Fótbolti

Sjáðu blaðamannafundinn fyrir leikinn mikilvæga

Sindri Sverrisson skrifar
Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði tvö fyrstu mörk Íslands gegn Hvíta-Rússlandi á föstudaginn.
Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði tvö fyrstu mörk Íslands gegn Hvíta-Rússlandi á föstudaginn. VÍSIR/HULDA MARGRÉT

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta leikur á morgun einn sinn mikilvægasta leik frá upphafi þegar liðið spilar við Holland um öruggt sæti á HM.

Leikurinn fer fram í Utrecht í Hollandi og þar sátu fyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir og landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson fyrir svörum á blaðamannafundi í dag.

Blaðamannafundinn í heild má sjá hér að neðan.

Bæði íslenskir og hollenskir fjölmiðlamenn sátu fundinn og þess vegna er hluti fundarins á ensku.

Leikur Íslands og Hollands á morgun hefst klukkan 18:45 að íslenskum tíma, eða klukkan 20:45 að staðartíma. Íslandi dugar þar jafntefli til að enda efst í riðlinum og komast beint á HM en tapist leikurinn þarf liðið að fara í umspil í október.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×