Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir les fréttir í kvöld.
Erla Björg Gunnarsdóttir les fréttir í kvöld.

Elísabet önnur Bretlandsdrottning er látin, 96 ára að aldri. Heilsu drottninarinnar hafði hrakað hratt á undanförnum mánuðum en hún var stödd í kastala sínum í Skotlandi þegar hún lést. Enginn hefur setið lengur á konungsstóli í Bretlandi en hún.

Í kvöldfréttatímanum förum við yfir nýjustu vendingar í Úkraínu. Úkraínuher er í gríðarlegri gagnsókn og er sagður hafa frelsað tuttugu þorp og bæi undan yfirráðum Rússa í Kharkív héraði.

Leikkonan Edda Björgvinsdóttir segir Píeta samtökin hafa bjargað fjölskyldu sinni eftir að leikarinn Gísli Rúnar Jónsson féll fyrir eigin hendi fyrir rúmum tveimur árum. Hræðilegt hafi verið að vita ekki af þeim fyrr en lífsnauðsynlegt sé að aðrir viti hvert þeir eigi að leita. Fjölskyldan ánafnaði Píeta samtökunum styrk í minningu Gísla við opnun í nýju húsnæði í dag.

Við verðum í beinni útsendingu frá Suðurlandi en hluti af nýjum Suðurlandsvegi var opnaður í dag þegar umferð var hleypt um nýtt hringtorg við Biskupstungnabraut.

Þá fjöllum við um nýstofnuð samtök fíkla, skoðum grósku í íbúðabyggingu í Skagafirði og hittum fyrir bónda sem sinnir ferðaþjónustu og syngur fyrir gesti. 

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×