í Heilsuveru eða borga reikninga í heimabanka. Það er skiljanlegt að vilja tryggja þennan rekjanleika en hins vegar er staðan þannig núna að einstaklingar eru alveg læstir úti þegar kemur að nýtingu þeirrar lífsnauðsynlegu þjónustu sem rafræn skilríki veita aðgang að. Margt fatlað fólk notar enn Íslykil, sem hefur sama galla – það er að tryggja ekki rekjanleika. Þannig skapast hætta á misnotkun, sem ekki er endilega hægt að sjá samstundis hver stendur að baki. Landssamtökin Þroskahjálp hafa beitt sér kröftuglega fyrir því að Íslykill haldist inni, en mismunandi er á milli stofnanna hvort það sé enn leyft. Íslykillinn er einfaldari í notkun, með notendanafni og lykilorði, sem gerir fólki kleift að nýta sér stafræna þjónustu að einhverju leyti. Óljóst er hve lengi Íslykillinn í notkun, en stjórnvöld vinna að útfösun hans. Þá hefur Þroskahjálp margítrekað bent stjórnvöldum á það neyðarástand sem uppi er, en staðan hefur verið með þessum hætti árum saman. Búum til plan Mikilvægt er að gerður verði rammi um stafræn aðgengis- og réttindamál er varða mannréttindi í breiðum skilningi, en sér í lagi þegar kemur að jaðarsettum hópum í samfélaginu og þá sérstaklega fötluðu fólki. Stjórnvöld verða að viðurkenna og vinna samkvæmt skuldbindingum sínum á sviði mannréttinda og fella þær skuldbindingar inn í lög, reglugerðir og stefnu um stafræn mál. Afar mikilvægt er að þess sé gætt við stefnumótun, setningu laga og reglna og framkvæmd hvað varðar þróun og nýtingu stafrænnar tækni að fatlað fólk njóti góðs af þessari tækni en ekki verið aukið við þá miklu og margvíslegu jaðarsetningu sem hópurinn býr þegar við. Mikil hætta er á að slíkt leiði af sér minni tækifæri til virkrar þátttöku í samfélaginu og auki aðgreiningu, en meginmarkmið samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er að tryggja þátttöku, sjálfstæði og virkni án aðgreiningar. Umboðsmaður Alþingis fjallaði um vandann í nýbirtri árskýrslu fyrir árið 2021, og þrýsti þar á stjórnvöld að tryggja að stafræn framþróun og nýting á tækninni taki tillit til fatlaðs fólks og annarra jaðarsettra hópa. Stjórnvöld hafa virt að vettugi þær aðfinnslur og ábendingar sem þar koma fram. Breytum kerfinu, ekki fólki Stafræna lestin er á fleygiferð og stjórnvöld verja milljörðum í verkefni tengd stafrænni framþróun. Á sama tíma er ljóst að mjög margir sitja eftir, og hafa ekki aðgang að þessum nýja veruleika. Ef kerfin okkar virka ekki þarf að breyta þeim, en ekki að knésetja og niðurlægja fatlað fólk og aðstandendur þeirra með endalausri hringavitleysu og innantómum loforðum um breytingar þar til þau gefast hreinlega upp. Tæknin getur leyst öll þessum vandamál, rétt eins og hún getur búið þau til. Allt sem þarf er raunverulegur vilji og nægilegt fjármagn til þess. Höfundur er verkefnastjóri hjá Landssamtökunum Þroskahjálp
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun