Danski lakkrísgerðarmaðurinn segist hafa sótt innblástur til Íslands Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. september 2022 22:23 Johan Bülow segir það ekki hafa verið ætlunina að eigna sér heiðurinn af súkkulaðihúðuðum lakkrís. Hann eigi Ísland skuldlaust. Lakrids by Johan Bülow Danski lakkrísgerðarmaðurinn Johan Bülow segir að vörur hans, sem eru hinar ýmsu útfærslur á súkkulaðihúðuðum lakkrís, hafi verið innblásnar af íslensku sælgæti. Nokkuð hefur verið fjallað um texta sem stóð á vefsíðu fyrirtækis hans, Lakrids by Bülow, þar sem því virtist haldið fram að Johan hefði fengið hugmyndina að súkkulaðihúðum lakkrís á því herrans ári 2009. Málið hefur vakið mikla athygli, enda mörgum Íslendingum ljóst að sú hugmynd að súkkulaðihúða lakkrís kom ekki fyrst fram á sjónarsviðið á þarsíðasta áratug. Raunar fór málið svo hátt að sjálfur forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, steig fram á sjónarsviðið til að taka af öll tvímæli að um væri að ræða íslenska hefð. Það gerði forsetinn á Twitter, en nú hefur Johan Bülow svarað Guðna, í stuttu myndbandi sem tekið er upp í verslun Lakrids by Bülow á Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn. pic.twitter.com/uhoTyzgDZx— LAKRIDS BY BÜLOW (@LakridsbyBulow) September 7, 2022 „Ég vil tilkynna að við eignum okkur ekki heiðurinn af súkkulaðihúðuðum lakkrís. Og til að gæta allrar hreinskilni þá var ég undir miklum áhrifum íslensks sælgætis í upphafi. Ég skil að óheppilega orðuð setning á vefsíðu okkar hafi verið misvísandi. Ísland, kærar þakkir fyrir að vera innblástur í okkar verkefni, sem er að fá heiminn til að elska lakkrís, og til forsetans: Ef þú kemur til Kaupmannahafnar þá er þér meira en velkomið að koma í verksmiðjuna okkar og smakka þar allar þær mismunandi samsetningar sem við búum til. Hafið það gott, bless, bless!“ sagði Bülow í myndbandskveðjunni. Þar með er orðið morgunljóst að Íslendingar geta hrósað sigri í deilunni um montréttinn af súkkulaðihúðuðum lakkrís. Í það minnsta virðist liggja fyrir að ef einhver svo mikið sem reynir að halda því fram að hugmyndin sé ekki frá Íslendingum komin, muni þjóðhöfðinginn blanda sér í málið. Sælgæti Danmörk Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Danir reyni að eigna sér heiðurinn af gamalli nammihefð Íslendinga Það er mikill misskilningur að Danir hafi fundið upp á þeirri vinsælu framleiðsluaðferð sælgætis, að húða lakkrís með súkkulaði, líkt og forsvarsmenn danska fyrirtækisins Lakrids by Bülow virðast halda fram. Þetta segir framkvæmdastjóri Freyju. 5. september 2022 11:27 Fullnaðarsigur Íslands í nammideilu við Dani Danska sælgætisfyrirtækið Lakrids by Bülow segir ljóst að hin klassíska blanda sem svo margir Íslendingar þekkja, lakkrís og súkkulaði, sé sannarlega rammíslensk hefð. Fyrirtækið hefur hingað til stuðst við kynningarefni þar sem því hefur verið haldið fram að Johan Bülow, stofnandi fyrirtækisins, hafi fyrstur manna blandað saman lakkrís og súkkulaði árið 2009. 6. september 2022 11:02 Forsetinn segir Dönum að súkkulaðihúða smurbrauðið Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur blandað sér í umræðuna um súkkulaðihúðaðan lakkrís, og hvort um sé að ræða danska eða íslenska uppfinningu, sem hefur farið hátt síðustu daga. 6. september 2022 15:20 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Nokkuð hefur verið fjallað um texta sem stóð á vefsíðu fyrirtækis hans, Lakrids by Bülow, þar sem því virtist haldið fram að Johan hefði fengið hugmyndina að súkkulaðihúðum lakkrís á því herrans ári 2009. Málið hefur vakið mikla athygli, enda mörgum Íslendingum ljóst að sú hugmynd að súkkulaðihúða lakkrís kom ekki fyrst fram á sjónarsviðið á þarsíðasta áratug. Raunar fór málið svo hátt að sjálfur forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, steig fram á sjónarsviðið til að taka af öll tvímæli að um væri að ræða íslenska hefð. Það gerði forsetinn á Twitter, en nú hefur Johan Bülow svarað Guðna, í stuttu myndbandi sem tekið er upp í verslun Lakrids by Bülow á Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn. pic.twitter.com/uhoTyzgDZx— LAKRIDS BY BÜLOW (@LakridsbyBulow) September 7, 2022 „Ég vil tilkynna að við eignum okkur ekki heiðurinn af súkkulaðihúðuðum lakkrís. Og til að gæta allrar hreinskilni þá var ég undir miklum áhrifum íslensks sælgætis í upphafi. Ég skil að óheppilega orðuð setning á vefsíðu okkar hafi verið misvísandi. Ísland, kærar þakkir fyrir að vera innblástur í okkar verkefni, sem er að fá heiminn til að elska lakkrís, og til forsetans: Ef þú kemur til Kaupmannahafnar þá er þér meira en velkomið að koma í verksmiðjuna okkar og smakka þar allar þær mismunandi samsetningar sem við búum til. Hafið það gott, bless, bless!“ sagði Bülow í myndbandskveðjunni. Þar með er orðið morgunljóst að Íslendingar geta hrósað sigri í deilunni um montréttinn af súkkulaðihúðuðum lakkrís. Í það minnsta virðist liggja fyrir að ef einhver svo mikið sem reynir að halda því fram að hugmyndin sé ekki frá Íslendingum komin, muni þjóðhöfðinginn blanda sér í málið.
Sælgæti Danmörk Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Danir reyni að eigna sér heiðurinn af gamalli nammihefð Íslendinga Það er mikill misskilningur að Danir hafi fundið upp á þeirri vinsælu framleiðsluaðferð sælgætis, að húða lakkrís með súkkulaði, líkt og forsvarsmenn danska fyrirtækisins Lakrids by Bülow virðast halda fram. Þetta segir framkvæmdastjóri Freyju. 5. september 2022 11:27 Fullnaðarsigur Íslands í nammideilu við Dani Danska sælgætisfyrirtækið Lakrids by Bülow segir ljóst að hin klassíska blanda sem svo margir Íslendingar þekkja, lakkrís og súkkulaði, sé sannarlega rammíslensk hefð. Fyrirtækið hefur hingað til stuðst við kynningarefni þar sem því hefur verið haldið fram að Johan Bülow, stofnandi fyrirtækisins, hafi fyrstur manna blandað saman lakkrís og súkkulaði árið 2009. 6. september 2022 11:02 Forsetinn segir Dönum að súkkulaðihúða smurbrauðið Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur blandað sér í umræðuna um súkkulaðihúðaðan lakkrís, og hvort um sé að ræða danska eða íslenska uppfinningu, sem hefur farið hátt síðustu daga. 6. september 2022 15:20 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Danir reyni að eigna sér heiðurinn af gamalli nammihefð Íslendinga Það er mikill misskilningur að Danir hafi fundið upp á þeirri vinsælu framleiðsluaðferð sælgætis, að húða lakkrís með súkkulaði, líkt og forsvarsmenn danska fyrirtækisins Lakrids by Bülow virðast halda fram. Þetta segir framkvæmdastjóri Freyju. 5. september 2022 11:27
Fullnaðarsigur Íslands í nammideilu við Dani Danska sælgætisfyrirtækið Lakrids by Bülow segir ljóst að hin klassíska blanda sem svo margir Íslendingar þekkja, lakkrís og súkkulaði, sé sannarlega rammíslensk hefð. Fyrirtækið hefur hingað til stuðst við kynningarefni þar sem því hefur verið haldið fram að Johan Bülow, stofnandi fyrirtækisins, hafi fyrstur manna blandað saman lakkrís og súkkulaði árið 2009. 6. september 2022 11:02
Forsetinn segir Dönum að súkkulaðihúða smurbrauðið Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur blandað sér í umræðuna um súkkulaðihúðaðan lakkrís, og hvort um sé að ræða danska eða íslenska uppfinningu, sem hefur farið hátt síðustu daga. 6. september 2022 15:20