Segir brýnt að árásarmennirnir verði sóttir til saka Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. september 2022 07:13 Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada segir brýnt að mennirnir verði sóttir til saka. Getty/Sean Gallup Tveir menn, sem taldir eru hafa stungið tíu til bana og sært fimmtán í héraðinu Saskatchewan í Kanada í gær, eru enn ófundnir. Forsætisráðherra landsins segist fylgjast grannt með stöðu mála og brýnt sé að árásarmennirnir verði sóttir til saka. Lögreglan í Kanada hefur lýst eftir tveimur mönnum, Damien Sanderson og Myles Sanderson, vegna árásanna. Talið er að þeir hafi hafið árásarhrinuna klukkan 5:40 í gærmorgun að staðartíma. Fljótlega hafi tilkynningarnar farið að hrannast inn frá þrettán mismunandi stöðum í héraðinu. Flestar árásanna voru þó í James Smith Cree samfélaginu og bænum Weldon. Talið er að mennirnir tveir hafi valið hluta fónarlambanna en ráðist á hluta þeirra af handahófi. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Saskatchewan og í nágrannahéruðunum Alberta og Manitoba. Forsætisráðherrann Justin Trudeau sagði í yfirlýsingu sem hann birti á heimasíðu sinni í gær að kanadíska ríkisstjórnin hafi verið í beinu sambandi við leiðtoga James Smith Cree þjóðarinnar. Þá sagði hann að árásarmannirnir þyrftu að taka ábyrgð á gjörðum sínum og mikilvægt sé að þeir verði sóttir til saka. Please read my full statement on the attacks in Saskatchewan: https://t.co/YEYHR6utxo— Justin Trudeau (@JustinTrudeau) September 5, 2022 Um eitt þúsund eru hluti af samfélagi James Smith Cree en þjóðin býr um sextíu kílómetra suðaustur af Prince Albert og í um 300 kílómetra fjarlægð norður af Regina. Tæplega 200 búa í bænum Weldon sem er um 25 kílómetra suðvestur af James Smith Cree og um 60 kílómetra suðaustur af Prince Albert. Búið er að koma upp nokkrum vegatálmum svo lögregla geti fylgst með hvort grunaðir árásarmenn verði á vegi þeirra. Talið er að mennirnir séu enn í Saskatchewan en talið er að til þeirra hafi sést í Reginu seint í gærkvöldi. Talið er a þeir ferðist um á svörtum NIssan Rogue. Ekkert bendi til þess að mennirnir hafi ráðist á nokkurn í nágrannahéruðum. Saskatchewan-hérað er um miðbik Kanada, milli Alberta og Manitoba. Kanada Tengdar fréttir Minnst tíu stungin til bana í Kanada Minnst tíu eru látin og fimmtán særð eftir fjölda hnífsstunguárása í kanada í dag. 4. september 2022 22:33 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Sjá meira
Lögreglan í Kanada hefur lýst eftir tveimur mönnum, Damien Sanderson og Myles Sanderson, vegna árásanna. Talið er að þeir hafi hafið árásarhrinuna klukkan 5:40 í gærmorgun að staðartíma. Fljótlega hafi tilkynningarnar farið að hrannast inn frá þrettán mismunandi stöðum í héraðinu. Flestar árásanna voru þó í James Smith Cree samfélaginu og bænum Weldon. Talið er að mennirnir tveir hafi valið hluta fónarlambanna en ráðist á hluta þeirra af handahófi. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Saskatchewan og í nágrannahéruðunum Alberta og Manitoba. Forsætisráðherrann Justin Trudeau sagði í yfirlýsingu sem hann birti á heimasíðu sinni í gær að kanadíska ríkisstjórnin hafi verið í beinu sambandi við leiðtoga James Smith Cree þjóðarinnar. Þá sagði hann að árásarmannirnir þyrftu að taka ábyrgð á gjörðum sínum og mikilvægt sé að þeir verði sóttir til saka. Please read my full statement on the attacks in Saskatchewan: https://t.co/YEYHR6utxo— Justin Trudeau (@JustinTrudeau) September 5, 2022 Um eitt þúsund eru hluti af samfélagi James Smith Cree en þjóðin býr um sextíu kílómetra suðaustur af Prince Albert og í um 300 kílómetra fjarlægð norður af Regina. Tæplega 200 búa í bænum Weldon sem er um 25 kílómetra suðvestur af James Smith Cree og um 60 kílómetra suðaustur af Prince Albert. Búið er að koma upp nokkrum vegatálmum svo lögregla geti fylgst með hvort grunaðir árásarmenn verði á vegi þeirra. Talið er að mennirnir séu enn í Saskatchewan en talið er að til þeirra hafi sést í Reginu seint í gærkvöldi. Talið er a þeir ferðist um á svörtum NIssan Rogue. Ekkert bendi til þess að mennirnir hafi ráðist á nokkurn í nágrannahéruðum. Saskatchewan-hérað er um miðbik Kanada, milli Alberta og Manitoba.
Kanada Tengdar fréttir Minnst tíu stungin til bana í Kanada Minnst tíu eru látin og fimmtán særð eftir fjölda hnífsstunguárása í kanada í dag. 4. september 2022 22:33 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Sjá meira
Minnst tíu stungin til bana í Kanada Minnst tíu eru látin og fimmtán særð eftir fjölda hnífsstunguárása í kanada í dag. 4. september 2022 22:33