Samkvæmt heimildum körfuboltavéfréttarinnar Adrian Wojnarowski hefur Utah Jazz skipt Mitchell til Cleveland. Í staðinn fékk Utah Lauri Markkanen, Collin Sexton, Ochi Abaji, þrjá valrétti og tvö valréttaskipti.
ESPN story on the Cleveland Cavaliers landing three-time All-Star Donovan Mitchell in a blockbuster trade with the Utah Jazz: https://t.co/5KyccigjMk
— Adrian Wojnarowski (@wojespn) September 1, 2022
New York Knicks vildi einnig fá Mitchell en Utah leist betur á tilboð Cleveland. Samkvæmt Wojnarowski bauð Knicks Cleveland RJ Barrett, Mitchell Robinson, Obi Toppin og þrjá valrétti fyrir Mitchell.
Which are you taking?
— StatMuse (@statmuse) September 2, 2022
Package A:
RJ Barrett
Obi Toppin
Mitchell Robinson
3x Unprotected Picks
Package B:
Collin Sexton
Lauri Markkanen
3x Unprotected Picks
2x Pick Swaps pic.twitter.com/bmG0WSV18n
Eftir komu Mitchells þykir Cleveland líklegt til afreka í vetur. Fyrir hjá liðinu eru tveir leikmenn sem spiluðu í Stjörnuleiknum á síðasta tímabili, Jarrett Allen og Darius Garland, auk hins bráðefnilega Evans Mobley og reynsluboltans Kevins Love.
What seed is this Cleveland squad?
— StatMuse (@statmuse) September 1, 2022
Donovan
Garland
Mobley
Allen
LeVert
Love
Okoro
Rubio pic.twitter.com/fnjxqA3Lca
Utah er aftur á móti komið í uppbyggingarferli og er búið að safna þrettán valréttum. Þeir gætu orðið fleiri en Utah íhugar að skipta Mike Conley, Bojan Bogdanovic og Jordan Clarkson í burtu.
Mitchell, sem verður 26 ára í næstu viku, á fimm tímabil í NBA að baki. Denver Nuggets valdi hann með þrettánda valrétti í nýliðavalinu 2017 en skipti honum til Utah. Á ferli sínum í NBA er Mitchell með 23,9 stig, 4,2 fráköst og 4,5 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hann fór á kostum í úrslitakeppninni 2020 þar sem hann var með 36,3 stig, 5,0 fráköst og 4,9 stoðsendingar að meðaltali í leik.