Erlent

Einn látinn eftir að aur­skriða féll í Þrændar­lögum

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Mikill viðbúnaður var á svæðinu. Mynd tengist frétt ekki beint.
Mikill viðbúnaður var á svæðinu. Mynd tengist frétt ekki beint. Gett/Stasys Kudarauskas

Einn er látinn eftir að aurskriða féll í Þrændarlögum í Noregi í dag en aurskriðan eyðilagði hús sem varð á vegi hennar og á helmingur hússins að hafa flust burt með skriðunni.

Lögreglunni barst tilkynning vegna aurskriðunnar klukkan 17:30 á íslenskum tíma. Aurskriðan er sögð vera 200 metrar á lengd og 20 metrar á breidd. VG greinir frá.

Mikill viðbúnaður var á svæðinu en auk löggæsluaðila voru sjúkraþyrlur og leitarhundar. Fólki í nágreninu hafi einnig verið boðin áfallahjálp.

Sex einstaklingar eru sagðir hafa verið í húsinu þegar aurskriðan féll  en einn þeirra hefur verið úrskurðaður látinn. Hinir fimm séu komnir í hendur heilbrigðisstarfsfólks en eru sagðir hafa setið fastir í húsinu sem varð fyrir skriðunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×