Innlent

Þriðjungur kvenna orðið fyrir áreitni eða ofbeldi á vinnustað

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Rannsóknin var unnin af vísindamönnum við Háskóla íslands.
Rannsóknin var unnin af vísindamönnum við Háskóla íslands. Vísir/Vilhelm

Þriðjungur kvenna á Íslandi hefur orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi á vinnustað einhvern tímann á lífsleiðinni samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar á vegum vísindamanna Háskóla Íslands.

Sagt er frá þeim í nýjasta hefti vísindatímarits The Lancet Public Health. Rannsóknin sýnir enn fremur að konur á opinberum vettvangi og í ferðaþjónustu séu í mestri hættu á kynferðislegri áreitni og ofbeldi á núverandi vinnustað sínum. Þá eru konur sem vinna vaktavinnu eða langar vaktir útsettari.

Gögn í rannsókninni eru fengin úr hinu viðamikla rannsóknarverkefni Áfallasaga kvenna sem vísindamenn við Miðstöð í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands standa að og byggist á svörum tæplega sextan þúsund kvenna.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×