Grípa til mjög sérstakrar aðgerðar vegna fækkunar í íþróttafélaginu Snorri Másson skrifar 9. september 2022 08:01 Vogar á Vatnsleysuströnd voru heimsóttir í Íslandi í dag, þar sem menn hafa hleypt af stokk átaki sem hefur vakið nokkra athygli. Í „ástarmánuði“ Þróttar í Vogum eru íbúar hvattir til að leggja sitt af mörkum svo börnum fjölgi á ný í bæjarfélaginu. Allt um málið í innslaginu hér að ofan. Bæjarstjórinn sver af sér ábyrgð á átakinu en segir það þó í takt við áherslur stjórnvalda á staðnum. „Við viljum gjarnan stækka, og við viljum börn. Þeim hefur fækkað þó ótrúlegt megi virðast, þrátt fyrir að íbúðafjöldinn hafi vaxið. Hér er gríðarleg uppbygging að eiga sér stað. Og við gerum ráð fyrir því að hér muni íbúafjöldinn allt að því þrefaldast á innan við tíu árum, sem á sér sennilega ekki hliðstæðu á Íslandi,“ segir Gunnar Axel Axelsson bæjarstjóri. Marteinn Ægisson, framkvæmdastjóri Þróttar Vogum, segir íþróttafélagið hafa fundið fyrir því að undanförnu að þurfa að sameina yngri flokka í knattspyrnu og jafnvel íþróttagreinar. Marteinn Ægisson er framkvæmdastjóri Þróttar í Vogum. Hann segir fólk brosa meira eftir að átaki á vegum félagsins var ýtt úr vör.Bjarni Einarsson „Við höfum rýnt í stöðuna og úr varð að slá bara á létta strengi, reyna að hafa svolítið gaman af þessu, leysa þetta með samfélaginu og benda á hið raunverulega vandamál. Það þarf bara fleiri iðkendur,“ segir Marteinn. Því var efnt til ástarmánuðarins í samstarfi við Blush og þeim börnum boðinn ókeypis aðgangur að íþróttaskóla félagsins, sem fæðast að ákveðnum tíma liðnum frá september. Einnig var rætt við börn í Vogum, sem staðfestu það einarðlega að bæjarfélagið væri að sönnu barnvænt í alla staði. Betra en Reykjavík, meira að segja, og hvort tveggja gaman að renna sér í snjónum á veturna eða leika sér í aparólunni á sumrin. Sveitarstjórnarmál Vogar Þróttur Vogum Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Bæjarstjórinn sver af sér ábyrgð á átakinu en segir það þó í takt við áherslur stjórnvalda á staðnum. „Við viljum gjarnan stækka, og við viljum börn. Þeim hefur fækkað þó ótrúlegt megi virðast, þrátt fyrir að íbúðafjöldinn hafi vaxið. Hér er gríðarleg uppbygging að eiga sér stað. Og við gerum ráð fyrir því að hér muni íbúafjöldinn allt að því þrefaldast á innan við tíu árum, sem á sér sennilega ekki hliðstæðu á Íslandi,“ segir Gunnar Axel Axelsson bæjarstjóri. Marteinn Ægisson, framkvæmdastjóri Þróttar Vogum, segir íþróttafélagið hafa fundið fyrir því að undanförnu að þurfa að sameina yngri flokka í knattspyrnu og jafnvel íþróttagreinar. Marteinn Ægisson er framkvæmdastjóri Þróttar í Vogum. Hann segir fólk brosa meira eftir að átaki á vegum félagsins var ýtt úr vör.Bjarni Einarsson „Við höfum rýnt í stöðuna og úr varð að slá bara á létta strengi, reyna að hafa svolítið gaman af þessu, leysa þetta með samfélaginu og benda á hið raunverulega vandamál. Það þarf bara fleiri iðkendur,“ segir Marteinn. Því var efnt til ástarmánuðarins í samstarfi við Blush og þeim börnum boðinn ókeypis aðgangur að íþróttaskóla félagsins, sem fæðast að ákveðnum tíma liðnum frá september. Einnig var rætt við börn í Vogum, sem staðfestu það einarðlega að bæjarfélagið væri að sönnu barnvænt í alla staði. Betra en Reykjavík, meira að segja, og hvort tveggja gaman að renna sér í snjónum á veturna eða leika sér í aparólunni á sumrin.
Sveitarstjórnarmál Vogar Þróttur Vogum Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira