Fundu líkamsleifar í Eystrasalti Samúel Karl Ólason skrifar 6. september 2022 13:00 Talið er að sjálfstýring flugvélarinnar hafi haldið henni á lofti þar til hún varð eldsneytislaus. Flightradar24 Líkamsleifar hafa fundist í sjónum í Eystrasalti þar sem einkaþota brotlenti um helgina. Brak hefur einnig fundist en mikil óvissa ríkir varðandi það hvað leiddi til þess að flugvélin hrapaði í hafið. Flugvélin var af gerðinni Cessna 551 og var verið að fljúga henni frá Spáni til Köln í Þýskalandi á sunnudaginn. Fjórir farþegar voru um borð en einkaþotan var í eigu þýsks auðjöfurs en óljóst er hve margir voru í áhöfninni. Zeit Online hefur eftir öðrum þýskum miðlum að auðjöfurinn, eiginkona hans, dóttir þeirra og maður hennar hafi verið um borð. Skömmu eftir flugtak á Spáni höfðu yfirvöld þar samband við Frakka um að áhöfn flugvélarinnar hefði lent í vandræðum með þrýsting þar um borð. Á engum tímapunkti náðist samband við áhöfn flugvélarinnar eða farþega og sögðu flugmenn orrustuþota sem sendar voru til móts við hana að þeir hefðu enga hreyfingu séð um borð. Fregnum erlendis ber að vísu ekki saman um hvort engin hreyfing sást eða hvort enginn sást í flugstjórnarklefa flugvélarinnar. En hafi loftþrýstingur fallið í flugvélinni er mögulegt að móða eða frost hafi lagst á rúður flugvélarinnar en hún var í um 36 þúsund feta hæð, eins og sjá má á gögnum Flightradar24. Flugvélin hélt sömu hæð mest alla flugferðina og flug rakleiðis yfir flugvöllinn í Köln. Að endingu hrapaði hún í Eystrasaltið skammt undan ströndum Lettlands. SVT hefur eftir talskonu sjóhers Lettlands að líkamsleifar sem hafa fundist hafi verið sendar til rannsóknar svo hægt sé að bera kennsl á þær. Brak úr flugvélinni hefur einnig fundist og stendur til að hefja leit neðansjávar í dag. Talið er að flugvélin liggi á botninum þar sem hún hrapaði í sjóinn og stendur meðal annars til að nota dróna til að leita að henni og flugritum hennar, svokölluðum svörtum kössum. Þó ekkert liggi fyrir með vissu þykir líklegast að liðið hafi yfir áhöfn og farþega flugvélarinnar skömmu eftir flugtak. Sjálfstýring flugvélarinnar hafi flogið henni í átt að Köln og áfram, þar til hún varð eldsneytislaus. Þá hafi hún hrapaði í hafið á miklum hraða. A Cessna 551 that was flying from Jerez was supposed to land in Cologne but the pilot didn't answer ATC calls and the aircraft contiued to fly on autopilot in a straight line before it lost altitude and crashed into Baltic sea close to the Latvian coast https://t.co/iIVNoMNksW pic.twitter.com/klQQosArTg— Flightradar24 (@flightradar24) September 4, 2022 Spánn Frakkland Þýskaland Svíþjóð Lettland Fréttir af flugi Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum Sjá meira
Flugvélin var af gerðinni Cessna 551 og var verið að fljúga henni frá Spáni til Köln í Þýskalandi á sunnudaginn. Fjórir farþegar voru um borð en einkaþotan var í eigu þýsks auðjöfurs en óljóst er hve margir voru í áhöfninni. Zeit Online hefur eftir öðrum þýskum miðlum að auðjöfurinn, eiginkona hans, dóttir þeirra og maður hennar hafi verið um borð. Skömmu eftir flugtak á Spáni höfðu yfirvöld þar samband við Frakka um að áhöfn flugvélarinnar hefði lent í vandræðum með þrýsting þar um borð. Á engum tímapunkti náðist samband við áhöfn flugvélarinnar eða farþega og sögðu flugmenn orrustuþota sem sendar voru til móts við hana að þeir hefðu enga hreyfingu séð um borð. Fregnum erlendis ber að vísu ekki saman um hvort engin hreyfing sást eða hvort enginn sást í flugstjórnarklefa flugvélarinnar. En hafi loftþrýstingur fallið í flugvélinni er mögulegt að móða eða frost hafi lagst á rúður flugvélarinnar en hún var í um 36 þúsund feta hæð, eins og sjá má á gögnum Flightradar24. Flugvélin hélt sömu hæð mest alla flugferðina og flug rakleiðis yfir flugvöllinn í Köln. Að endingu hrapaði hún í Eystrasaltið skammt undan ströndum Lettlands. SVT hefur eftir talskonu sjóhers Lettlands að líkamsleifar sem hafa fundist hafi verið sendar til rannsóknar svo hægt sé að bera kennsl á þær. Brak úr flugvélinni hefur einnig fundist og stendur til að hefja leit neðansjávar í dag. Talið er að flugvélin liggi á botninum þar sem hún hrapaði í sjóinn og stendur meðal annars til að nota dróna til að leita að henni og flugritum hennar, svokölluðum svörtum kössum. Þó ekkert liggi fyrir með vissu þykir líklegast að liðið hafi yfir áhöfn og farþega flugvélarinnar skömmu eftir flugtak. Sjálfstýring flugvélarinnar hafi flogið henni í átt að Köln og áfram, þar til hún varð eldsneytislaus. Þá hafi hún hrapaði í hafið á miklum hraða. A Cessna 551 that was flying from Jerez was supposed to land in Cologne but the pilot didn't answer ATC calls and the aircraft contiued to fly on autopilot in a straight line before it lost altitude and crashed into Baltic sea close to the Latvian coast https://t.co/iIVNoMNksW pic.twitter.com/klQQosArTg— Flightradar24 (@flightradar24) September 4, 2022
Spánn Frakkland Þýskaland Svíþjóð Lettland Fréttir af flugi Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum Sjá meira