Stærsta fréttaljósmyndasýning í heimi opnuð í Kringlunni Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 8. september 2022 16:02 Sigurjón Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar, Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, Baldvina Snælaugsdóttir, markaðsstjóri Kringlunnar, Kristinn Magnússon, formaður Blaðaljósmyndarafélags Íslands og Martha Echevarria, fulltrúi samtaka World Press Photo, við myndina sem valin var Fréttaljósmynd ársins. Bent Marinósson Stærsta fréttaljósmyndasamkeppni í heimi, World Press Photo, opnaði í dag í Kringlunni. Sýningin samanstendur af verðlaunaðri myndrænni blaðamennsku ársins 2021 auk stafrænna frásagna. World Press Photo hefur í mörg ár verið sýnd í Kringlunni en við hverja mynd er fróðlegur texti um myndefnið á íslensku og ensku. Ljósmyndin sem dómnefnd útnefndi sem Fréttaljósmynd ársins var tekin af kanadíska ljósmyndaranum Amber Bracken fyrir The New York Times og sjá má hér að neðan. Congratulations to Amber Bracken @photobracken who has won the World Press Photo of the Year. I spoke to her about this magnificent photo, her arrest, and much more. https://t.co/FmImLVtV9I pic.twitter.com/C08dyfUfZk— Marsha Lederman (@marshalederman) April 7, 2022 Fjöldagrafir með börnum frumbyggja í Kanada Myndin sýnir kjóla hanga á krossum meðfram vegkanti, til að minnast barna sem létust í Kamloops Indian Residential skólanum. Stofnunin var heimavistarskóli fyrir börn frumbyggja, rekinn í þeim tilgangi að aðlaga þau að kanadísku samfélagi. Þann 19.júní 2021 fundust grafir með líkamsleifum allt að 215 barna við skólann í Bresku Kólumbíu. Heimavistarskólar hófu göngu sína á 19. öld en starfsemin var liður í þeirri stefnu að aðlaga frumbyggja úr ýmsum samfélögum að vestrænni menningu. Allt að 150.000 börn voru tekin með valdi af heimilum sínum og þeim bannað að tjá sig á eigin tungumáli. Oft urðu þessi börn fórnarlömb líkamlegrar og kynferðislegrar misnotkunar. Rannsóknir hafa sýnt að að minnsta kosti 4,100 börn létust í skólum af þessu tagi. Kamloops-skólinn varð sá stærsti en í maí 2021 fundust með notkun ratsjáa allt að 215 grafir barna í kringum svæðið. Það var staðfesting á munnlegum heimildum, segir í fréttatilkynningu um sýninguna. Photo of the Day | Palestinian children gather with candles in Beit Lahia, Gaza, Palestine, after a protest by children in the neighborhood against attacks on Gaza, during a fragile ceasefire on 25 May 2021. By @FatimaMshbair, @GettyImages: https://t.co/YksmZ5H4Ha #WPPh2022 pic.twitter.com/4mXH0PxorQ— World Press Photo (@WorldPressPhoto) September 8, 2022 65 þúsund ljósmyndir sendar inn Að þessu sinni tóku þátt 4,066 atvinnuljósmyndarar frá 130 löndum og sendu inn 64,823 ljósmyndir. Dómnefndin veitti 44 ljósmyndurum verðlaun í 8 efnisflokkum og koma verðlaunahafar frá 24 löndum. Mennta- og barnamálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, opnaði sýninguna formlega við hátíðlega athöfn. Hún er sett upp í göngugötu á 1. og 2.hæð Kringlunnar og er opin á afgreiðslutíma verslunarmiðstöðvarinnar og mun standa yfir til 28.september. Why is press freedom important?This photo, awarded in the #WPPh2022 Contest, shows protesters using slingshots & homemade weapons in a clash with security forces, #Myanmar. The photographer remains anonymous for reasons of personal safety. Find out more: https://t.co/Zq4WJiqdz1 pic.twitter.com/ApIYHWiqjy— World Press Photo (@WorldPressPhoto) September 7, 2022 World Press Photo eru sjálfstæð samtök sem voru stofnuð í Hollandi árið 1955. Meginmarkmið þeirra er styðja við og kynna störf fréttaljósmyndara á alþjóðlegum vettvangi. Í gegnum tíðina hefur World Press Photo byggt upp sjálfstæðan vettvang fyrir fréttaljósmyndun og frjálsa upplýsingamiðlun. Til að gera markmið sín að veruleika stendur World Press Photo fyrir stærstu og veglegustu samkeppni heims á sviði fréttaljósmynda á hverju ári. Vinningsmyndunum er safnað saman í farandsýningu sem árlega nær til borga yfir 30 landa. Photo of the Day | A fresh tiger pugmark is discovered inside the private farmland, in the village of Ghosri near the Tadoba Andhari Tiger Reserve, in Chandrapur, India. Discover @artsenthil’s #WPPh2022 awarded project, ‘Boundaries: Human-Tiger Conflict’: https://t.co/xGHSbel9Um pic.twitter.com/hP6XfC0Atb— World Press Photo (@WorldPressPhoto) August 31, 2022 Ljósmyndun Kringlan Reykjavík Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Menning Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Lífið Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Menning Fleiri fréttir Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Ljósmyndin sem dómnefnd útnefndi sem Fréttaljósmynd ársins var tekin af kanadíska ljósmyndaranum Amber Bracken fyrir The New York Times og sjá má hér að neðan. Congratulations to Amber Bracken @photobracken who has won the World Press Photo of the Year. I spoke to her about this magnificent photo, her arrest, and much more. https://t.co/FmImLVtV9I pic.twitter.com/C08dyfUfZk— Marsha Lederman (@marshalederman) April 7, 2022 Fjöldagrafir með börnum frumbyggja í Kanada Myndin sýnir kjóla hanga á krossum meðfram vegkanti, til að minnast barna sem létust í Kamloops Indian Residential skólanum. Stofnunin var heimavistarskóli fyrir börn frumbyggja, rekinn í þeim tilgangi að aðlaga þau að kanadísku samfélagi. Þann 19.júní 2021 fundust grafir með líkamsleifum allt að 215 barna við skólann í Bresku Kólumbíu. Heimavistarskólar hófu göngu sína á 19. öld en starfsemin var liður í þeirri stefnu að aðlaga frumbyggja úr ýmsum samfélögum að vestrænni menningu. Allt að 150.000 börn voru tekin með valdi af heimilum sínum og þeim bannað að tjá sig á eigin tungumáli. Oft urðu þessi börn fórnarlömb líkamlegrar og kynferðislegrar misnotkunar. Rannsóknir hafa sýnt að að minnsta kosti 4,100 börn létust í skólum af þessu tagi. Kamloops-skólinn varð sá stærsti en í maí 2021 fundust með notkun ratsjáa allt að 215 grafir barna í kringum svæðið. Það var staðfesting á munnlegum heimildum, segir í fréttatilkynningu um sýninguna. Photo of the Day | Palestinian children gather with candles in Beit Lahia, Gaza, Palestine, after a protest by children in the neighborhood against attacks on Gaza, during a fragile ceasefire on 25 May 2021. By @FatimaMshbair, @GettyImages: https://t.co/YksmZ5H4Ha #WPPh2022 pic.twitter.com/4mXH0PxorQ— World Press Photo (@WorldPressPhoto) September 8, 2022 65 þúsund ljósmyndir sendar inn Að þessu sinni tóku þátt 4,066 atvinnuljósmyndarar frá 130 löndum og sendu inn 64,823 ljósmyndir. Dómnefndin veitti 44 ljósmyndurum verðlaun í 8 efnisflokkum og koma verðlaunahafar frá 24 löndum. Mennta- og barnamálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, opnaði sýninguna formlega við hátíðlega athöfn. Hún er sett upp í göngugötu á 1. og 2.hæð Kringlunnar og er opin á afgreiðslutíma verslunarmiðstöðvarinnar og mun standa yfir til 28.september. Why is press freedom important?This photo, awarded in the #WPPh2022 Contest, shows protesters using slingshots & homemade weapons in a clash with security forces, #Myanmar. The photographer remains anonymous for reasons of personal safety. Find out more: https://t.co/Zq4WJiqdz1 pic.twitter.com/ApIYHWiqjy— World Press Photo (@WorldPressPhoto) September 7, 2022 World Press Photo eru sjálfstæð samtök sem voru stofnuð í Hollandi árið 1955. Meginmarkmið þeirra er styðja við og kynna störf fréttaljósmyndara á alþjóðlegum vettvangi. Í gegnum tíðina hefur World Press Photo byggt upp sjálfstæðan vettvang fyrir fréttaljósmyndun og frjálsa upplýsingamiðlun. Til að gera markmið sín að veruleika stendur World Press Photo fyrir stærstu og veglegustu samkeppni heims á sviði fréttaljósmynda á hverju ári. Vinningsmyndunum er safnað saman í farandsýningu sem árlega nær til borga yfir 30 landa. Photo of the Day | A fresh tiger pugmark is discovered inside the private farmland, in the village of Ghosri near the Tadoba Andhari Tiger Reserve, in Chandrapur, India. Discover @artsenthil’s #WPPh2022 awarded project, ‘Boundaries: Human-Tiger Conflict’: https://t.co/xGHSbel9Um pic.twitter.com/hP6XfC0Atb— World Press Photo (@WorldPressPhoto) August 31, 2022
Ljósmyndun Kringlan Reykjavík Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Menning Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Lífið Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Menning Fleiri fréttir Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira