Fundu líkamsleifar í Eystrasalti Samúel Karl Ólason skrifar 6. september 2022 13:00 Talið er að sjálfstýring flugvélarinnar hafi haldið henni á lofti þar til hún varð eldsneytislaus. Flightradar24 Líkamsleifar hafa fundist í sjónum í Eystrasalti þar sem einkaþota brotlenti um helgina. Brak hefur einnig fundist en mikil óvissa ríkir varðandi það hvað leiddi til þess að flugvélin hrapaði í hafið. Flugvélin var af gerðinni Cessna 551 og var verið að fljúga henni frá Spáni til Köln í Þýskalandi á sunnudaginn. Fjórir farþegar voru um borð en einkaþotan var í eigu þýsks auðjöfurs en óljóst er hve margir voru í áhöfninni. Zeit Online hefur eftir öðrum þýskum miðlum að auðjöfurinn, eiginkona hans, dóttir þeirra og maður hennar hafi verið um borð. Skömmu eftir flugtak á Spáni höfðu yfirvöld þar samband við Frakka um að áhöfn flugvélarinnar hefði lent í vandræðum með þrýsting þar um borð. Á engum tímapunkti náðist samband við áhöfn flugvélarinnar eða farþega og sögðu flugmenn orrustuþota sem sendar voru til móts við hana að þeir hefðu enga hreyfingu séð um borð. Fregnum erlendis ber að vísu ekki saman um hvort engin hreyfing sást eða hvort enginn sást í flugstjórnarklefa flugvélarinnar. En hafi loftþrýstingur fallið í flugvélinni er mögulegt að móða eða frost hafi lagst á rúður flugvélarinnar en hún var í um 36 þúsund feta hæð, eins og sjá má á gögnum Flightradar24. Flugvélin hélt sömu hæð mest alla flugferðina og flug rakleiðis yfir flugvöllinn í Köln. Að endingu hrapaði hún í Eystrasaltið skammt undan ströndum Lettlands. SVT hefur eftir talskonu sjóhers Lettlands að líkamsleifar sem hafa fundist hafi verið sendar til rannsóknar svo hægt sé að bera kennsl á þær. Brak úr flugvélinni hefur einnig fundist og stendur til að hefja leit neðansjávar í dag. Talið er að flugvélin liggi á botninum þar sem hún hrapaði í sjóinn og stendur meðal annars til að nota dróna til að leita að henni og flugritum hennar, svokölluðum svörtum kössum. Þó ekkert liggi fyrir með vissu þykir líklegast að liðið hafi yfir áhöfn og farþega flugvélarinnar skömmu eftir flugtak. Sjálfstýring flugvélarinnar hafi flogið henni í átt að Köln og áfram, þar til hún varð eldsneytislaus. Þá hafi hún hrapaði í hafið á miklum hraða. A Cessna 551 that was flying from Jerez was supposed to land in Cologne but the pilot didn't answer ATC calls and the aircraft contiued to fly on autopilot in a straight line before it lost altitude and crashed into Baltic sea close to the Latvian coast https://t.co/iIVNoMNksW pic.twitter.com/klQQosArTg— Flightradar24 (@flightradar24) September 4, 2022 Spánn Frakkland Þýskaland Svíþjóð Lettland Fréttir af flugi Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira
Flugvélin var af gerðinni Cessna 551 og var verið að fljúga henni frá Spáni til Köln í Þýskalandi á sunnudaginn. Fjórir farþegar voru um borð en einkaþotan var í eigu þýsks auðjöfurs en óljóst er hve margir voru í áhöfninni. Zeit Online hefur eftir öðrum þýskum miðlum að auðjöfurinn, eiginkona hans, dóttir þeirra og maður hennar hafi verið um borð. Skömmu eftir flugtak á Spáni höfðu yfirvöld þar samband við Frakka um að áhöfn flugvélarinnar hefði lent í vandræðum með þrýsting þar um borð. Á engum tímapunkti náðist samband við áhöfn flugvélarinnar eða farþega og sögðu flugmenn orrustuþota sem sendar voru til móts við hana að þeir hefðu enga hreyfingu séð um borð. Fregnum erlendis ber að vísu ekki saman um hvort engin hreyfing sást eða hvort enginn sást í flugstjórnarklefa flugvélarinnar. En hafi loftþrýstingur fallið í flugvélinni er mögulegt að móða eða frost hafi lagst á rúður flugvélarinnar en hún var í um 36 þúsund feta hæð, eins og sjá má á gögnum Flightradar24. Flugvélin hélt sömu hæð mest alla flugferðina og flug rakleiðis yfir flugvöllinn í Köln. Að endingu hrapaði hún í Eystrasaltið skammt undan ströndum Lettlands. SVT hefur eftir talskonu sjóhers Lettlands að líkamsleifar sem hafa fundist hafi verið sendar til rannsóknar svo hægt sé að bera kennsl á þær. Brak úr flugvélinni hefur einnig fundist og stendur til að hefja leit neðansjávar í dag. Talið er að flugvélin liggi á botninum þar sem hún hrapaði í sjóinn og stendur meðal annars til að nota dróna til að leita að henni og flugritum hennar, svokölluðum svörtum kössum. Þó ekkert liggi fyrir með vissu þykir líklegast að liðið hafi yfir áhöfn og farþega flugvélarinnar skömmu eftir flugtak. Sjálfstýring flugvélarinnar hafi flogið henni í átt að Köln og áfram, þar til hún varð eldsneytislaus. Þá hafi hún hrapaði í hafið á miklum hraða. A Cessna 551 that was flying from Jerez was supposed to land in Cologne but the pilot didn't answer ATC calls and the aircraft contiued to fly on autopilot in a straight line before it lost altitude and crashed into Baltic sea close to the Latvian coast https://t.co/iIVNoMNksW pic.twitter.com/klQQosArTg— Flightradar24 (@flightradar24) September 4, 2022
Spánn Frakkland Þýskaland Svíþjóð Lettland Fréttir af flugi Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira