Samkvæmt heimildum Vísis kynntist parið í Helsinki þar sem þau voru stödd á Helsinki Cup en bæði eru þau búsett í Garðabæ en Brynja starfar þar sem bæjarfulltrúi.
Það er mikið fram undan hjá Brynju. Um miðjan september mun hún taka sæti á Alþingi fyrir Ásmund Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra.
Auk þess rekur hún verslunina Loppuna í Smáralind og leiðir starfshóp um forvarnir og viðbrögð við áföllum í lífi barna.