Kanadíska árásarmannsins enn leitað Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. september 2022 08:31 Evan Bray lögreglustjóri í Regina og Rhonda Blackmore varalögreglustjóri í Saskatchewan á blaðamannafundi í gær. AP/Michael Bell Kanadíska lögreglan leitar enn Myles Sanderson, sem grunaður er að hafa banað ellefu og sært átján í röð hnífstunguárása í Kanada á sunnudag og mánudag. Lögregla segir hann ekki staddann á landi James Smith Cree þjóðarinnar en grunur var uppi um að til hans hafi sést á svæðinu í gær. Í gærdag sendu lögregluyfirvöld út viðvörun til íbúa James Smith Cree samfélagasins um að vera ekki á ferðinni að óþörfu vegna þess að talið var mögulegt að sést hafi til Sanderson á svæðinu. Lögregla leitar enn að Sanderson. Sanderson er auk bróður síns Damien Sanderson grunaður um að hafa banað tíu og sært átján í röð hnífstunguárása fyrr í vikunni. Flestar árásanna voru framdar í James Smith Cree samfélaginu og í nærliggjandi bænum Weldon. Damien fannst hins vegar látinn á mánudag með auðsjáanlega áverka, sem hann er ekki sagður hafa getað veitt sjálfum sér. Allt bendir til að Myles hafi banað bróður sínum og svo látið sig hverfa. Fyrr í vikunni var grunur um að Myles væri niður kominn í borginni Regina eftir að bifreið, sem hann var talinn vera í, sást í borginni. Rhonda Blackmore varalögreglustjóri í Saskatchewan héraðinu sagði í samtali við kanadíska ríkisútvarpið síðdegis í gær að lögreglan viti ekki hvort Myles sé enn í Regina. Upplýsingar um að hann sé þar niðurkominn séu orðnar úreltar. Þá staðfestir Evan Bray lögreglustjóri í Regina að lögreglu hafi borist upplýsingar sem bentu til að Myles hefði yfirgefið borgina. RPS continues to support the RCMP investigation and search for Myles Sanderson. Today, police received information that is leading us to believe that he may no longer be in Regina.The situation is dynamic & our Service is committed to joint work with our @RCMPSK partners. pic.twitter.com/qmothriIcL— Regina Police (@reginapolice) September 6, 2022 „Þó að við vitum ekki hvar hann er niðurkominn leitum við hans enn, ekki bara í borginni Regina heldur víðar í hérðainu,“ sagði Bray í myndbandi sem birt var á samfélagsmiðlum lögreglunnar síðdegis í gær. Myles á að baki tveggja áratuga langan brotaferil og hefur hann hlotið 59 dóma, meðal annars fyrir líkamsárás, stórfellda líkamsárás, líkamsárás gegn lögreglumanni, hótanir og þjófnað. Myles hefur þá hlotið lífstíðarbann við því að bera skotvopn vegna ofbeldisfullrar hegðunar. Hann hefur verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir brot sín en afplánaði tvo þriðju þess dóms áður en honum var sleppt úr fangelsi síðasta sumar. Það sem eftir var dómsins var gert skilorðsbundið en Myles var hins vegar handtekinn aftur síðasta haust fyrir brot á skilorði og var svo sleppt aftur úr fangelsi síðastliðinn febrúar. Fangelsismálayfirvöld mátu það svo að engin ógn stafaði af Myles og var honum því sleppt gegn því skilorði að hann hitti félagsráðgjafa í maí til að fara yfir stöðu mála. Myles lét sig hins vegar hverfa og hitti félagsráðgjafann aldrei. Tíu fórnarlamba þeirra bræðra voru enn á sjúkrahúsi klukkan eitt eftir hádegi, að staðartíma, í gær og þrír á gjörgæslu vegna áverka sem þau hlutu. Sjö fórnarlömb hafa verið útskrifuð af sjúkrahúsi síðan á sunnudag. Kanada Tengdar fréttir Annar árásarmannanna fannst látinn Lögreglan í Kanada tilkynnti rétt í þessu að annar tveggja árásarmannanna, sem leitað hefur verið vegna fjölda stunguárása, hafi fundist látinn. 5. september 2022 22:26 Segir brýnt að árásarmennirnir verði sóttir til saka Tveir menn, sem taldir eru hafa stungið tíu til bana og sært fimmtán í héraðinu Saskatchewan í Kanada í gær, eru enn ófundnir. Forsætisráðherra landsins segist fylgjast grannt með stöðu mála og brýnt sé að árásarmennirnir verði sóttir til saka. 5. september 2022 07:13 Dæmdur fimmtíu og níu sinnum á rúmum tuttugu árum Myles Sanderson, annar bræðranna sem grunaðir eru um mannskæðar stunguárásir í Kanada, á sér langan sakaferil að baki og hafði margsinnis verið dæmdur fyrir ofbeldi. Þá hafði hann átt í vandræðum með neyslu áfengis og fíkniefni frá unga aldri. 6. september 2022 11:26 Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Fleiri fréttir Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Sjá meira
Í gærdag sendu lögregluyfirvöld út viðvörun til íbúa James Smith Cree samfélagasins um að vera ekki á ferðinni að óþörfu vegna þess að talið var mögulegt að sést hafi til Sanderson á svæðinu. Lögregla leitar enn að Sanderson. Sanderson er auk bróður síns Damien Sanderson grunaður um að hafa banað tíu og sært átján í röð hnífstunguárása fyrr í vikunni. Flestar árásanna voru framdar í James Smith Cree samfélaginu og í nærliggjandi bænum Weldon. Damien fannst hins vegar látinn á mánudag með auðsjáanlega áverka, sem hann er ekki sagður hafa getað veitt sjálfum sér. Allt bendir til að Myles hafi banað bróður sínum og svo látið sig hverfa. Fyrr í vikunni var grunur um að Myles væri niður kominn í borginni Regina eftir að bifreið, sem hann var talinn vera í, sást í borginni. Rhonda Blackmore varalögreglustjóri í Saskatchewan héraðinu sagði í samtali við kanadíska ríkisútvarpið síðdegis í gær að lögreglan viti ekki hvort Myles sé enn í Regina. Upplýsingar um að hann sé þar niðurkominn séu orðnar úreltar. Þá staðfestir Evan Bray lögreglustjóri í Regina að lögreglu hafi borist upplýsingar sem bentu til að Myles hefði yfirgefið borgina. RPS continues to support the RCMP investigation and search for Myles Sanderson. Today, police received information that is leading us to believe that he may no longer be in Regina.The situation is dynamic & our Service is committed to joint work with our @RCMPSK partners. pic.twitter.com/qmothriIcL— Regina Police (@reginapolice) September 6, 2022 „Þó að við vitum ekki hvar hann er niðurkominn leitum við hans enn, ekki bara í borginni Regina heldur víðar í hérðainu,“ sagði Bray í myndbandi sem birt var á samfélagsmiðlum lögreglunnar síðdegis í gær. Myles á að baki tveggja áratuga langan brotaferil og hefur hann hlotið 59 dóma, meðal annars fyrir líkamsárás, stórfellda líkamsárás, líkamsárás gegn lögreglumanni, hótanir og þjófnað. Myles hefur þá hlotið lífstíðarbann við því að bera skotvopn vegna ofbeldisfullrar hegðunar. Hann hefur verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir brot sín en afplánaði tvo þriðju þess dóms áður en honum var sleppt úr fangelsi síðasta sumar. Það sem eftir var dómsins var gert skilorðsbundið en Myles var hins vegar handtekinn aftur síðasta haust fyrir brot á skilorði og var svo sleppt aftur úr fangelsi síðastliðinn febrúar. Fangelsismálayfirvöld mátu það svo að engin ógn stafaði af Myles og var honum því sleppt gegn því skilorði að hann hitti félagsráðgjafa í maí til að fara yfir stöðu mála. Myles lét sig hins vegar hverfa og hitti félagsráðgjafann aldrei. Tíu fórnarlamba þeirra bræðra voru enn á sjúkrahúsi klukkan eitt eftir hádegi, að staðartíma, í gær og þrír á gjörgæslu vegna áverka sem þau hlutu. Sjö fórnarlömb hafa verið útskrifuð af sjúkrahúsi síðan á sunnudag.
Kanada Tengdar fréttir Annar árásarmannanna fannst látinn Lögreglan í Kanada tilkynnti rétt í þessu að annar tveggja árásarmannanna, sem leitað hefur verið vegna fjölda stunguárása, hafi fundist látinn. 5. september 2022 22:26 Segir brýnt að árásarmennirnir verði sóttir til saka Tveir menn, sem taldir eru hafa stungið tíu til bana og sært fimmtán í héraðinu Saskatchewan í Kanada í gær, eru enn ófundnir. Forsætisráðherra landsins segist fylgjast grannt með stöðu mála og brýnt sé að árásarmennirnir verði sóttir til saka. 5. september 2022 07:13 Dæmdur fimmtíu og níu sinnum á rúmum tuttugu árum Myles Sanderson, annar bræðranna sem grunaðir eru um mannskæðar stunguárásir í Kanada, á sér langan sakaferil að baki og hafði margsinnis verið dæmdur fyrir ofbeldi. Þá hafði hann átt í vandræðum með neyslu áfengis og fíkniefni frá unga aldri. 6. september 2022 11:26 Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Fleiri fréttir Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Sjá meira
Annar árásarmannanna fannst látinn Lögreglan í Kanada tilkynnti rétt í þessu að annar tveggja árásarmannanna, sem leitað hefur verið vegna fjölda stunguárása, hafi fundist látinn. 5. september 2022 22:26
Segir brýnt að árásarmennirnir verði sóttir til saka Tveir menn, sem taldir eru hafa stungið tíu til bana og sært fimmtán í héraðinu Saskatchewan í Kanada í gær, eru enn ófundnir. Forsætisráðherra landsins segist fylgjast grannt með stöðu mála og brýnt sé að árásarmennirnir verði sóttir til saka. 5. september 2022 07:13
Dæmdur fimmtíu og níu sinnum á rúmum tuttugu árum Myles Sanderson, annar bræðranna sem grunaðir eru um mannskæðar stunguárásir í Kanada, á sér langan sakaferil að baki og hafði margsinnis verið dæmdur fyrir ofbeldi. Þá hafði hann átt í vandræðum með neyslu áfengis og fíkniefni frá unga aldri. 6. september 2022 11:26