Kaupin á Walsh gætu markað vatnaskil í kvennafótboltans Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. september 2022 15:16 Keira Walsh og Lucy Bronze: Samherjar hjá Manchester Citu á síðustu leiktíð, Evrópumeistarar í sumar og samherjar hjá Barcelona á þessari leiktíð. Jonathan Moscrop/Getty Images Keira Walsh varð í gær dýrasti leikmaður í sögu kvennafótboltans í gær. Vissulega er um að ræða dropa í hafið er kemur að kaupum og sölum á leikmönnum karla megin en þó er talið að kaup Barcelona á miðjumanni Manchester City geti markað tímamót. Það sem vekur hvað helst athygli við kaupin er að hin 25 ára gamla Walsh verður samningslaus næsta sumar. Börsungar ákváðu hins vegar ekki að bíða og borguðu tæplega hálfa milljón punda (81 milljón) fyrir miðjumanninn. Annað sem vekur athygli er að Walsh spilar aðallega sem djúpur miðjumaður. Oftar nær eru það framherjar eða sóknarþenkjandi leikmenn sem fara á hvað hæstar upphæðir. Til að mynda var danski framherjinn Pernille Harder dýrasti leikmaður í sögu kvennafótboltans þangað til í gær en Chelsea keypti hana á 300 þúsund pund árið 2020. Á vef breska ríkisútvarpsins er bent á að félag eins og Barcelona, sem hefur átt í gríðarlegum fjárhagsvandræðum í sumar, hafi ákveðið að blása í herlúðra eftir það eitt að tapa úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Liðið vann alla deildarleiki sína ásamt því að vinna spænska bikarinn. Það beið hins vegar lægri hlut í úrslitaleik Meistaradeildarinnar og tókst ekki að verja titil sinn. Virðist sem það tap, og meiðsli Alexia Putellas, hafi gert það að verkum að Börsungar opnuðu veskið. Acord amb el Manchester City pel traspàs de Keira Walsh— FC Barcelona Femení (@FCBfemeni) September 7, 2022 Barcelona er nú komið tvo Evrópumeistara í sínar raðir en hægri bakvörðurinn Lucy Bronze gekk í raðir félagsins á frjálsri sölu fyrr í sumar. Hún kom einnig frá Manchester City og ljóst að City þarf að opna veskið áður en félagaskiptaglugginn lokar síðar í dag. Ensk lið hafa vissulega verið að eyða meiru undanfarið enda gefur nýr sjónvarpsamningur þar í landi liðunum enn meira fjármagn. Það virðist hins vegar sem að þau þurfi að spýta í lófana ef þau ætla sér að halda í við Barcelona og Lyon en franska liðið hefur árum saman verið eitt best rekna kvennalið Evrópu. Keira Walsh hefur til þessa spilað allan sinn feril með Manchester City. Alls vann hún átta titla með félagin, þar af fjórum sinnum ensku úrvalsdeildina. Nú er komið að því að safna titlum á Spáni. Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Sjá meira
Það sem vekur hvað helst athygli við kaupin er að hin 25 ára gamla Walsh verður samningslaus næsta sumar. Börsungar ákváðu hins vegar ekki að bíða og borguðu tæplega hálfa milljón punda (81 milljón) fyrir miðjumanninn. Annað sem vekur athygli er að Walsh spilar aðallega sem djúpur miðjumaður. Oftar nær eru það framherjar eða sóknarþenkjandi leikmenn sem fara á hvað hæstar upphæðir. Til að mynda var danski framherjinn Pernille Harder dýrasti leikmaður í sögu kvennafótboltans þangað til í gær en Chelsea keypti hana á 300 þúsund pund árið 2020. Á vef breska ríkisútvarpsins er bent á að félag eins og Barcelona, sem hefur átt í gríðarlegum fjárhagsvandræðum í sumar, hafi ákveðið að blása í herlúðra eftir það eitt að tapa úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Liðið vann alla deildarleiki sína ásamt því að vinna spænska bikarinn. Það beið hins vegar lægri hlut í úrslitaleik Meistaradeildarinnar og tókst ekki að verja titil sinn. Virðist sem það tap, og meiðsli Alexia Putellas, hafi gert það að verkum að Börsungar opnuðu veskið. Acord amb el Manchester City pel traspàs de Keira Walsh— FC Barcelona Femení (@FCBfemeni) September 7, 2022 Barcelona er nú komið tvo Evrópumeistara í sínar raðir en hægri bakvörðurinn Lucy Bronze gekk í raðir félagsins á frjálsri sölu fyrr í sumar. Hún kom einnig frá Manchester City og ljóst að City þarf að opna veskið áður en félagaskiptaglugginn lokar síðar í dag. Ensk lið hafa vissulega verið að eyða meiru undanfarið enda gefur nýr sjónvarpsamningur þar í landi liðunum enn meira fjármagn. Það virðist hins vegar sem að þau þurfi að spýta í lófana ef þau ætla sér að halda í við Barcelona og Lyon en franska liðið hefur árum saman verið eitt best rekna kvennalið Evrópu. Keira Walsh hefur til þessa spilað allan sinn feril með Manchester City. Alls vann hún átta titla með félagin, þar af fjórum sinnum ensku úrvalsdeildina. Nú er komið að því að safna titlum á Spáni.
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Sjá meira