Fagnar því að olíufélögin séu farin að taka við sér en segir það löngu tímabært Fanndís Birna Logadóttir skrifar 4. september 2022 16:22 Runólfur Ólafsson,framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Vísir/Egill Bensínlítrinn er kominn undir 300 krónur hjá Costco og virðast önnur félög einnig lækka sín verð um þessar mundir. Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeiganda segir þetta löngu tímabært þar sem Ísland sé með hæsta bensínverð í Evrópu. Þó undirliggjandi verðlækkanir séu til staðar sé mikil óvissa fram undan og viðbúið að eldsneytisverð verði enn hátt. Bensínlítrinn fór fyrst yfir 300 krónur í mars og í júní var lítrinn kominn yfir 350 krónur á flestum bensínstöðvum landsins. Samkvæmt upplýsingum á vef Aurbjargar er Costco nú með lægsta eldsneytisverðið á landinu en bensínlítrinn er þar á rúmar 298 krónur. Hjá öðrum félögum er lægsta verðið tæplega 302 krónur. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segir löngu tímabært að verðið lækki. „Við höfum gagnrýnt að félögin hafa verið mjög sein til lækkunar undanfarnar vikur og við höfum séð þessa þróun eiga sér stað fyrr á nágrannamörkuðum og við vorum bara nýlega með frétt fyrir helgi að bensín á Íslandi var það dýrasta í Evrópu. Í sjálfu sér fögnum að félögin séu eitthvað að taka við sér en þetta er eitthvað sem við áttum von á,“ segir Runólfur. Verðið enn hátt og enn hærra á landsbyggðinni Verð sé enn gríðarlega hátt, þar sem verð á lítrann sé allt að 20 krónum hærri en á meðalári, en undirliggjandi verðlækkun sé til staðar. Þegar litið er til landsbyggðarinnar er verð þó miklu hærra, á stöðvum Olís í Vestmannaeyjum, Stykkishólmi, Hrauneyjum og á Akranesi er verðið til að mynda rúmar 333 krónur á lítrann. Verð er yfirleitt lægra á höfuðborgarsvæðinu en Runólfur segir þetta spurningu um álagsstefnu félaganna. Hann bendir þó á að félögin séu tilbúin að bjóða umtalsvert lægra verð, til að mynda á Akureyri. „Einstaka sinnum sjáum við þetta gerast annars staðar á landsbyggðinni, það er svona smá viðleitni til lækkunar. Þannig það er alveg tækifæri til þess að lækka víðar og vera ekki að bjóða landsbyggðinni upp á þetta ofurverð,“ segir hann. Hvað þróunina varðar almennt sé erfitt að segja, þar sem stríðið í Úkraínu spili meðal annars stór hlutverk. „Það er engin sérstök bjartsýni en auðvitað eru eins og til dæmis Evrópusambandið að reyna að grípa til aðgerða með verðþaki og slíku, og víða hafa líka stjórnvöld í nágrannalöndum okkar, svona tímabundið alla vega, lækkað skatta á eldsneyti til að mæta auknum orkukostnaði sinna landsmanna. En að óbreyttu þá verður verð hátt,“ segir Runólfur. Bensín og olía Neytendur Verðlag Bílar Tengdar fréttir FÍB telur að olíufélög skuldi verðlækkun Félag íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB telur að íslensku olíufélögin séu ekki að fylgja lækkuðu heimsmarkaðsverði á hráolíu á sama hátt og hækkunum á sömu hráolíu er gjarnan fylgt. Eins bendir FÍB á þá staðreynd á heimasíðu sinni að síðan hráolíuverð hefur lækkað um tæp 30% hefur eldsneytisverð lækkaðum 4,2% fyrir bensín og 4,7% fyrir dísel. Dönsk olíufélög hafa hins vegar lækkað bensín um 18,4% og dísel um 16,8% á sama tíma. 15. ágúst 2022 07:01 Bensínverð ekki náð methæðum að raunvirði og geti enn hækkað Þrátt fyrir að bensínverð hafi aldrei verið hærra í krónum talið í kjölfar umtalsverðra hækkana er enn nokkuð í að bensínverð nái hæstu hæðum á Íslandi. 16. júní 2022 16:10 350 króna múrinn fallinn Bensínlítrinn er nú víða kominn yfir 350 krónur í kjölfar umtalsverðra hækkana seinustu misseri. Samkvæmt gögnum frá Gasvaktinni reið Orkan á vaðið á mánudag og hækkaði verð á flestum stöðvum sínum um 11,5 krónur úr 343,4 krónum í 354,9 krónur á lítrann. 15. júní 2022 17:24 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Fleiri fréttir Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Sjá meira
Bensínlítrinn fór fyrst yfir 300 krónur í mars og í júní var lítrinn kominn yfir 350 krónur á flestum bensínstöðvum landsins. Samkvæmt upplýsingum á vef Aurbjargar er Costco nú með lægsta eldsneytisverðið á landinu en bensínlítrinn er þar á rúmar 298 krónur. Hjá öðrum félögum er lægsta verðið tæplega 302 krónur. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segir löngu tímabært að verðið lækki. „Við höfum gagnrýnt að félögin hafa verið mjög sein til lækkunar undanfarnar vikur og við höfum séð þessa þróun eiga sér stað fyrr á nágrannamörkuðum og við vorum bara nýlega með frétt fyrir helgi að bensín á Íslandi var það dýrasta í Evrópu. Í sjálfu sér fögnum að félögin séu eitthvað að taka við sér en þetta er eitthvað sem við áttum von á,“ segir Runólfur. Verðið enn hátt og enn hærra á landsbyggðinni Verð sé enn gríðarlega hátt, þar sem verð á lítrann sé allt að 20 krónum hærri en á meðalári, en undirliggjandi verðlækkun sé til staðar. Þegar litið er til landsbyggðarinnar er verð þó miklu hærra, á stöðvum Olís í Vestmannaeyjum, Stykkishólmi, Hrauneyjum og á Akranesi er verðið til að mynda rúmar 333 krónur á lítrann. Verð er yfirleitt lægra á höfuðborgarsvæðinu en Runólfur segir þetta spurningu um álagsstefnu félaganna. Hann bendir þó á að félögin séu tilbúin að bjóða umtalsvert lægra verð, til að mynda á Akureyri. „Einstaka sinnum sjáum við þetta gerast annars staðar á landsbyggðinni, það er svona smá viðleitni til lækkunar. Þannig það er alveg tækifæri til þess að lækka víðar og vera ekki að bjóða landsbyggðinni upp á þetta ofurverð,“ segir hann. Hvað þróunina varðar almennt sé erfitt að segja, þar sem stríðið í Úkraínu spili meðal annars stór hlutverk. „Það er engin sérstök bjartsýni en auðvitað eru eins og til dæmis Evrópusambandið að reyna að grípa til aðgerða með verðþaki og slíku, og víða hafa líka stjórnvöld í nágrannalöndum okkar, svona tímabundið alla vega, lækkað skatta á eldsneyti til að mæta auknum orkukostnaði sinna landsmanna. En að óbreyttu þá verður verð hátt,“ segir Runólfur.
Bensín og olía Neytendur Verðlag Bílar Tengdar fréttir FÍB telur að olíufélög skuldi verðlækkun Félag íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB telur að íslensku olíufélögin séu ekki að fylgja lækkuðu heimsmarkaðsverði á hráolíu á sama hátt og hækkunum á sömu hráolíu er gjarnan fylgt. Eins bendir FÍB á þá staðreynd á heimasíðu sinni að síðan hráolíuverð hefur lækkað um tæp 30% hefur eldsneytisverð lækkaðum 4,2% fyrir bensín og 4,7% fyrir dísel. Dönsk olíufélög hafa hins vegar lækkað bensín um 18,4% og dísel um 16,8% á sama tíma. 15. ágúst 2022 07:01 Bensínverð ekki náð methæðum að raunvirði og geti enn hækkað Þrátt fyrir að bensínverð hafi aldrei verið hærra í krónum talið í kjölfar umtalsverðra hækkana er enn nokkuð í að bensínverð nái hæstu hæðum á Íslandi. 16. júní 2022 16:10 350 króna múrinn fallinn Bensínlítrinn er nú víða kominn yfir 350 krónur í kjölfar umtalsverðra hækkana seinustu misseri. Samkvæmt gögnum frá Gasvaktinni reið Orkan á vaðið á mánudag og hækkaði verð á flestum stöðvum sínum um 11,5 krónur úr 343,4 krónum í 354,9 krónur á lítrann. 15. júní 2022 17:24 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Fleiri fréttir Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Sjá meira
FÍB telur að olíufélög skuldi verðlækkun Félag íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB telur að íslensku olíufélögin séu ekki að fylgja lækkuðu heimsmarkaðsverði á hráolíu á sama hátt og hækkunum á sömu hráolíu er gjarnan fylgt. Eins bendir FÍB á þá staðreynd á heimasíðu sinni að síðan hráolíuverð hefur lækkað um tæp 30% hefur eldsneytisverð lækkaðum 4,2% fyrir bensín og 4,7% fyrir dísel. Dönsk olíufélög hafa hins vegar lækkað bensín um 18,4% og dísel um 16,8% á sama tíma. 15. ágúst 2022 07:01
Bensínverð ekki náð methæðum að raunvirði og geti enn hækkað Þrátt fyrir að bensínverð hafi aldrei verið hærra í krónum talið í kjölfar umtalsverðra hækkana er enn nokkuð í að bensínverð nái hæstu hæðum á Íslandi. 16. júní 2022 16:10
350 króna múrinn fallinn Bensínlítrinn er nú víða kominn yfir 350 krónur í kjölfar umtalsverðra hækkana seinustu misseri. Samkvæmt gögnum frá Gasvaktinni reið Orkan á vaðið á mánudag og hækkaði verð á flestum stöðvum sínum um 11,5 krónur úr 343,4 krónum í 354,9 krónur á lítrann. 15. júní 2022 17:24