Grípa til mjög sérstakrar aðgerðar vegna fækkunar í íþróttafélaginu Snorri Másson skrifar 9. september 2022 08:01 Vogar á Vatnsleysuströnd voru heimsóttir í Íslandi í dag, þar sem menn hafa hleypt af stokk átaki sem hefur vakið nokkra athygli. Í „ástarmánuði“ Þróttar í Vogum eru íbúar hvattir til að leggja sitt af mörkum svo börnum fjölgi á ný í bæjarfélaginu. Allt um málið í innslaginu hér að ofan. Bæjarstjórinn sver af sér ábyrgð á átakinu en segir það þó í takt við áherslur stjórnvalda á staðnum. „Við viljum gjarnan stækka, og við viljum börn. Þeim hefur fækkað þó ótrúlegt megi virðast, þrátt fyrir að íbúðafjöldinn hafi vaxið. Hér er gríðarleg uppbygging að eiga sér stað. Og við gerum ráð fyrir því að hér muni íbúafjöldinn allt að því þrefaldast á innan við tíu árum, sem á sér sennilega ekki hliðstæðu á Íslandi,“ segir Gunnar Axel Axelsson bæjarstjóri. Marteinn Ægisson, framkvæmdastjóri Þróttar Vogum, segir íþróttafélagið hafa fundið fyrir því að undanförnu að þurfa að sameina yngri flokka í knattspyrnu og jafnvel íþróttagreinar. Marteinn Ægisson er framkvæmdastjóri Þróttar í Vogum. Hann segir fólk brosa meira eftir að átaki á vegum félagsins var ýtt úr vör.Bjarni Einarsson „Við höfum rýnt í stöðuna og úr varð að slá bara á létta strengi, reyna að hafa svolítið gaman af þessu, leysa þetta með samfélaginu og benda á hið raunverulega vandamál. Það þarf bara fleiri iðkendur,“ segir Marteinn. Því var efnt til ástarmánuðarins í samstarfi við Blush og þeim börnum boðinn ókeypis aðgangur að íþróttaskóla félagsins, sem fæðast að ákveðnum tíma liðnum frá september. Einnig var rætt við börn í Vogum, sem staðfestu það einarðlega að bæjarfélagið væri að sönnu barnvænt í alla staði. Betra en Reykjavík, meira að segja, og hvort tveggja gaman að renna sér í snjónum á veturna eða leika sér í aparólunni á sumrin. Sveitarstjórnarmál Vogar Þróttur Vogum Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Sjá meira
Bæjarstjórinn sver af sér ábyrgð á átakinu en segir það þó í takt við áherslur stjórnvalda á staðnum. „Við viljum gjarnan stækka, og við viljum börn. Þeim hefur fækkað þó ótrúlegt megi virðast, þrátt fyrir að íbúðafjöldinn hafi vaxið. Hér er gríðarleg uppbygging að eiga sér stað. Og við gerum ráð fyrir því að hér muni íbúafjöldinn allt að því þrefaldast á innan við tíu árum, sem á sér sennilega ekki hliðstæðu á Íslandi,“ segir Gunnar Axel Axelsson bæjarstjóri. Marteinn Ægisson, framkvæmdastjóri Þróttar Vogum, segir íþróttafélagið hafa fundið fyrir því að undanförnu að þurfa að sameina yngri flokka í knattspyrnu og jafnvel íþróttagreinar. Marteinn Ægisson er framkvæmdastjóri Þróttar í Vogum. Hann segir fólk brosa meira eftir að átaki á vegum félagsins var ýtt úr vör.Bjarni Einarsson „Við höfum rýnt í stöðuna og úr varð að slá bara á létta strengi, reyna að hafa svolítið gaman af þessu, leysa þetta með samfélaginu og benda á hið raunverulega vandamál. Það þarf bara fleiri iðkendur,“ segir Marteinn. Því var efnt til ástarmánuðarins í samstarfi við Blush og þeim börnum boðinn ókeypis aðgangur að íþróttaskóla félagsins, sem fæðast að ákveðnum tíma liðnum frá september. Einnig var rætt við börn í Vogum, sem staðfestu það einarðlega að bæjarfélagið væri að sönnu barnvænt í alla staði. Betra en Reykjavík, meira að segja, og hvort tveggja gaman að renna sér í snjónum á veturna eða leika sér í aparólunni á sumrin.
Sveitarstjórnarmál Vogar Þróttur Vogum Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Sjá meira