Hvorki laun né kjarasamningar hjá stafrænu vinnuafli Rakel Sveinsdóttir skrifar 6. september 2022 07:00 Fv.: Sigurður Davíð Stefánsson og Eyþór Logi Þorsteinsson stofnuðu Elvolv árið 2020. Þeir eru þó engir nýgræðingar í nýsköpun því áður stofnuðu þeir sprotafyrirtækið Rentmate sem síðan var selt til Hollands. Nú hafa þeir þróað stafrænt vinnuafl sem fyrirtæki geta ýmist keypt eða leigt. Vísir/Vilhelm Það eru hvorki laun né kjarasamningar sem þarf að huga að hjá stafrænu vinnuafli. Því já, þið lásuð rétt: Stafrænt vinnuafl er orðið að veruleika. Fyrirtækið Evolv býður fyrirtækjum upp á stafrænt vinnuafl til leigu eða kaups. Þetta vinnuafl er kallað „þjarkar“ og um þjónustu þjarka segir meðal annars: Þjarkarnir geta bæði unnið sjálfstætt eða sem einskonar aðstoðarmenn starfsfólks Þjarkarnir líkja eftir aðgerðum starfsfólks og vinna með öllum viðskiptakerfum. Þjarkarnir geta tekið ákvarðanir bæði út frá fyrirfram ákveðnum reglum eða með nýtingu vélnáms (e. Machine learning). Hjálpa til við styttingu vinnuviku og starfsánægju Stofnendur Evolv eru þeir Sigurður Davíð Stefánsson og Eyþór Logi Þorsteinsson. Sigurður er 28 ára með B.Sc. í rekstrarverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík og M.Sc. í rekstrarverkfræði með áherslu á nýsköpun frá KTH í Stokkhólmi, Svíþjóð. Eyþór er 27 ára með B.Sc. í rekstrarverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Að sögn þeirra félaga er stafrænt vinnuafl eitthvað sem tifar vel í takt við tímann. Því almennt sé aukin krafa á vinnumarkaði um sjálfvirknivæðingu. Til dæmis sé ásókn í þjarka til að styðja við styttingu vinnuvikunnar. „Fyrirtæki hafa einfaldlega færri klukkustundir í hverri viku til að leysa sömu verkefni og áður,“ segir Eyþór. Og þjarkarnir stuðla að meiri starfsánægju. Þar sem samkeppni um starfsfólk á markaðnum í dag hefur aukist, þurfa fyrirtæki að leggja sitt af mörkum til þess að halda í gott starfsfólk. Með því að innleiða stafrænt vinnuafl þá losnar starfsfólk við þessa síendurteknu vinnu sem getur verið íþyngjandi og hefur því meiri tíma til þess að sinna virðisaukandi verkefnum,“ segir Sigurður. Sem dæmi um verkefni sem þjarkar sjá um að leysa, má benda á hraðasektir Ríkislögreglustjóra sem Vísir sagði frá fyrir jólin í fyrra. Þar er rætt við Rannveigu Þórisdóttir sviðstjóra hjá þjónustusviði ríkislögregla sem sagði meðal annars: „Kannski að ég leyfi mér að bæta við að við gáfum þjarkanum nafnið Hólmfríður til minningar um samstarfskonu okkar sem féll frá fyrir fjórum árum síðan. Þannig að það er líka bara rosalega gaman að hafa hana með okkur áfram.“ Sagan á bakvið hugmyndina Evolv hefur fengið vilyrði fyrir styrk frá Rannís en hefur hingað til verið fjármagnað af eigendunum sjálfum. Að sögn Sigurðar og Eyþórs er ekki á döfinni að leita til fjárfesta, sem þó gæti auðvitað breyst síðar. Sigurður og Eyþór eru reyndar engir nýgræðingar í nýsköpun. Því þeir hafa þegar komið að öðru nýsköpunarfyrirtæki sem síðar var selt erlendis. Það var á meðan þeir voru enn í námi. Ég og Sigurður fórum saman í gegnum B.Sc. í rekstrarverkfræði í Háskólanum í Reykjavík þar sem við urðum nánir vinir og unnum mikið saman að ýmsum verkefnum. Á meðan skólagöngunni í HR stóð þá stofnuðum við, ásamt tveimur öðrum vinum, sprotafyrirtækið Rentmate sem var síðar selt til erlends félags, Housing Anywhere í byrjun árs 2020.“ Þegar að náminu lauk í HR langaði þeim þó að starfa áfram saman. Helst við eitthvað fjölbreytt og skemmtilegt. „Það kraumaði lengi í okkur að byrja með einhverskonar rekstur og hugmyndirnar misgóðar sem komu upp,“ segir Sigurður og bætir við: ,,Við höfðum báðir mikinn áhuga á sjálfvirknivæðingu og ferlagreiningum og þar með þegar við fórum að kynna okkur nánar fyrirbrigðið stafrænt vinnuafl urðum við báðir fljótt mjög áhugasamir. Sumarið 2020 fór nánast í það að setjast aftur á skólabekk þar sem við sóttum okkur eins mikla þekkingu og við gátum tengda stafrænu vinnuafli og þeim tólum sem vinna vel með því.“ Í september 2020 stofnuðu þeir síðan félagið Evolv. Öflug liðsheild starfar hjá Evolv, fv: Helga Lárusdóttir, Sigurður Davíð Stefánsson, Eyþór Logi Þorsteinsson, Eiríkur Ari Sigríðarson og Magnús Konráð Sigurðsson.Vísir/Vilhelm Vitundavakning á vinnumarkaðinum Að sögn Eyþórs og Sigurðar getur verkefni fyrir viðskiptavini tekið allt frá nokkrum dögum yfir í nokkra mánuði. Allt eftir því hvert viðfangsefnið er og hvert starf þjarkans er ætlað að verða. Kosturinn er samt sá að vinnustaðir þurfa ekki að þróa eða kaupa dýran hugbúnað til að innleiða stafrænt vinnuafl. Þjarkar geta unnið með öllu fólki og öllum kerfum. Sem dæmi um viðskiptavini Evolv nefna Sigurður og Eyþór Distica, Íslandshótel, Ósar, Norðurál, Bláa lónið og Ríkislögreglustjóra. „Eins og staðan er núna þá erum við með áherslu á íslenska markaðinn og leggjum mikið upp úr því að þjónusta okkar viðskiptavini eins vel og hægt er til þess byggja upp traust og langvarandi viðskiptasambönd,“ segir Sigurður. Og það er ljóst að félagarnir eru bjartsýnir um framhaldið. „Að okkar mati þá hefur orðið mikil vitundarvakning hjá fyrirtækjum varðandi tækifæri til þess að nýta sér stafrænt vinnuafl síðustu misseri,“ segir Eyþór. Þótt félagið sé aðeins tveggja ára gamalt eru starfsmenn nú þegar orðnir fimm en þau eru auk Eyþórs og Sigurðar: Helga Lárusdóttir sem nýverið bættist við í hópinn. Helga er með B.Sc. gráðu í rekstrarverkfræði og B.Sc. gráðu í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Hún starfaði áður sem forritari hjá Smart Solutions. Magnús Konráð Sigurðsson sem einnig bættist nýlega við hópinn. Magnús er með B.Sc. gráðu í hugbúnaðarverkfræði úr Háskólanum í Reykjavík. Áður hefur Magnús starfað sem framendaforritari hjá UT-deild Kópavogsbæjar. Eiríkur Ari Sigríðarson hefur starfað hjá Evolv lengur en hann er með B.Sc. gráðu í rekstrarverkfræði úr Háskólanum í Reykjavík og hefur sinnt ýmiss konar kennslu á sviði raungreina. Meðal annars sem dæmatímakennari við verkfræðideild HR. Nýsköpun Tækni Vinnumarkaður Stafræn þróun Gervigreind Tengdar fréttir Snjallvæðingin: Mótstaðan getur líka verið hjá stjórnendum og stjórnarmönnum Margir óttast þá þróun að gervigreind og snjallar lausnir munu leysa af hólmi ýmiss störf og verkefni sem mannfólkið hefur séð um hingað til. 25. maí 2022 08:00 Snjallvæðingin: „Gögnin sem hafa safnast upp beinlínis öskra á næsta skref“ „Íslensk fyrirtæki eru fremur langt komin í stafvæðingunni en skammt á veg komin í snjallvæðingunni,“ segir Brynjólfur Borgar Jónsson stofnandi og framkvæmdastjóri DataLab. 12. maí 2022 07:00 Nýtt íslenskt app: Að verða pabbi breytti öllu „Þeir eru algjörir meistarar og gera lífið mitt alveg fullkomið,“ segir Snævar Már Jónsson um syni sína Frosta og Ísak. Frosti er þriggja ára en Ísak er eins árs. 2. maí 2022 07:00 „Fjölskylda og vinir halda að við séum búnir að meika það“ Í síðustu viku sagði Vísir frá því að íslenska sprotafyrirtækið Lightsnap hefði sprengt öll nýskráningarmet Google þegar það opnaði fyrir appþjónustuna sína í Svíþjóð. Fyrir vikið misskildi Google viðtökurnar og taldi að um netárás væri að ræða. Lightsnap hyggst á enn frekari útrás og stefnir næst á að opna í Bandaríkjunum. 27. september 2021 07:01 „Ég fékk oft að heyra að þetta væri nú frekar bjartsýnt hjá mér“ „Ég hafði stofnað fyrirtækið Icelandic Coupons, sem er afsláttarapp fyrir ferðamenn og Íslendinga árið 2015. Í þeirri vegferð var ég mikið að funda á veitingahúsum landsins. Mér fannst ótrúlegt að sjá hvað voru margar aðferðir notaðar við að halda utan um borðabókanir. Sumir voru með stílabækur, aðrir voru að notast við Word í tölvum og enn aðrir við erlend bókunarforrit og svo framvegis,“ segir Inga Tinna Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Dineout um aðdragandann að því að Dineout var stofnað. 13. september 2021 07:01 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Sjá meira
Fyrirtækið Evolv býður fyrirtækjum upp á stafrænt vinnuafl til leigu eða kaups. Þetta vinnuafl er kallað „þjarkar“ og um þjónustu þjarka segir meðal annars: Þjarkarnir geta bæði unnið sjálfstætt eða sem einskonar aðstoðarmenn starfsfólks Þjarkarnir líkja eftir aðgerðum starfsfólks og vinna með öllum viðskiptakerfum. Þjarkarnir geta tekið ákvarðanir bæði út frá fyrirfram ákveðnum reglum eða með nýtingu vélnáms (e. Machine learning). Hjálpa til við styttingu vinnuviku og starfsánægju Stofnendur Evolv eru þeir Sigurður Davíð Stefánsson og Eyþór Logi Þorsteinsson. Sigurður er 28 ára með B.Sc. í rekstrarverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík og M.Sc. í rekstrarverkfræði með áherslu á nýsköpun frá KTH í Stokkhólmi, Svíþjóð. Eyþór er 27 ára með B.Sc. í rekstrarverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Að sögn þeirra félaga er stafrænt vinnuafl eitthvað sem tifar vel í takt við tímann. Því almennt sé aukin krafa á vinnumarkaði um sjálfvirknivæðingu. Til dæmis sé ásókn í þjarka til að styðja við styttingu vinnuvikunnar. „Fyrirtæki hafa einfaldlega færri klukkustundir í hverri viku til að leysa sömu verkefni og áður,“ segir Eyþór. Og þjarkarnir stuðla að meiri starfsánægju. Þar sem samkeppni um starfsfólk á markaðnum í dag hefur aukist, þurfa fyrirtæki að leggja sitt af mörkum til þess að halda í gott starfsfólk. Með því að innleiða stafrænt vinnuafl þá losnar starfsfólk við þessa síendurteknu vinnu sem getur verið íþyngjandi og hefur því meiri tíma til þess að sinna virðisaukandi verkefnum,“ segir Sigurður. Sem dæmi um verkefni sem þjarkar sjá um að leysa, má benda á hraðasektir Ríkislögreglustjóra sem Vísir sagði frá fyrir jólin í fyrra. Þar er rætt við Rannveigu Þórisdóttir sviðstjóra hjá þjónustusviði ríkislögregla sem sagði meðal annars: „Kannski að ég leyfi mér að bæta við að við gáfum þjarkanum nafnið Hólmfríður til minningar um samstarfskonu okkar sem féll frá fyrir fjórum árum síðan. Þannig að það er líka bara rosalega gaman að hafa hana með okkur áfram.“ Sagan á bakvið hugmyndina Evolv hefur fengið vilyrði fyrir styrk frá Rannís en hefur hingað til verið fjármagnað af eigendunum sjálfum. Að sögn Sigurðar og Eyþórs er ekki á döfinni að leita til fjárfesta, sem þó gæti auðvitað breyst síðar. Sigurður og Eyþór eru reyndar engir nýgræðingar í nýsköpun. Því þeir hafa þegar komið að öðru nýsköpunarfyrirtæki sem síðar var selt erlendis. Það var á meðan þeir voru enn í námi. Ég og Sigurður fórum saman í gegnum B.Sc. í rekstrarverkfræði í Háskólanum í Reykjavík þar sem við urðum nánir vinir og unnum mikið saman að ýmsum verkefnum. Á meðan skólagöngunni í HR stóð þá stofnuðum við, ásamt tveimur öðrum vinum, sprotafyrirtækið Rentmate sem var síðar selt til erlends félags, Housing Anywhere í byrjun árs 2020.“ Þegar að náminu lauk í HR langaði þeim þó að starfa áfram saman. Helst við eitthvað fjölbreytt og skemmtilegt. „Það kraumaði lengi í okkur að byrja með einhverskonar rekstur og hugmyndirnar misgóðar sem komu upp,“ segir Sigurður og bætir við: ,,Við höfðum báðir mikinn áhuga á sjálfvirknivæðingu og ferlagreiningum og þar með þegar við fórum að kynna okkur nánar fyrirbrigðið stafrænt vinnuafl urðum við báðir fljótt mjög áhugasamir. Sumarið 2020 fór nánast í það að setjast aftur á skólabekk þar sem við sóttum okkur eins mikla þekkingu og við gátum tengda stafrænu vinnuafli og þeim tólum sem vinna vel með því.“ Í september 2020 stofnuðu þeir síðan félagið Evolv. Öflug liðsheild starfar hjá Evolv, fv: Helga Lárusdóttir, Sigurður Davíð Stefánsson, Eyþór Logi Þorsteinsson, Eiríkur Ari Sigríðarson og Magnús Konráð Sigurðsson.Vísir/Vilhelm Vitundavakning á vinnumarkaðinum Að sögn Eyþórs og Sigurðar getur verkefni fyrir viðskiptavini tekið allt frá nokkrum dögum yfir í nokkra mánuði. Allt eftir því hvert viðfangsefnið er og hvert starf þjarkans er ætlað að verða. Kosturinn er samt sá að vinnustaðir þurfa ekki að þróa eða kaupa dýran hugbúnað til að innleiða stafrænt vinnuafl. Þjarkar geta unnið með öllu fólki og öllum kerfum. Sem dæmi um viðskiptavini Evolv nefna Sigurður og Eyþór Distica, Íslandshótel, Ósar, Norðurál, Bláa lónið og Ríkislögreglustjóra. „Eins og staðan er núna þá erum við með áherslu á íslenska markaðinn og leggjum mikið upp úr því að þjónusta okkar viðskiptavini eins vel og hægt er til þess byggja upp traust og langvarandi viðskiptasambönd,“ segir Sigurður. Og það er ljóst að félagarnir eru bjartsýnir um framhaldið. „Að okkar mati þá hefur orðið mikil vitundarvakning hjá fyrirtækjum varðandi tækifæri til þess að nýta sér stafrænt vinnuafl síðustu misseri,“ segir Eyþór. Þótt félagið sé aðeins tveggja ára gamalt eru starfsmenn nú þegar orðnir fimm en þau eru auk Eyþórs og Sigurðar: Helga Lárusdóttir sem nýverið bættist við í hópinn. Helga er með B.Sc. gráðu í rekstrarverkfræði og B.Sc. gráðu í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Hún starfaði áður sem forritari hjá Smart Solutions. Magnús Konráð Sigurðsson sem einnig bættist nýlega við hópinn. Magnús er með B.Sc. gráðu í hugbúnaðarverkfræði úr Háskólanum í Reykjavík. Áður hefur Magnús starfað sem framendaforritari hjá UT-deild Kópavogsbæjar. Eiríkur Ari Sigríðarson hefur starfað hjá Evolv lengur en hann er með B.Sc. gráðu í rekstrarverkfræði úr Háskólanum í Reykjavík og hefur sinnt ýmiss konar kennslu á sviði raungreina. Meðal annars sem dæmatímakennari við verkfræðideild HR.
Nýsköpun Tækni Vinnumarkaður Stafræn þróun Gervigreind Tengdar fréttir Snjallvæðingin: Mótstaðan getur líka verið hjá stjórnendum og stjórnarmönnum Margir óttast þá þróun að gervigreind og snjallar lausnir munu leysa af hólmi ýmiss störf og verkefni sem mannfólkið hefur séð um hingað til. 25. maí 2022 08:00 Snjallvæðingin: „Gögnin sem hafa safnast upp beinlínis öskra á næsta skref“ „Íslensk fyrirtæki eru fremur langt komin í stafvæðingunni en skammt á veg komin í snjallvæðingunni,“ segir Brynjólfur Borgar Jónsson stofnandi og framkvæmdastjóri DataLab. 12. maí 2022 07:00 Nýtt íslenskt app: Að verða pabbi breytti öllu „Þeir eru algjörir meistarar og gera lífið mitt alveg fullkomið,“ segir Snævar Már Jónsson um syni sína Frosta og Ísak. Frosti er þriggja ára en Ísak er eins árs. 2. maí 2022 07:00 „Fjölskylda og vinir halda að við séum búnir að meika það“ Í síðustu viku sagði Vísir frá því að íslenska sprotafyrirtækið Lightsnap hefði sprengt öll nýskráningarmet Google þegar það opnaði fyrir appþjónustuna sína í Svíþjóð. Fyrir vikið misskildi Google viðtökurnar og taldi að um netárás væri að ræða. Lightsnap hyggst á enn frekari útrás og stefnir næst á að opna í Bandaríkjunum. 27. september 2021 07:01 „Ég fékk oft að heyra að þetta væri nú frekar bjartsýnt hjá mér“ „Ég hafði stofnað fyrirtækið Icelandic Coupons, sem er afsláttarapp fyrir ferðamenn og Íslendinga árið 2015. Í þeirri vegferð var ég mikið að funda á veitingahúsum landsins. Mér fannst ótrúlegt að sjá hvað voru margar aðferðir notaðar við að halda utan um borðabókanir. Sumir voru með stílabækur, aðrir voru að notast við Word í tölvum og enn aðrir við erlend bókunarforrit og svo framvegis,“ segir Inga Tinna Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Dineout um aðdragandann að því að Dineout var stofnað. 13. september 2021 07:01 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Sjá meira
Snjallvæðingin: Mótstaðan getur líka verið hjá stjórnendum og stjórnarmönnum Margir óttast þá þróun að gervigreind og snjallar lausnir munu leysa af hólmi ýmiss störf og verkefni sem mannfólkið hefur séð um hingað til. 25. maí 2022 08:00
Snjallvæðingin: „Gögnin sem hafa safnast upp beinlínis öskra á næsta skref“ „Íslensk fyrirtæki eru fremur langt komin í stafvæðingunni en skammt á veg komin í snjallvæðingunni,“ segir Brynjólfur Borgar Jónsson stofnandi og framkvæmdastjóri DataLab. 12. maí 2022 07:00
Nýtt íslenskt app: Að verða pabbi breytti öllu „Þeir eru algjörir meistarar og gera lífið mitt alveg fullkomið,“ segir Snævar Már Jónsson um syni sína Frosta og Ísak. Frosti er þriggja ára en Ísak er eins árs. 2. maí 2022 07:00
„Fjölskylda og vinir halda að við séum búnir að meika það“ Í síðustu viku sagði Vísir frá því að íslenska sprotafyrirtækið Lightsnap hefði sprengt öll nýskráningarmet Google þegar það opnaði fyrir appþjónustuna sína í Svíþjóð. Fyrir vikið misskildi Google viðtökurnar og taldi að um netárás væri að ræða. Lightsnap hyggst á enn frekari útrás og stefnir næst á að opna í Bandaríkjunum. 27. september 2021 07:01
„Ég fékk oft að heyra að þetta væri nú frekar bjartsýnt hjá mér“ „Ég hafði stofnað fyrirtækið Icelandic Coupons, sem er afsláttarapp fyrir ferðamenn og Íslendinga árið 2015. Í þeirri vegferð var ég mikið að funda á veitingahúsum landsins. Mér fannst ótrúlegt að sjá hvað voru margar aðferðir notaðar við að halda utan um borðabókanir. Sumir voru með stílabækur, aðrir voru að notast við Word í tölvum og enn aðrir við erlend bókunarforrit og svo framvegis,“ segir Inga Tinna Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Dineout um aðdragandann að því að Dineout var stofnað. 13. september 2021 07:01