Sling selt á nærri níu milljarða króna til bandarísks tæknirisa
![Hlutabréfaverð Toast hefur hækkað um þriðjung frá því að fyrirtækið keypti Sling í byrjun júlí og er markaðsvirði þess í dag um 9,5 milljarðar Bandaríkjadala.](https://www.visir.is/i/8BF3468EC07C2AB0676C6FA0F8040C1AD464E7387DF8C9A947B2477ED0B8C622_713x0.jpg)
Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Sling, sem var stofnað af Helga Hermannssyni fyrir um sjö árum síðan, var keypt fyrr í sumar á samtals um 60,6 miljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 8,6 milljarða króna á gengi dagsins í dag, af bandaríska tæknifyrirtækinu Toast. Stærstur hluti kaupverðsins var í formi reiðufjár en stjórnendur Sling fengu einnig afhent hlutabréf í Toast sem skráð í kauphöllinni í New York (NYSE).
Tengdar fréttir
![](https://www.visir.is/i/C8102A14384C5A6862B5049A80337A07AF47DA3DC35E79E62BEFDF75A8526810_308x200.jpg)
Gekk um götur New York með kynningu og nú með notendur um allan heim
„Yfir nítján þúsund fyrirtæki í 132 löndum nota Sling daglega, krakkar internetið virkar!“ segir Helgi Hermannsson framkvæmdastjóri Sling en Sling er hugbúnaður fyrir vinnustaði þar sem unnið er á vöktum.