Sögurnar of margar til að rengja þær Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. september 2022 19:00 Hulda Hrönn Björgúlfsdóttir, verkefnastjóri neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis. Vísir/Egill Þrjár sendingar af svokölluðum byrlunarvökva hafa verið stöðvaðar í tollinum það sem af er ári. Byrlunarlyf hafa aldrei greinst við blóðprufu en verkefnastjóri neyðarmóttöku segir þó ljóst að konum sé byrlað ólyfjan úti í samfélaginu. Frásagnirnar séu hreinlega of margar til að ástæða sé til að rengja þær. Byrlanir komast reglulega í hámæli. Nú síðast um nýliðna helgi þegar lögregla á höfuðborgarsvæðinu gat þess sérstaklega í dagbók sinni eftir skemmtanahald aðfaranótt sunnudags að fjögur byrlanamál væru til rannsóknar. Svo virðist reyndar sem nær hvergi sé haldið sérstaklega utan um þau mál þar sem grunur vaknar um byrlun en fyrsti viðkomustaður þeirra sem telja sér hafa verið byrlað er oft bráðamóttaka. Þar er ekki tekið blóðsýni nema rannsókn sé hafin en á neyðarmóttöku þolenda kynferðisofbeldis er hins vegar tekið blóðsýni úr öllum sem þangað leita. „Sirka 40-50 prósent mála sem koma til okkar fara inn á borð lögreglu og hún hefur aldrei greint þessi byrlunarlyf í blóði,“ segir Hulda Hrönn Björgúlfsdóttir, verkefnastjóri neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis. Síðustu ár hafa um 7 til 10 byrlanamál komið á borð neyðarmóttöku á ári hverju. Þau lyf sem flokkuð eru sem „byrlunarlyf“ eru til dæmis GHB-sýra, benzódíazepín-lyf eins og róhypnol, og svo ketamín og MDMA. En þessi efni hætta að greinast í blóði innan 48 tíma - og flest raunar innan 24. Þó að efnin greinist við þvagprufu hafa þær nær ekkert sönnunargildi fyrir dómi og teljast óáreiðanlegar. „Við höfum aldrei mælt þetta í blóði og þess vegna er erfitt að segja: Þetta er að gerast. En það eru bara of margar sögur í gangi í samfélaginu frá konum til þess að þetta sé ekki satt, það hlýtur að vera. Þannig að ég myndi aldrei segja að vandamálið væri ekki raunverulegt. Heldur frekar það að við erum ekki að ná sýnunum nógu fljótt, hvernig sem það er,“ segir Hulda. Mikael Smári Mikaelsson er yfirlæknir á bráðamóttöku. „Ef við erum alveg hreinskilin þá grunar okkur að algengasta lyfið í byrlun sé auðvitað áfengi, sem er greiður aðgangur að, og mælist í flestum tilvikum. Þannig að við vitum auðvitað ekki hversu mikið þau drukku eða vildu drekka eða hversu miklu var ýtt að þeim.“ Þrjár sendingar af byrlunarvökva Greint var frá því fyrr á árinu að tollverðir hefðu stöðvað sendingu af svokölluðum byrlunarvökva. Sendingarnar eru nú orðnar þrjár en um er að ræða GBL-vökva, efni sem er náskylt áðurnefndri GHB-sýru og talið er notað til byrlana. Í eitt skipti kom vökvinn með flugfarþega en hraðsendingum í hin tvö skiptin. Sendingarnar komu til landsins í janúar, febrúar og apríl, einn lítri af vökvanum í senn. Samkvæmt upplýsingum frá yfirtollverði er þetta aukning miðað við undanfarin ár. Næturlíf Lyf Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Merki um að yfirvöld séu að taka tilkynningum um byrlun alvarlega Fjögur mál þar sem grunur er um byrlun eru til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eftir nóttina. Talskona Stígamóta segir jákvætt að sýni hafi verið tekin úr þolendum og lögregla tekið tilkynningarnar alvarlega. Viðhorf til byrlana virðist hafa breyst en meira þurfi til. 4. september 2022 20:36 Fjórar byrlanir tilkynntar til lögreglu Lögregluþjónar höfðu aftur nóg fyrir stefni vegna margra útkalla og verkefna í nótt. Fjórar tilkynningar um mögulegar byrlanir bárust lögreglu. Málin eru í rannsókn og var blóðsýni tekið úr öllum þolendum. 4. september 2022 07:30 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Sjá meira
Byrlanir komast reglulega í hámæli. Nú síðast um nýliðna helgi þegar lögregla á höfuðborgarsvæðinu gat þess sérstaklega í dagbók sinni eftir skemmtanahald aðfaranótt sunnudags að fjögur byrlanamál væru til rannsóknar. Svo virðist reyndar sem nær hvergi sé haldið sérstaklega utan um þau mál þar sem grunur vaknar um byrlun en fyrsti viðkomustaður þeirra sem telja sér hafa verið byrlað er oft bráðamóttaka. Þar er ekki tekið blóðsýni nema rannsókn sé hafin en á neyðarmóttöku þolenda kynferðisofbeldis er hins vegar tekið blóðsýni úr öllum sem þangað leita. „Sirka 40-50 prósent mála sem koma til okkar fara inn á borð lögreglu og hún hefur aldrei greint þessi byrlunarlyf í blóði,“ segir Hulda Hrönn Björgúlfsdóttir, verkefnastjóri neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis. Síðustu ár hafa um 7 til 10 byrlanamál komið á borð neyðarmóttöku á ári hverju. Þau lyf sem flokkuð eru sem „byrlunarlyf“ eru til dæmis GHB-sýra, benzódíazepín-lyf eins og róhypnol, og svo ketamín og MDMA. En þessi efni hætta að greinast í blóði innan 48 tíma - og flest raunar innan 24. Þó að efnin greinist við þvagprufu hafa þær nær ekkert sönnunargildi fyrir dómi og teljast óáreiðanlegar. „Við höfum aldrei mælt þetta í blóði og þess vegna er erfitt að segja: Þetta er að gerast. En það eru bara of margar sögur í gangi í samfélaginu frá konum til þess að þetta sé ekki satt, það hlýtur að vera. Þannig að ég myndi aldrei segja að vandamálið væri ekki raunverulegt. Heldur frekar það að við erum ekki að ná sýnunum nógu fljótt, hvernig sem það er,“ segir Hulda. Mikael Smári Mikaelsson er yfirlæknir á bráðamóttöku. „Ef við erum alveg hreinskilin þá grunar okkur að algengasta lyfið í byrlun sé auðvitað áfengi, sem er greiður aðgangur að, og mælist í flestum tilvikum. Þannig að við vitum auðvitað ekki hversu mikið þau drukku eða vildu drekka eða hversu miklu var ýtt að þeim.“ Þrjár sendingar af byrlunarvökva Greint var frá því fyrr á árinu að tollverðir hefðu stöðvað sendingu af svokölluðum byrlunarvökva. Sendingarnar eru nú orðnar þrjár en um er að ræða GBL-vökva, efni sem er náskylt áðurnefndri GHB-sýru og talið er notað til byrlana. Í eitt skipti kom vökvinn með flugfarþega en hraðsendingum í hin tvö skiptin. Sendingarnar komu til landsins í janúar, febrúar og apríl, einn lítri af vökvanum í senn. Samkvæmt upplýsingum frá yfirtollverði er þetta aukning miðað við undanfarin ár.
Næturlíf Lyf Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Merki um að yfirvöld séu að taka tilkynningum um byrlun alvarlega Fjögur mál þar sem grunur er um byrlun eru til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eftir nóttina. Talskona Stígamóta segir jákvætt að sýni hafi verið tekin úr þolendum og lögregla tekið tilkynningarnar alvarlega. Viðhorf til byrlana virðist hafa breyst en meira þurfi til. 4. september 2022 20:36 Fjórar byrlanir tilkynntar til lögreglu Lögregluþjónar höfðu aftur nóg fyrir stefni vegna margra útkalla og verkefna í nótt. Fjórar tilkynningar um mögulegar byrlanir bárust lögreglu. Málin eru í rannsókn og var blóðsýni tekið úr öllum þolendum. 4. september 2022 07:30 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Sjá meira
Merki um að yfirvöld séu að taka tilkynningum um byrlun alvarlega Fjögur mál þar sem grunur er um byrlun eru til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eftir nóttina. Talskona Stígamóta segir jákvætt að sýni hafi verið tekin úr þolendum og lögregla tekið tilkynningarnar alvarlega. Viðhorf til byrlana virðist hafa breyst en meira þurfi til. 4. september 2022 20:36
Fjórar byrlanir tilkynntar til lögreglu Lögregluþjónar höfðu aftur nóg fyrir stefni vegna margra útkalla og verkefna í nótt. Fjórar tilkynningar um mögulegar byrlanir bárust lögreglu. Málin eru í rannsókn og var blóðsýni tekið úr öllum þolendum. 4. september 2022 07:30
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?