Liverpool þarf að stöðva „Kvaradona“ ef það ætlar heim með stig Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. september 2022 13:01 Khvicha Kvaratskhelia ætlar sér að hrella varnarlínu Liverpool í kvöld. EPA-EFE/Riccardo Antimiani Meistaradeild Evrópu í fótbolta er farin á fullt á nýjan leik og verður leikur Napoli og Liverpool sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 í kvöld. Gestirnir frá Bítlaborginni þurfa að stöðva manninn sem kallaður er „Kvaradona“ ætli þeir sér heim með stig eða þrjú í farteskinu. Liverpool hefur byrjað tímabilið nokkuð brösuglega en liðið situr sem stendur í 7. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 9 stig að loknum sex leikjum. Á sama tíma er Napoli í 2. sæti með 11 stig að loknum fimm leikjum. Vissulega verður forvitnilegt að sjá hvernig framlína Liverpool spjarar sig á Ítalíu í kvöld en maðurinn sem öll augu verða á mun leika í blárri treyju heimamanna. Sá heitir Khvicha Kvaratskhelia, er 21 árs gamall og kemur frá Georgíu. Hann gekk í raðir Napoli í sumar og hefur spilað það vel að hann hefur hlotið viðurnefnið „Kvaradona.“ Uppgjör á fyrstu umferð ítölsku deildarinnar. Kvaradona, Georgíski Messi eða Maradona Kákasusfjallanna, hvað á að kalla Khvicha Kvaratskhelia? https://t.co/ZEpSOLwnWp— Björn Már Ólafsson (@bjornmaro) August 19, 2022 Þar er verið að vitna í Diego Armando Maradona heitinn, einn albesta og skemmtilegasta knattspyrnumann allra tíma. Hann lék með Napoli frá 1984 til 1991. „Ég kemst ekki nálægt Maradona en ég mun gefa allt sem ég á til að verða mikilvægur leikmaður hjá þessu stóra félagi,“ sagði „Kvaradona“ um samanburðinn. Hann hefur til þessa spilað fimm leiki í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni, og skorað fjögur mörk ásamt því að leggja upp eitt til viðbótar. Liverpool beware, you're about to come up against the player nicknamed 'Kvaradona'! #BBCFootball #UCL— BBC Sport (@BBCSport) September 7, 2022 Georgíumaðurinn hefur aldrei spilað í Meistaradeild Evrópu en ef allt er eðlilegt mun hann hefja leik kvöldsins á vinstri vængnum og verður einkar áhugavert að sjá hvernig Trent Alexander-Arnold mun ganga að stöðva þennan lunkna vængmann. Leikurinn hefst klukkan 19.00 og verður í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 2. Að leik loknum mun Meistaradeildarstúkan fara yfir allt það helsta sem gerðist í deild þeirra bestu í kvöld. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Fleiri fréttir Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Fauk í leikmenn vegna fána Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt „Hann mun halda með okkur frá himnum“ Júlíus verður ekki bikarmeistari annað árið í röð Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Hákon hjálpaði liði sínu að setja met í frönsku deildinni Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Þjálfarinn lofaði Mikael: „Var okkar besti maður“ Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Mitrovic fór á spítala vegna óreglulegs hjartsláttar Sonur Buffons spilaði sinn fyrsta leik Sjáðu stórleik Cecilíu gegn meisturunum Kynnir fyrsta hópinn á miðvikudag Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Sjá meira
Liverpool hefur byrjað tímabilið nokkuð brösuglega en liðið situr sem stendur í 7. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 9 stig að loknum sex leikjum. Á sama tíma er Napoli í 2. sæti með 11 stig að loknum fimm leikjum. Vissulega verður forvitnilegt að sjá hvernig framlína Liverpool spjarar sig á Ítalíu í kvöld en maðurinn sem öll augu verða á mun leika í blárri treyju heimamanna. Sá heitir Khvicha Kvaratskhelia, er 21 árs gamall og kemur frá Georgíu. Hann gekk í raðir Napoli í sumar og hefur spilað það vel að hann hefur hlotið viðurnefnið „Kvaradona.“ Uppgjör á fyrstu umferð ítölsku deildarinnar. Kvaradona, Georgíski Messi eða Maradona Kákasusfjallanna, hvað á að kalla Khvicha Kvaratskhelia? https://t.co/ZEpSOLwnWp— Björn Már Ólafsson (@bjornmaro) August 19, 2022 Þar er verið að vitna í Diego Armando Maradona heitinn, einn albesta og skemmtilegasta knattspyrnumann allra tíma. Hann lék með Napoli frá 1984 til 1991. „Ég kemst ekki nálægt Maradona en ég mun gefa allt sem ég á til að verða mikilvægur leikmaður hjá þessu stóra félagi,“ sagði „Kvaradona“ um samanburðinn. Hann hefur til þessa spilað fimm leiki í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni, og skorað fjögur mörk ásamt því að leggja upp eitt til viðbótar. Liverpool beware, you're about to come up against the player nicknamed 'Kvaradona'! #BBCFootball #UCL— BBC Sport (@BBCSport) September 7, 2022 Georgíumaðurinn hefur aldrei spilað í Meistaradeild Evrópu en ef allt er eðlilegt mun hann hefja leik kvöldsins á vinstri vængnum og verður einkar áhugavert að sjá hvernig Trent Alexander-Arnold mun ganga að stöðva þennan lunkna vængmann. Leikurinn hefst klukkan 19.00 og verður í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 2. Að leik loknum mun Meistaradeildarstúkan fara yfir allt það helsta sem gerðist í deild þeirra bestu í kvöld.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Fleiri fréttir Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Fauk í leikmenn vegna fána Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt „Hann mun halda með okkur frá himnum“ Júlíus verður ekki bikarmeistari annað árið í röð Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Hákon hjálpaði liði sínu að setja met í frönsku deildinni Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Þjálfarinn lofaði Mikael: „Var okkar besti maður“ Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Mitrovic fór á spítala vegna óreglulegs hjartsláttar Sonur Buffons spilaði sinn fyrsta leik Sjáðu stórleik Cecilíu gegn meisturunum Kynnir fyrsta hópinn á miðvikudag Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Sjá meira