Lífið

Kom börnunum út og selur nú höllina á Arnarnesi

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Ég SKAL koma þeim út, skrifaði Karl á auglýsingaskiltið.
Ég SKAL koma þeim út, skrifaði Karl á auglýsingaskiltið.

Ein vinsælasta eignin á Fasteignavef Vísis þessa vikuna er einbýlishús að Haukanesi 5 á Arnarnesinu. Húsið er 356,4 fermetrar og óskað er eftir tilboðum.

Eigandi eignarinnar er Karl Björgvin Brynjólfsson en hann sló í gegn hér á Vísi þegar hann auglýsti börnin sín á lausu í miðbæ Akureyrar. Myndin á skiltinu er einmitt tekin fyrir utan heimili þeirra að Haukanesi. 

„Ég er bara að reyna að koma börnunum mínum út. Þau eru 22 og 26 ára og þetta gengur ekkert. Þetta er búið að vera afar slakt hjá þeim báðum og þau búa enn heima hjá mömmu og pabba og ég er bara að reyna að koma þeim út,“ sagði Karl um uppátækið í samtali við fréttastofu. 

„Ég SKAL koma þeim út,“ skrifaði Karl á auglýsingaskiltið. Planið gekk eftir og bæði Kristófer og Edda voru stödd í sólinni á Tenerife með mökum sínum þegar fréttastofa náði tali af þeim í janúar á þessu ári. Fjölskylduheimilið er nú komið á sölu

Eignin er töluvert endurnýjuð og á svölunum er stór innbyggður pottur. Húsið var teiknað af Kjartani Sveinssyni og byggt af Guðbirni Guðjónssyni múrarameistars en súlur og stórir gluggar spila þar stórt hlutverk. Aukaíbúð er á jarðhæðinni. 

Fasteignaljósmyndun.isFasteignaljósmyndun.is
Fasteignaljósmyndun.is
Fasteignaljósmyndun.is
Fasteignaljósmyndun.is
Fasteignaljósmyndun.is
Fasteignaljósmyndun.is
Fasteignaljósmyndun.is
Fasteignaljósmyndun.is
Fasteignaljósmyndun.is
Fasteignaljósmyndun.is


Tengdar fréttir

„Þetta heppnaðist alveg hjá honum“

Mikla athygli vakti í vor þegar faðir nokkur brá á það óvenjulega ráð að auglýsa einhleypu börnin sín á lausu með það að markmiði að koma þeim út.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×