„Verð mjög hrærð yfir þessu öllu“ Sindri Sverrisson skrifar 6. september 2022 10:30 Vanda Sigurgeirsdóttir hefur þegar farið með Íslandi á eitt stórmót og gæti fagnað HM-sæti í kvöld, innan við ári eftir að hafa tekið við sem formaður KSÍ. VÍSIR/VILHELM „Ég er full bjartsýni og hef ofurtrú á stelpunum okkar,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, fyrir úrslitaleikinn í Utrecht í kvöld þar sem það ræðst hvort Holland eða Ísland kemst beint á HM í Eyjaálfu næsta sumar. Þrátt fyrir að innan við ár sé síðan að Vanda tók við formannsembætti hefur hún þegar farið með íslenska landsliðinu á eitt stórmót, EM í Englandi í sumar, og gæti svo fagnað HM-sæti með stelpunum okkar í kvöld ef Ísland sleppur við tap gegn Hollandi. „Ég er rosalega stolt af þeim og öllu starfsfólkinu í kring, þjálfaranum og öllu teyminu. Það eru allir að stefna í sömu átt og þetta er bara svona,“ segir Vanda og slær lófa að hjarta sér til að ítreka stoltið. „Ég syng þjóðsönginn fyrir alla leiki hástöfum og verð mjög hrærð yfir þessu öllu,“ segir Vanda en brot úr viðtali við hana má sjá hér að neðan. Klippa: Vanda sér fram á bjarta tíma Vanda á sjálf að baki 37 leiki fyrir íslenska A-landsliðið og var til að mynda fyrirliði liðsins þegar það vann Holland tvisvar í undankeppni EM 1995, þegar Ísland endaði í hópi átta bestu landsliða Evrópu. „Ég spilaði minn fyrsta landsleik árið 1985 þannig að þetta er orðið langur tími sem maður hefur fylgt þessu eftir. Stundum verður maður alveg orðlaus yfir breytingunum og því hvert við erum komin,“ segir Vanda. Skoðaði liðin sem náð höfðu langt og bauð Þorsteini langan samning Hún er ánægð með þróun íslenska landsliðsins síðustu misseri og sú ánægja endurspeglaðist í nýjum samningi við landsliðsþjálfarann Þorstein Halldórsson. Samningurinn er nokkuð langur, eða til ársins 2026, með möguleika á framlengingu fram yfir HM 2027. Vanda Sigurgeirsdóttir ræddi við Vísi á Galgenwaard-leikvanginum í Utrecht, þar sem örlög íslenska kvennalandsliðsins ráðast í kvöld.vísir/Arnar „Ég horfði aðeins í kringum mig og skoðaði liðin sem hafa verið að ná góðum árangri í gegnum tíðina. Eitt af einkennunum var að þjálfarinn var í langan tíma. Ég var mjög ánægð með Steina og hann hafði líka sýnt það með Breiðabliki að hann var góður í langan tíma. Það eru ekkert allir þjálfarar þannig. Við, ég og stjórn KSÍ, vildum sýna þetta traust sem við höfum á honum,“ segir Vanda og bætir við að ekki hafi þurft að sannfæra Þorstein neitt um að halda áfram: „Nei. Ég held að hann sé alveg á sömu línu. Við erum með mjög skemmtilegt og efnilegt lið, og ég sé fram á bjarta tíma á næstu árum, þegar þær safna fleiri og fleiri leikjum í reynslubankann. Ég held að við séum líka á þeim stað að það sé gott að vera með stöðugleika.“ Ísland mætir Hollandi í Utrecht í kvöld, klukkan 18:45 að íslenskum tíma, í úrslitaleik um öruggt sæti á HM. Tapi Ísland fer liðið í umspil í október. Vísir er á staðnum og flytur fréttir í allan dag af stelpunum okkar. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Tengdar fréttir Mjög nálægt því að hætta en gæti komist á HM í kvöld „Það væri svakalegt. Bara draumur,“ segir Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir um möguleikann á að feta í fótspor kærustu sinnar, kanadíska landsliðsmarkvarðarins Erin McLeod, með því að vinna sig í kvöld inn á HM í fótbolta í fyrsta sinn. 6. september 2022 09:30 KSÍ veitir áfengi ef vel fer í kvöld Ef að tilefni verður til þess að opna kampavínsflösku í kvöld, til að fagna fyrsta farseðli íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta á heimsmeistaramót, þá munu stelpurnar okkar mögulega gera það í boði Knattspyrnusambands Íslands. 6. september 2022 08:00 „Þroskast og breyst mikið frá því síðast“ Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir segir að Ísland eigi mikla möguleika á að tryggja sig inn á HM kvenna í fótbolta í fyrsta sinn á morgun, með góðum úrslitum gegn Hollandi í Utrecht. 5. september 2022 17:46 Stelpurnar okkar enn nær HM án þess að hreyfa legg eða lið Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er þessa stundina á leiðinni til Utrecht í Hollandi þar sem liðið mætir heimakonum á þriðjudagskvöld í úrslitaleik um öruggt sæti á HM. HM-draumurinn er orðinn mjög raunverulegur. 4. september 2022 11:00 Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sjá meira
Þrátt fyrir að innan við ár sé síðan að Vanda tók við formannsembætti hefur hún þegar farið með íslenska landsliðinu á eitt stórmót, EM í Englandi í sumar, og gæti svo fagnað HM-sæti með stelpunum okkar í kvöld ef Ísland sleppur við tap gegn Hollandi. „Ég er rosalega stolt af þeim og öllu starfsfólkinu í kring, þjálfaranum og öllu teyminu. Það eru allir að stefna í sömu átt og þetta er bara svona,“ segir Vanda og slær lófa að hjarta sér til að ítreka stoltið. „Ég syng þjóðsönginn fyrir alla leiki hástöfum og verð mjög hrærð yfir þessu öllu,“ segir Vanda en brot úr viðtali við hana má sjá hér að neðan. Klippa: Vanda sér fram á bjarta tíma Vanda á sjálf að baki 37 leiki fyrir íslenska A-landsliðið og var til að mynda fyrirliði liðsins þegar það vann Holland tvisvar í undankeppni EM 1995, þegar Ísland endaði í hópi átta bestu landsliða Evrópu. „Ég spilaði minn fyrsta landsleik árið 1985 þannig að þetta er orðið langur tími sem maður hefur fylgt þessu eftir. Stundum verður maður alveg orðlaus yfir breytingunum og því hvert við erum komin,“ segir Vanda. Skoðaði liðin sem náð höfðu langt og bauð Þorsteini langan samning Hún er ánægð með þróun íslenska landsliðsins síðustu misseri og sú ánægja endurspeglaðist í nýjum samningi við landsliðsþjálfarann Þorstein Halldórsson. Samningurinn er nokkuð langur, eða til ársins 2026, með möguleika á framlengingu fram yfir HM 2027. Vanda Sigurgeirsdóttir ræddi við Vísi á Galgenwaard-leikvanginum í Utrecht, þar sem örlög íslenska kvennalandsliðsins ráðast í kvöld.vísir/Arnar „Ég horfði aðeins í kringum mig og skoðaði liðin sem hafa verið að ná góðum árangri í gegnum tíðina. Eitt af einkennunum var að þjálfarinn var í langan tíma. Ég var mjög ánægð með Steina og hann hafði líka sýnt það með Breiðabliki að hann var góður í langan tíma. Það eru ekkert allir þjálfarar þannig. Við, ég og stjórn KSÍ, vildum sýna þetta traust sem við höfum á honum,“ segir Vanda og bætir við að ekki hafi þurft að sannfæra Þorstein neitt um að halda áfram: „Nei. Ég held að hann sé alveg á sömu línu. Við erum með mjög skemmtilegt og efnilegt lið, og ég sé fram á bjarta tíma á næstu árum, þegar þær safna fleiri og fleiri leikjum í reynslubankann. Ég held að við séum líka á þeim stað að það sé gott að vera með stöðugleika.“ Ísland mætir Hollandi í Utrecht í kvöld, klukkan 18:45 að íslenskum tíma, í úrslitaleik um öruggt sæti á HM. Tapi Ísland fer liðið í umspil í október. Vísir er á staðnum og flytur fréttir í allan dag af stelpunum okkar.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Tengdar fréttir Mjög nálægt því að hætta en gæti komist á HM í kvöld „Það væri svakalegt. Bara draumur,“ segir Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir um möguleikann á að feta í fótspor kærustu sinnar, kanadíska landsliðsmarkvarðarins Erin McLeod, með því að vinna sig í kvöld inn á HM í fótbolta í fyrsta sinn. 6. september 2022 09:30 KSÍ veitir áfengi ef vel fer í kvöld Ef að tilefni verður til þess að opna kampavínsflösku í kvöld, til að fagna fyrsta farseðli íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta á heimsmeistaramót, þá munu stelpurnar okkar mögulega gera það í boði Knattspyrnusambands Íslands. 6. september 2022 08:00 „Þroskast og breyst mikið frá því síðast“ Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir segir að Ísland eigi mikla möguleika á að tryggja sig inn á HM kvenna í fótbolta í fyrsta sinn á morgun, með góðum úrslitum gegn Hollandi í Utrecht. 5. september 2022 17:46 Stelpurnar okkar enn nær HM án þess að hreyfa legg eða lið Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er þessa stundina á leiðinni til Utrecht í Hollandi þar sem liðið mætir heimakonum á þriðjudagskvöld í úrslitaleik um öruggt sæti á HM. HM-draumurinn er orðinn mjög raunverulegur. 4. september 2022 11:00 Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sjá meira
Mjög nálægt því að hætta en gæti komist á HM í kvöld „Það væri svakalegt. Bara draumur,“ segir Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir um möguleikann á að feta í fótspor kærustu sinnar, kanadíska landsliðsmarkvarðarins Erin McLeod, með því að vinna sig í kvöld inn á HM í fótbolta í fyrsta sinn. 6. september 2022 09:30
KSÍ veitir áfengi ef vel fer í kvöld Ef að tilefni verður til þess að opna kampavínsflösku í kvöld, til að fagna fyrsta farseðli íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta á heimsmeistaramót, þá munu stelpurnar okkar mögulega gera það í boði Knattspyrnusambands Íslands. 6. september 2022 08:00
„Þroskast og breyst mikið frá því síðast“ Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir segir að Ísland eigi mikla möguleika á að tryggja sig inn á HM kvenna í fótbolta í fyrsta sinn á morgun, með góðum úrslitum gegn Hollandi í Utrecht. 5. september 2022 17:46
Stelpurnar okkar enn nær HM án þess að hreyfa legg eða lið Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er þessa stundina á leiðinni til Utrecht í Hollandi þar sem liðið mætir heimakonum á þriðjudagskvöld í úrslitaleik um öruggt sæti á HM. HM-draumurinn er orðinn mjög raunverulegur. 4. september 2022 11:00