Ekkert fær Håland stöðvað Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. september 2022 09:00 Þó þriðjudagur hafi verið fallegur dagur í Sevilla þá fannst Bono það eflaust ekki er hann fékk á sig fjögur mörk. EPA-EFE/Julio Munoz Norski framherjinn Erling Braut Håland hefur komið eins og stormsveipur inn í lið Englandsmeistara Manchester City. Hann hefur raðað inn mörkum í ensku úrvalsdeildinni og á þriðjudag skoraði hann tvö mörk í öruggum 4-0 sigri á Sevilla. Þegar það var staðfest að Håland hefði samið við Man City var talið að mögulega þyrfti framherjinn nokkrar vikur til að komast í takt við lið Pep Guardiola. Hans fyrrum lið Borussia Dortmund spilar nefnilega ekki fótbolta á sama hátt og Man City. Erling Haaland completed just 5 passes in the first half. Yet he had 4 shots, accumulating 0.94 xG.True efficiency pic.twitter.com/A61uDJ07Y6— The Analyst (@OptaAnalyst) September 6, 2022 Þær áhyggjur voru að öllu óþarfar þar sem Norðmaðurinn ungi þarf lítið að pæla í að spila boltanum og aðeins að pæla í að þruma honum í netið. Fyrir leikinn gegn Sevilla á þriðjudag hafði skorað tíu deildarmörk í aðeins sex leikjum. Ef honum tekst að halda þeirri tölfræði – það er að skora 1,6 mark í leik – þá mun Håland rústa markameti deildarinnar. Framherjinn sýndi svo að það er lítill munur á Meistaradeild Evrópu og ensku úrvalsdeildinni. Allavegar þegar kemur að því að setja boltann í netið. Hann skoraði á tuttugustu mínútu eftir sendingu frá Kevin De Bruyne. Annað markið kom svo á 67. mínútu en þremur mínútum síðar var framherjinn tekinn af velli. Håland er fyrsti leikmaðurinn til að skora í bæði sínum fyrsta deildar- og Meistaradeildarleik fyrir Man City. Þá er hann í fámennum hópi leikmanna sem hafa skorað í sínum fyrsta leik fyrir þrjú mismunandi félög í Meistaradeild Evrópu. Hinir eru Fernando Morientes, Javier Saviola og Zlatan Ibrahimović. 3 - Erling Haaland is the fourth player in UEFA Champions League history to score in his first appearance for three different teams (Salzburg, Borussia Dortmund and Man City), after Fernando Morientes, Javier Saviola and Zlatan Ibrahimovic. Introduction. pic.twitter.com/POz5iuDRCL— OptaJoe (@OptaJoe) September 6, 2022 Þrátt fyrir að vera aðeins 22 ára hefur Håland nú skorað 20 mörk fyrir Salzburg, Dortmund og Man City í deild þeirra bestu. Aðeins hafa 36 leikmenn skorað fleiri mörk en hann í keppninni. Vissulega á framherjinn ungi langt í land með að ná Cristiano Ronaldo sem trónir á toppi listans yfir markahæstu menn keppninnar frá upphafi með 141 mark en aðeins Ronaldo og Lionel Messi hafa skorað yfir 100 mörk í keppninni. Það skyldi engan undra ef Håland verður sá þriðji þegar fram líða stundir. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Sjá meira
Þegar það var staðfest að Håland hefði samið við Man City var talið að mögulega þyrfti framherjinn nokkrar vikur til að komast í takt við lið Pep Guardiola. Hans fyrrum lið Borussia Dortmund spilar nefnilega ekki fótbolta á sama hátt og Man City. Erling Haaland completed just 5 passes in the first half. Yet he had 4 shots, accumulating 0.94 xG.True efficiency pic.twitter.com/A61uDJ07Y6— The Analyst (@OptaAnalyst) September 6, 2022 Þær áhyggjur voru að öllu óþarfar þar sem Norðmaðurinn ungi þarf lítið að pæla í að spila boltanum og aðeins að pæla í að þruma honum í netið. Fyrir leikinn gegn Sevilla á þriðjudag hafði skorað tíu deildarmörk í aðeins sex leikjum. Ef honum tekst að halda þeirri tölfræði – það er að skora 1,6 mark í leik – þá mun Håland rústa markameti deildarinnar. Framherjinn sýndi svo að það er lítill munur á Meistaradeild Evrópu og ensku úrvalsdeildinni. Allavegar þegar kemur að því að setja boltann í netið. Hann skoraði á tuttugustu mínútu eftir sendingu frá Kevin De Bruyne. Annað markið kom svo á 67. mínútu en þremur mínútum síðar var framherjinn tekinn af velli. Håland er fyrsti leikmaðurinn til að skora í bæði sínum fyrsta deildar- og Meistaradeildarleik fyrir Man City. Þá er hann í fámennum hópi leikmanna sem hafa skorað í sínum fyrsta leik fyrir þrjú mismunandi félög í Meistaradeild Evrópu. Hinir eru Fernando Morientes, Javier Saviola og Zlatan Ibrahimović. 3 - Erling Haaland is the fourth player in UEFA Champions League history to score in his first appearance for three different teams (Salzburg, Borussia Dortmund and Man City), after Fernando Morientes, Javier Saviola and Zlatan Ibrahimovic. Introduction. pic.twitter.com/POz5iuDRCL— OptaJoe (@OptaJoe) September 6, 2022 Þrátt fyrir að vera aðeins 22 ára hefur Håland nú skorað 20 mörk fyrir Salzburg, Dortmund og Man City í deild þeirra bestu. Aðeins hafa 36 leikmenn skorað fleiri mörk en hann í keppninni. Vissulega á framherjinn ungi langt í land með að ná Cristiano Ronaldo sem trónir á toppi listans yfir markahæstu menn keppninnar frá upphafi með 141 mark en aðeins Ronaldo og Lionel Messi hafa skorað yfir 100 mörk í keppninni. Það skyldi engan undra ef Håland verður sá þriðji þegar fram líða stundir.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Sjá meira