„Hefur verið draumur síðan maður var lítill pjakkur í ÍA“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. september 2022 09:31 Hákon Arnar Haraldsson í baráttunni við Raphael Guerreiro fyrr í vikunni. Joachim Bywaletz/Getty Images „Það var náttúrulega bara ótrúleg tilfinning að koma inn í svona stórum leik, hvað þá í Meistaradeildinni. Hefur verið draumur síðan maður var lítill pjakkur í ÍA. Þetta var bara ótrúlegt,“ sagði Hákon Arnar Haraldsson um innkomu sína í leik Borussia Dortmund og FC Kaupmannahafnar á þriðjudaginn var. Með því varð Hákon Arnar fimmtándi Íslendingurinn til að spila í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Reikna má með að leikirnir og mínúturnar verði fleiri en þetta var fyrsti leikurinn í riðlinum. Verkefnin verða ekkert auðveldari en FCK en liðið mætir Sevilla næst áður en það heimsækir Englandsmeistara Manchester City. „Þetta voru ekki úrslitin sem við vildum fá. Það er ekkert sérstakt að tapa 3-0 en að mér þá er ég mjög glaður hvað ég fæ mikið traust í liðinu. Þetta er alveg risaklúbbur í Skandinavíu og það er mikil pressa á að standa sig. Þeir gefa mér mikið traust og ég er mjög þakklátur að fá traustið í svona stórum leik,“ sagði Hákon Arnar en hann spilaði hálftíma gegn Dortmund ytra. „Ég myndi segja að það sé aðeins auðveldara að gíra sig upp fyrir Meistaradeildina. Þetta er náttúrulega stærsta sviðið sem maður getur verið á. Maður verður líka að gíra sig upp fyrir deildina, það er það sem kom okkur í þangað (í Meistaradeildina), að vinna deildina.“ „Markmiðið er alltaf að fara áfram en það er ekkert auðvelt. Við erum með mjög sterkum liðum í riðli en ef maður setur ekki markmiðið að fara áfram getur maður alveg eins sleppt því að vera með. Væntingarnar eru kannski ekki alveg að fara áfram, þær eru að enda allavega í 3. sæti og fara þá í Evrópudeildina. Við viljum alltaf fara áfram, það er alltaf markmiðið.“ „Mig langaði að fá Man City, París Saint-Germian, Barcelona eða Real Madríd en það var smá sjokk að vera allt í einu að fara spila á móti City með leikmenn eins og Kevin De Bruyne og Erling Braut Håland. Hin tvö liðin eru líka mjög stór og góð lið. Ég var mjög sáttur með riðilinn, ef maður getur sagt það,“ sagði Skagamaðurinn ungi um væntingar sínar fyrir dráttinn en æskuvinur hans og samherji Ísak Bergmann Jóhannesson var vægast sagt orðlaus er ljóst var hvaða liðum FCK myndi mæta. „Hann er ótrúlegur. Ég veit ekki alveg hvernig við eigum að fara að því að stoppa hann, það verður eitthvað,“ sagði Hákon Arnar um norska undrið Håland. Aðspurður að endingu með hverjum hann héldi í ensku úrvalsdeildinni þá sagist Hákon Arnar styðja Manchester United svo það væri einkar skemmtilegt að mæta nágrönnum þeirra í Man City. Viðtalið má sjá í heild sinni hér að neðan. Klippa: Hákon Arnar um að spila í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Með því varð Hákon Arnar fimmtándi Íslendingurinn til að spila í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Reikna má með að leikirnir og mínúturnar verði fleiri en þetta var fyrsti leikurinn í riðlinum. Verkefnin verða ekkert auðveldari en FCK en liðið mætir Sevilla næst áður en það heimsækir Englandsmeistara Manchester City. „Þetta voru ekki úrslitin sem við vildum fá. Það er ekkert sérstakt að tapa 3-0 en að mér þá er ég mjög glaður hvað ég fæ mikið traust í liðinu. Þetta er alveg risaklúbbur í Skandinavíu og það er mikil pressa á að standa sig. Þeir gefa mér mikið traust og ég er mjög þakklátur að fá traustið í svona stórum leik,“ sagði Hákon Arnar en hann spilaði hálftíma gegn Dortmund ytra. „Ég myndi segja að það sé aðeins auðveldara að gíra sig upp fyrir Meistaradeildina. Þetta er náttúrulega stærsta sviðið sem maður getur verið á. Maður verður líka að gíra sig upp fyrir deildina, það er það sem kom okkur í þangað (í Meistaradeildina), að vinna deildina.“ „Markmiðið er alltaf að fara áfram en það er ekkert auðvelt. Við erum með mjög sterkum liðum í riðli en ef maður setur ekki markmiðið að fara áfram getur maður alveg eins sleppt því að vera með. Væntingarnar eru kannski ekki alveg að fara áfram, þær eru að enda allavega í 3. sæti og fara þá í Evrópudeildina. Við viljum alltaf fara áfram, það er alltaf markmiðið.“ „Mig langaði að fá Man City, París Saint-Germian, Barcelona eða Real Madríd en það var smá sjokk að vera allt í einu að fara spila á móti City með leikmenn eins og Kevin De Bruyne og Erling Braut Håland. Hin tvö liðin eru líka mjög stór og góð lið. Ég var mjög sáttur með riðilinn, ef maður getur sagt það,“ sagði Skagamaðurinn ungi um væntingar sínar fyrir dráttinn en æskuvinur hans og samherji Ísak Bergmann Jóhannesson var vægast sagt orðlaus er ljóst var hvaða liðum FCK myndi mæta. „Hann er ótrúlegur. Ég veit ekki alveg hvernig við eigum að fara að því að stoppa hann, það verður eitthvað,“ sagði Hákon Arnar um norska undrið Håland. Aðspurður að endingu með hverjum hann héldi í ensku úrvalsdeildinni þá sagist Hákon Arnar styðja Manchester United svo það væri einkar skemmtilegt að mæta nágrönnum þeirra í Man City. Viðtalið má sjá í heild sinni hér að neðan. Klippa: Hákon Arnar um að spila í Meistaradeild Evrópu
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira