„Lögfræðingurinn minn mun hafa nóg að gera“ Valur Páll Eiríksson skrifar 7. september 2022 16:31 Sarri var áður þjálfari Napoli en þurfti að þola tap fyrir liðinu um helgina. Nicolò Campo/LightRocket via Getty Images Maurizio Sarri, þjálfari Lazio á Ítalíu, er undir rannsókn ítalskra fótboltayfirvalda vegna ummæla í garð dómara um helgina. Lið hans tapaði 2-1 fyrir Napoli. Sarri var æfur eftir tapið og lét bæði dómara leiksins og þá í stöðu myndbandsdómara heyra það. Hann skildi ekkert í því að dómararnir hefðu ekki endurskoðað meint brot innan teigs undir lok leiksins, þar sem Lazio hefði getað jafnað. „Annað hvort eru þeir í VAR-herberginu ekki starfi sínu vaxnir eða eitthvað annað er á seyði sem veldur enn frekari áhyggjum,“ sagði Sarri, sem virðist þá vísa í einhverskonar samsæri gegn hans liði. Ítalska knattspyrnusambandið, FIGC, er með ummæli Sarri til rannsóknar og hann gæti átt yfir höfði sér sekt og leikbann. Aðspurður um það kveðst Sarri hins vegar ekki sjá eftir ummælum sínum. „Allir sáu hvað gerðist í þessum leikjum, ég þarf að verja leikmenn mína, liðið og stuðningsmenn Lazio. Ég myndi endurtaka leikinn. Ég held að lögfræðingurinn minn muni hafa nóg að gera í vetur,“ sagði Sarri á blaðamannafundi í dag í aðdraganda leiks Lazio og Feyenoord í Evrópudeildinni annað kvöld. Lazio hefur unnið tvo leiki, gert tvö jafntefli og þá var tapið fyrir Napoli þeirra fyrsta í deildinni. Liðið sigur í níunda sæti með átta stig. Þeir mæta Verona um helgina en sá leikur verður í beinni á rásum Stöðvar 2 Sport ásamt öllum öðrum leikjum helgarinnar. Leikur Lazio og Feyenoord í Evrópudeildinni er klukkan 19:00 annað kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Ítalski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Fleiri fréttir William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Sjá meira
Sarri var æfur eftir tapið og lét bæði dómara leiksins og þá í stöðu myndbandsdómara heyra það. Hann skildi ekkert í því að dómararnir hefðu ekki endurskoðað meint brot innan teigs undir lok leiksins, þar sem Lazio hefði getað jafnað. „Annað hvort eru þeir í VAR-herberginu ekki starfi sínu vaxnir eða eitthvað annað er á seyði sem veldur enn frekari áhyggjum,“ sagði Sarri, sem virðist þá vísa í einhverskonar samsæri gegn hans liði. Ítalska knattspyrnusambandið, FIGC, er með ummæli Sarri til rannsóknar og hann gæti átt yfir höfði sér sekt og leikbann. Aðspurður um það kveðst Sarri hins vegar ekki sjá eftir ummælum sínum. „Allir sáu hvað gerðist í þessum leikjum, ég þarf að verja leikmenn mína, liðið og stuðningsmenn Lazio. Ég myndi endurtaka leikinn. Ég held að lögfræðingurinn minn muni hafa nóg að gera í vetur,“ sagði Sarri á blaðamannafundi í dag í aðdraganda leiks Lazio og Feyenoord í Evrópudeildinni annað kvöld. Lazio hefur unnið tvo leiki, gert tvö jafntefli og þá var tapið fyrir Napoli þeirra fyrsta í deildinni. Liðið sigur í níunda sæti með átta stig. Þeir mæta Verona um helgina en sá leikur verður í beinni á rásum Stöðvar 2 Sport ásamt öllum öðrum leikjum helgarinnar. Leikur Lazio og Feyenoord í Evrópudeildinni er klukkan 19:00 annað kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Ítalski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Fleiri fréttir William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Sjá meira