Giannis fór mikinn í stórsigri Grikkja Valur Páll Eiríksson skrifar 6. september 2022 18:01 Gríska goðið skoraði 41 stig. Mattia Ozbot/Getty Images Nóg var um að vera fyrri hluta dags á Evrópumóti karla í körfubolta, EuroBasket, sem fram fer í Tékklandi, Georgíu, Ítalíu og Þýskalandi. Línur tóku að skýrast fyrir framhaldið. Tyrkir fóru langt með að tryggja sig áfram í A-riðli keppninnar sem leikinn er í Georgíu. Þeir unnu 15 stiga sigur, 78-63 á Belgum snemma í dag. Tyrkir leiða riðilinn með sjö stig ásamt Spáni sem rúllaði yfir Svartfjalland, 82-65. Belgar eru með sex stig, líkt og Svartfjallaland, en neðstu liðin tvö, Georgía og Búlgaría mætast í kvöld. Georgía er með fjögur stig en Búlgarar reka lestina með þrjú. A nutmeg that @andresiniesta8 would be proud of! #EuroBasket x @BaloncestoESP pic.twitter.com/WRq6qEyiS4— FIBA (@FIBA) September 6, 2022 Í B-riðli tryggðu Frakkar farseðil sinn í útsláttarkeppnina með 81-68 sigri á Bosníu. Þýskaland og Slóvenía eru einnig komin áfram í næstu umferð en Ungverjar, sem töpuðu fyrir Litáen 87-64, eru úr leik. Litáen hélt með sigrinum vonum sínum um sæti í 16-liða úrslitum á lífi en þeir munu berjast um lokasætið í útsláttarkeppninni við Bosníu. Í kvöld mætast Þýskaland og Slóvenía í leik sem gætu haft töluvert að segja um hverjir andstæðingar þeirra verða í 16-liða úrslitum. Third QuarterGiannis 15Ukraine 11#EuroBasket pic.twitter.com/Kn9rTnFIns— FIBA (@FIBA) September 6, 2022 Bretar töpuðu fjórða leik sínum af fjórum í C-riðli. Eistar léku sér að þeim og unnu 32 stiga sigur, 94-62, sem var þeirra fyrsti á mótinu. Úkraína, Grikkland og Króatía eru öll örugg áfram en Eistar keppa við Ítalíu um lokasætið í 16-liða úrslitum. Giannis Antetokounmpo fór mikinn fyrir Grikkina sem unnu 99-79 sigur á Úkraínu. Leikurinn var jafn framan af en Grikkirnir skoruðu 32 stig gegn ellefu í þriðja leikhluta, þar af var Giannis með 15, og eftir það var öllum ljóst að Grikkir myndu fagna sigri. Giannis skoraði 41 stig í tuttugu stiga sigri Grikkja. Í kvöld mætast Ítalía og Króatía í grannaslag en sigur fer langt með að fleyta Ítölum áfram þar sem þeir eiga leik við Breta á fimmtudag. Í D-riðli tryggði Pólland sæti sitt í 16-liða úrslitum með 75-69 sigri á Hollandi en þeir hollensku eru jafnframt úr leik eftir tapið. Finnar og Tékkar áttust við, þar sem þeir finnsku höfðu betur 98-88 og eru með sex stig í riðlinum líkt og Serbía. Ísrael er í fjórða sæti með fimm stig en Tékkar og Hollendingar eru með fjögur. Í kvöld mætast Ísrael og Serbía, en Serbar hafa unnið alla þrjá leiki sína til þessa og eru öruggir áfram. EuroBasket 2022 Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn „Við viljum meira“ Fótbolti KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Fleiri fréttir Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjá meira
Tyrkir fóru langt með að tryggja sig áfram í A-riðli keppninnar sem leikinn er í Georgíu. Þeir unnu 15 stiga sigur, 78-63 á Belgum snemma í dag. Tyrkir leiða riðilinn með sjö stig ásamt Spáni sem rúllaði yfir Svartfjalland, 82-65. Belgar eru með sex stig, líkt og Svartfjallaland, en neðstu liðin tvö, Georgía og Búlgaría mætast í kvöld. Georgía er með fjögur stig en Búlgarar reka lestina með þrjú. A nutmeg that @andresiniesta8 would be proud of! #EuroBasket x @BaloncestoESP pic.twitter.com/WRq6qEyiS4— FIBA (@FIBA) September 6, 2022 Í B-riðli tryggðu Frakkar farseðil sinn í útsláttarkeppnina með 81-68 sigri á Bosníu. Þýskaland og Slóvenía eru einnig komin áfram í næstu umferð en Ungverjar, sem töpuðu fyrir Litáen 87-64, eru úr leik. Litáen hélt með sigrinum vonum sínum um sæti í 16-liða úrslitum á lífi en þeir munu berjast um lokasætið í útsláttarkeppninni við Bosníu. Í kvöld mætast Þýskaland og Slóvenía í leik sem gætu haft töluvert að segja um hverjir andstæðingar þeirra verða í 16-liða úrslitum. Third QuarterGiannis 15Ukraine 11#EuroBasket pic.twitter.com/Kn9rTnFIns— FIBA (@FIBA) September 6, 2022 Bretar töpuðu fjórða leik sínum af fjórum í C-riðli. Eistar léku sér að þeim og unnu 32 stiga sigur, 94-62, sem var þeirra fyrsti á mótinu. Úkraína, Grikkland og Króatía eru öll örugg áfram en Eistar keppa við Ítalíu um lokasætið í 16-liða úrslitum. Giannis Antetokounmpo fór mikinn fyrir Grikkina sem unnu 99-79 sigur á Úkraínu. Leikurinn var jafn framan af en Grikkirnir skoruðu 32 stig gegn ellefu í þriðja leikhluta, þar af var Giannis með 15, og eftir það var öllum ljóst að Grikkir myndu fagna sigri. Giannis skoraði 41 stig í tuttugu stiga sigri Grikkja. Í kvöld mætast Ítalía og Króatía í grannaslag en sigur fer langt með að fleyta Ítölum áfram þar sem þeir eiga leik við Breta á fimmtudag. Í D-riðli tryggði Pólland sæti sitt í 16-liða úrslitum með 75-69 sigri á Hollandi en þeir hollensku eru jafnframt úr leik eftir tapið. Finnar og Tékkar áttust við, þar sem þeir finnsku höfðu betur 98-88 og eru með sex stig í riðlinum líkt og Serbía. Ísrael er í fjórða sæti með fimm stig en Tékkar og Hollendingar eru með fjögur. Í kvöld mætast Ísrael og Serbía, en Serbar hafa unnið alla þrjá leiki sína til þessa og eru öruggir áfram.
EuroBasket 2022 Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn „Við viljum meira“ Fótbolti KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Fleiri fréttir Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjá meira