„Þurfum að búa okkur vel undir báða möguleikana“ Sindri Sverrisson skrifar 9. september 2022 17:02 Þorsteinn Halldórsson og hans lið eru einum sigri frá sæti á HM. Sá sigur verður hins vegar afar torsóttur. VÍSIR/VILHELM Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, segir að liðið muni koma saman til æfinga á meginlandi Evrópu ekki á Íslandi, fyrir umspilsleikinn 11. október um sæti á HM. Ísland mætir sigurliðinu úr leik Portúgals og Belgíu, á útivelli, í stökum leik um það að komast á HM. „Tveir góðir andstæðingar og þetta er útileikur, sem er kannski ekki draumurinn, en möguleiki og við tökum þessum andstæðingum bara og undirbúum okkur vel,“ voru fyrstu viðbrögð Þorsteins við drættinum. Það kemur ekki í ljós fyrr en fimmtudagskvöldið 6. október hvorum andstæðingnum Ísland mætir. Finna stað sem auðvelt verður að ferðast frá „Væntanlega komum við saman einhvers staðar á meginlandi Evrópu, viku fyrir leik eða svo, og byrjum bara að undirbúa okkur með tilliti til einfaldra flugsamgangna í leikinn. Við þurfum að skipuleggja okkur út frá því líka. Það er örugglega skrýtið að undirbúa sig þegar maður veit það ekki fyrr en á fimmtudagskvöldi hver andstæðingurinn verður. Þó maður sé búinn að undirbúa helling fram að því þá verður lokaniðurstaðan ekkert klár fyrr en á fimmtudagskvöldi; í hvaða landi við spilum og við hverjar. Það þarf að huga að ýmsu áður en maður mætir á leikstað,“ segir Þorsteinn sem segir lítið hægt að spá fyrir um hvort að Portúgal eða Belgía vinni og mæti Íslandi: Óvissa varðandi Karólínu Leu „Ég tel að þetta verði bara hörkuleikur á milli þessara liða og maður veit raunverulega ekkert hvort liðið mun vinna. Við þurfum bara að búa okkur vel undir báða möguleikana“ segir Þorsteinn. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir missti af leiknum mikilvæga við Holland á þriðjudagskvöld, vegna meiðsla aftan í læri, og er hún helsta spurningamerkið í dag varðandi leikinn 11. október. „Það á eftir að koma í ljós,“ sagði Þorsteinn aðspurður hvort hann yrði með sitt sterkasta lið. „Það eru leikir framundan hjá stelpunum og það getur allt gerst. Mesta óvissan er kannski með Karólínu Leu, og svo spurningamerki með Cecilíu [Rán Rúnarsdóttur] hvort að hún verði klár. Að öðru leyti held ég að allar verði klárar eins og staðan er í dag,“ segir Þorsteinn en nánar er rætt við hann í viðtalinu hér að neðan. Klippa: Þorsteinn um HM-umspilið Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Tengdar fréttir Utan vallar: Ógeðslega ósanngjarnt Ég botna ekki í því hvert alþjóðafótboltinn er að stefna með því að láta heppni ráða svona miklu um það hvaða þjóðir komast á stórmót, eins og raunin er farin að vera varðandi umspil í Evrópu. Ætli Ísland verði aftur eins óheppið í dag og árið 2020? 9. september 2022 09:32 „Svo halda allir of fljótt að það verði bara hægt að vinna Ísland“ Þjálfari Belgíu segir að liðsins bíði erfitt verkefni við að komast á HM kvenna í fótbolta. Liðið þarf að slá út Portúgal og Ísland til að ná því. 9. september 2022 15:02 „Held að það sé mjög mikill séns þarna“ Valsvarnarmúrinn, sem þær Mist Edvardsdóttir og Arna Sif Ásgrímsdóttir hafa mótað svo myndarlega í sumar, telur líklegast að Ísland muni mæta Belgíu frekar en Portúgal í umspilsleiknum um sæti á HM kvenna í fótbolta. 9. september 2022 15:33 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Sjá meira
Ísland mætir sigurliðinu úr leik Portúgals og Belgíu, á útivelli, í stökum leik um það að komast á HM. „Tveir góðir andstæðingar og þetta er útileikur, sem er kannski ekki draumurinn, en möguleiki og við tökum þessum andstæðingum bara og undirbúum okkur vel,“ voru fyrstu viðbrögð Þorsteins við drættinum. Það kemur ekki í ljós fyrr en fimmtudagskvöldið 6. október hvorum andstæðingnum Ísland mætir. Finna stað sem auðvelt verður að ferðast frá „Væntanlega komum við saman einhvers staðar á meginlandi Evrópu, viku fyrir leik eða svo, og byrjum bara að undirbúa okkur með tilliti til einfaldra flugsamgangna í leikinn. Við þurfum að skipuleggja okkur út frá því líka. Það er örugglega skrýtið að undirbúa sig þegar maður veit það ekki fyrr en á fimmtudagskvöldi hver andstæðingurinn verður. Þó maður sé búinn að undirbúa helling fram að því þá verður lokaniðurstaðan ekkert klár fyrr en á fimmtudagskvöldi; í hvaða landi við spilum og við hverjar. Það þarf að huga að ýmsu áður en maður mætir á leikstað,“ segir Þorsteinn sem segir lítið hægt að spá fyrir um hvort að Portúgal eða Belgía vinni og mæti Íslandi: Óvissa varðandi Karólínu Leu „Ég tel að þetta verði bara hörkuleikur á milli þessara liða og maður veit raunverulega ekkert hvort liðið mun vinna. Við þurfum bara að búa okkur vel undir báða möguleikana“ segir Þorsteinn. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir missti af leiknum mikilvæga við Holland á þriðjudagskvöld, vegna meiðsla aftan í læri, og er hún helsta spurningamerkið í dag varðandi leikinn 11. október. „Það á eftir að koma í ljós,“ sagði Þorsteinn aðspurður hvort hann yrði með sitt sterkasta lið. „Það eru leikir framundan hjá stelpunum og það getur allt gerst. Mesta óvissan er kannski með Karólínu Leu, og svo spurningamerki með Cecilíu [Rán Rúnarsdóttur] hvort að hún verði klár. Að öðru leyti held ég að allar verði klárar eins og staðan er í dag,“ segir Þorsteinn en nánar er rætt við hann í viðtalinu hér að neðan. Klippa: Þorsteinn um HM-umspilið
Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Tengdar fréttir Utan vallar: Ógeðslega ósanngjarnt Ég botna ekki í því hvert alþjóðafótboltinn er að stefna með því að láta heppni ráða svona miklu um það hvaða þjóðir komast á stórmót, eins og raunin er farin að vera varðandi umspil í Evrópu. Ætli Ísland verði aftur eins óheppið í dag og árið 2020? 9. september 2022 09:32 „Svo halda allir of fljótt að það verði bara hægt að vinna Ísland“ Þjálfari Belgíu segir að liðsins bíði erfitt verkefni við að komast á HM kvenna í fótbolta. Liðið þarf að slá út Portúgal og Ísland til að ná því. 9. september 2022 15:02 „Held að það sé mjög mikill séns þarna“ Valsvarnarmúrinn, sem þær Mist Edvardsdóttir og Arna Sif Ásgrímsdóttir hafa mótað svo myndarlega í sumar, telur líklegast að Ísland muni mæta Belgíu frekar en Portúgal í umspilsleiknum um sæti á HM kvenna í fótbolta. 9. september 2022 15:33 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Sjá meira
Utan vallar: Ógeðslega ósanngjarnt Ég botna ekki í því hvert alþjóðafótboltinn er að stefna með því að láta heppni ráða svona miklu um það hvaða þjóðir komast á stórmót, eins og raunin er farin að vera varðandi umspil í Evrópu. Ætli Ísland verði aftur eins óheppið í dag og árið 2020? 9. september 2022 09:32
„Svo halda allir of fljótt að það verði bara hægt að vinna Ísland“ Þjálfari Belgíu segir að liðsins bíði erfitt verkefni við að komast á HM kvenna í fótbolta. Liðið þarf að slá út Portúgal og Ísland til að ná því. 9. september 2022 15:02
„Held að það sé mjög mikill séns þarna“ Valsvarnarmúrinn, sem þær Mist Edvardsdóttir og Arna Sif Ásgrímsdóttir hafa mótað svo myndarlega í sumar, telur líklegast að Ísland muni mæta Belgíu frekar en Portúgal í umspilsleiknum um sæti á HM kvenna í fótbolta. 9. september 2022 15:33