Lewandowski fyrstur til að skora þrennu fyrir þrjú félög í Meistaradeild Evrópu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. september 2022 07:30 Robert Lewandowski elskar að skora mörk. EPA-EFE/ALEJANDRO GARCIA Robert Lewandowski er heldur betur að njóta lífsins í Katalóníu um þessar mundir en Barcelona festi kaup á þessum magnaðamarkahrók fyrr í sumar. Hann hóf tímabilið í Meistaradeild Evrópu með því að hlaða í þrennu í 5-1 sigri Börsunga. Barcelona gat vart hugsað sér betri andstæðing til að byrja gegn heldur en Viktoria Plzeň þar sem stórlið Inter Milan og Bayern München eru einnig með þeim í riðli. Heimamenn voru ekki lengi að komast yfir en miðjumaðurinn Franck Kessié skoraði strax á 13. mínútu. Eftir það var komið að hinum 34 ára gamla Lewandowski en hann hefur verið í fínu formi undanfarið og til að mynda skorað fimm mörk í fyrstu fjórum leikjum sínum í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni. Gegn Plzeň skoraði hann eftir rúman hálftíma, í uppbótartíma fyrri hálfleiks og fullkomnaði svo þrennuna um miðbik síðari hálfleiks. Með því varð Lewandowski fyrsti leikmaður í sögu Meistaradeildar Evrópu til að skora þrennu fyrir þrjú félög í deild þeirrar bestu. Fyrsta þrennan hans – sem var í raun ferna – kom í ótrúlegum 4-1 sigri Borussia Dortmund á Real Madríd vorið 2013. Á tíma sínum hjá Bayern skoraði hann samtals fjórar þrennur, þar af eina fernu. Það tók hann svo aðeins einn leik með Barcelona til að afreka það að skora þrennu og skrá sig þar með í sögubækurnar. 3 - Robert Lewandowski is the first player to score a UEFA Champions League hat trick for three different teams (one for Borussia Dortmund, four for Bayern Munich, one for Barcelona). Collection. pic.twitter.com/UkwcqhRhr6— OptaJoe (@OptaJoe) September 7, 2022 Lewandowski er svo sannarlega markaskorari af guðsnáð en í 107 leikjum í Meistaradeild Evrópu hefur hann skorað 89 mörk ásamt því að leggja upp önnur 25 til viðbótar. Það skyldi engan undra ef hann bryti 100 marka múrinn fyrr heldur en seinna. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fleiri fréttir Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Sjá meira
Barcelona gat vart hugsað sér betri andstæðing til að byrja gegn heldur en Viktoria Plzeň þar sem stórlið Inter Milan og Bayern München eru einnig með þeim í riðli. Heimamenn voru ekki lengi að komast yfir en miðjumaðurinn Franck Kessié skoraði strax á 13. mínútu. Eftir það var komið að hinum 34 ára gamla Lewandowski en hann hefur verið í fínu formi undanfarið og til að mynda skorað fimm mörk í fyrstu fjórum leikjum sínum í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni. Gegn Plzeň skoraði hann eftir rúman hálftíma, í uppbótartíma fyrri hálfleiks og fullkomnaði svo þrennuna um miðbik síðari hálfleiks. Með því varð Lewandowski fyrsti leikmaður í sögu Meistaradeildar Evrópu til að skora þrennu fyrir þrjú félög í deild þeirrar bestu. Fyrsta þrennan hans – sem var í raun ferna – kom í ótrúlegum 4-1 sigri Borussia Dortmund á Real Madríd vorið 2013. Á tíma sínum hjá Bayern skoraði hann samtals fjórar þrennur, þar af eina fernu. Það tók hann svo aðeins einn leik með Barcelona til að afreka það að skora þrennu og skrá sig þar með í sögubækurnar. 3 - Robert Lewandowski is the first player to score a UEFA Champions League hat trick for three different teams (one for Borussia Dortmund, four for Bayern Munich, one for Barcelona). Collection. pic.twitter.com/UkwcqhRhr6— OptaJoe (@OptaJoe) September 7, 2022 Lewandowski er svo sannarlega markaskorari af guðsnáð en í 107 leikjum í Meistaradeild Evrópu hefur hann skorað 89 mörk ásamt því að leggja upp önnur 25 til viðbótar. Það skyldi engan undra ef hann bryti 100 marka múrinn fyrr heldur en seinna.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fleiri fréttir Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Sjá meira