Segir hryssu og folald enn innilokuð án dagsbirtu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. september 2022 10:29 Steinunn segir hryssuna hafa verið innilokaða með folaldið inni í hesthúsi frá því í maí. Steinunn Árnadóttir Íbúi í Borgarnesi segir hryssu og folald enn innilokuð í hesthúsi í Borgarnesi, þar sem ekki sjáist til sólar. Eigandinn var tilneyddur í gær að færa önnur hross sín, sem voru vannærð og illa haldin, á beit en hryssa með folald er enn innilokuð í hesthúsinu. Málið hefur vakið gríðarlega athygli síðan Vísir fjallaði um það fyrr í vikunni. Steinunn Árnadóttir íbúi í Borgarnesi sagði nærsveitunga sína lamaða vegna illrar meðferðar á hestum á bæ í Borgarfirði. Þar væri fjöldi hrossa því sem næst lamaðir vegna illrar meðferðar og vannæringar. Í gær varð eigandi hrossanna við kröfum Matvælastofnunar um að flytja hrossin á beit en Sigríður Björnsdóttir dýralæknir hrossasjúkdóma hjá MAST sagði í samtali við fréttastofu í gær aðhafst alltof seint. Þá hefur Dýraverndarsamband Íslands sagt MATS endurtekið bregðast illa og seint við rökstuddum grun um slæma meðferð á dýrum í Borgarbyggð. Ábendingar streymi inn án nokkurra viðbragða hjá MAST. Steinunn segir nú að þrátt fyrir aðkomu bæði MAST og lögreglu, sem á þriðjudagskvöld fór að bænum og hafði afskipti af ábúendum, sé hryssa með folald enn innilokuð í hesthúsinu. Steinunn tilkynnti aðstöðu hryssunnar og folaldsins til lögreglu 16. ágúst síðastliðinn og degi síðar til MAST. Þá hafði hún séð merina í gerði í hesthúsahverfinu í Borgarnesi þar sem hún var bæði vatns- og heylaus. Kvörtun Steinunnar til MAST.Steinunn Árnadóttir „Hún var færð til í annað hús og eftirlitsaðilin, Guðlaugur Antonsson, hringir í mig og spyr hvar hryssan sé með folaldið. Ég auðvitað vissi það ekki og hef ekki heyrt frá honum síðan. Það hefur ekkert gerst. Þessi læti eru búin að vera í fjölmiðlum og hún er enn þarna inni,“ segir Steinunn. „Þessi vesalingsskepna er enn þarna inni í hesthúsi, með folaldið sitt litla, sem ég tilkynnti 16. ágúst. Hún er búin að vera lokuð inni síðan í maí. Þarna er ekki einu sinni dagsbirta.“ Engin viðbrögð fengið frá Svandísi vegna hrossanna Steinunn birti færslu á Facebook í morgun um stöðu hryssunnar þar sem hún tekur fram að eftir að hún tilkynnti málið til lögreglu og MAST hafi hún sent bréf til Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra og eftirlitsaðilar fengið afrit af því bréfi. Hún hafi engin viðbrögð við því fengið. Steinunn sendi matvælaráðherra bréf vegna málsins á mánudag.Steinunn Árnadóttir „Allir hérna í hverfinu eru að tilkynna þetta og það er ekkert búið að gerast,“ segir Steinunn. Hestamenn í Borgarbyggð hafi þá miklar efasemdir um að betur sé farið fyrir hrossunum, sem hleypt var út fyrr í vikunni, úti á beit vegna vannæringar og kalsarigninga. „Þau fóru alla vega út, þó það sé ekki eins og maður vildi hafa það. Bara dúndrað út í rigningu en allavega er hending að það er þokkalegt veður hérna þessa dagana,“ segir Steinunn. „Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir, var búin að segja við mig að það ætti að vörslusvipta þau um þessi hross. Og sérðu fyrri eigendur eru grátandi og vilja fá skepnurnar til baka. Þær eru þarna grindhoraðar, reyna að krafsa, hafa aldrei bitið gras. Þau eru búin að vera inni síðan síðasta haust.“ Dýraníð í Borgarfirði Dýraheilbrigði Borgarbyggð Hestar Tengdar fréttir Áfall þegar hún sá myndir af hryssunum sínum í fjölmiðlum Fyrrverandi eigandi þriggja hrossa úr stóði, sem sagt er hafa sætt illri meðferð núverandi eigenda, segir það hafa verið gríðarlegt áfall að sjá myndir af hrossunum í fjölmiðlum í gær. Hún leitar nú leiða til að fá hrossin aftur til sín. 1. september 2022 21:00 Húðskamma MAST og vilja aðgerðir í Borgarbyggð strax Eigandi hrossa í Borgarfirði, sem sakaður hefur verið um illa meðferð á skepnum sínum, hefur orðið við kröfum MAST og flutt hrossin á beit, að sögn dýralæknis hrossasjúkdóma hjá stofnuninni. Íbúi í nágrenninnu segir yfirvöld ekki aðhafast nóg - og alltof seint. Lögregla var kölluð til vegna málsins í gærkvöldi. Dýraverndarsambandið kallar eftir aðgerðum strax. 1. september 2022 11:41 Lögreglumenn fóru að bænum í gærkvöldi Lögregla á Vesturlandi segir enga kæru hafa borist vegna máls hrossaræktenda, sem sakaðir hafa verið um illa meðferð á skepnum sínum, í nágrenni Borgarnes. Málið hafi hins vegar verið tilkynnt til lögreglu í ágúst og í gærkvöldi hafi lögreglumenn sinnt útkalli að bænum. 1. september 2022 10:27 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Fleiri fréttir Leikskólakerfið en ekki fæðingarorlofið sem er gjörólíkt á hinum Norðurlöndunum Úlfar íhugar að sækja um embætti ríkislögreglustjóra Deilur um fæðingarorlofið, erfið staða fjölmiðla og nýir lögreglubílar Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Sjá meira
Málið hefur vakið gríðarlega athygli síðan Vísir fjallaði um það fyrr í vikunni. Steinunn Árnadóttir íbúi í Borgarnesi sagði nærsveitunga sína lamaða vegna illrar meðferðar á hestum á bæ í Borgarfirði. Þar væri fjöldi hrossa því sem næst lamaðir vegna illrar meðferðar og vannæringar. Í gær varð eigandi hrossanna við kröfum Matvælastofnunar um að flytja hrossin á beit en Sigríður Björnsdóttir dýralæknir hrossasjúkdóma hjá MAST sagði í samtali við fréttastofu í gær aðhafst alltof seint. Þá hefur Dýraverndarsamband Íslands sagt MATS endurtekið bregðast illa og seint við rökstuddum grun um slæma meðferð á dýrum í Borgarbyggð. Ábendingar streymi inn án nokkurra viðbragða hjá MAST. Steinunn segir nú að þrátt fyrir aðkomu bæði MAST og lögreglu, sem á þriðjudagskvöld fór að bænum og hafði afskipti af ábúendum, sé hryssa með folald enn innilokuð í hesthúsinu. Steinunn tilkynnti aðstöðu hryssunnar og folaldsins til lögreglu 16. ágúst síðastliðinn og degi síðar til MAST. Þá hafði hún séð merina í gerði í hesthúsahverfinu í Borgarnesi þar sem hún var bæði vatns- og heylaus. Kvörtun Steinunnar til MAST.Steinunn Árnadóttir „Hún var færð til í annað hús og eftirlitsaðilin, Guðlaugur Antonsson, hringir í mig og spyr hvar hryssan sé með folaldið. Ég auðvitað vissi það ekki og hef ekki heyrt frá honum síðan. Það hefur ekkert gerst. Þessi læti eru búin að vera í fjölmiðlum og hún er enn þarna inni,“ segir Steinunn. „Þessi vesalingsskepna er enn þarna inni í hesthúsi, með folaldið sitt litla, sem ég tilkynnti 16. ágúst. Hún er búin að vera lokuð inni síðan í maí. Þarna er ekki einu sinni dagsbirta.“ Engin viðbrögð fengið frá Svandísi vegna hrossanna Steinunn birti færslu á Facebook í morgun um stöðu hryssunnar þar sem hún tekur fram að eftir að hún tilkynnti málið til lögreglu og MAST hafi hún sent bréf til Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra og eftirlitsaðilar fengið afrit af því bréfi. Hún hafi engin viðbrögð við því fengið. Steinunn sendi matvælaráðherra bréf vegna málsins á mánudag.Steinunn Árnadóttir „Allir hérna í hverfinu eru að tilkynna þetta og það er ekkert búið að gerast,“ segir Steinunn. Hestamenn í Borgarbyggð hafi þá miklar efasemdir um að betur sé farið fyrir hrossunum, sem hleypt var út fyrr í vikunni, úti á beit vegna vannæringar og kalsarigninga. „Þau fóru alla vega út, þó það sé ekki eins og maður vildi hafa það. Bara dúndrað út í rigningu en allavega er hending að það er þokkalegt veður hérna þessa dagana,“ segir Steinunn. „Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir, var búin að segja við mig að það ætti að vörslusvipta þau um þessi hross. Og sérðu fyrri eigendur eru grátandi og vilja fá skepnurnar til baka. Þær eru þarna grindhoraðar, reyna að krafsa, hafa aldrei bitið gras. Þau eru búin að vera inni síðan síðasta haust.“
Dýraníð í Borgarfirði Dýraheilbrigði Borgarbyggð Hestar Tengdar fréttir Áfall þegar hún sá myndir af hryssunum sínum í fjölmiðlum Fyrrverandi eigandi þriggja hrossa úr stóði, sem sagt er hafa sætt illri meðferð núverandi eigenda, segir það hafa verið gríðarlegt áfall að sjá myndir af hrossunum í fjölmiðlum í gær. Hún leitar nú leiða til að fá hrossin aftur til sín. 1. september 2022 21:00 Húðskamma MAST og vilja aðgerðir í Borgarbyggð strax Eigandi hrossa í Borgarfirði, sem sakaður hefur verið um illa meðferð á skepnum sínum, hefur orðið við kröfum MAST og flutt hrossin á beit, að sögn dýralæknis hrossasjúkdóma hjá stofnuninni. Íbúi í nágrenninnu segir yfirvöld ekki aðhafast nóg - og alltof seint. Lögregla var kölluð til vegna málsins í gærkvöldi. Dýraverndarsambandið kallar eftir aðgerðum strax. 1. september 2022 11:41 Lögreglumenn fóru að bænum í gærkvöldi Lögregla á Vesturlandi segir enga kæru hafa borist vegna máls hrossaræktenda, sem sakaðir hafa verið um illa meðferð á skepnum sínum, í nágrenni Borgarnes. Málið hafi hins vegar verið tilkynnt til lögreglu í ágúst og í gærkvöldi hafi lögreglumenn sinnt útkalli að bænum. 1. september 2022 10:27 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Fleiri fréttir Leikskólakerfið en ekki fæðingarorlofið sem er gjörólíkt á hinum Norðurlöndunum Úlfar íhugar að sækja um embætti ríkislögreglustjóra Deilur um fæðingarorlofið, erfið staða fjölmiðla og nýir lögreglubílar Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Sjá meira
Áfall þegar hún sá myndir af hryssunum sínum í fjölmiðlum Fyrrverandi eigandi þriggja hrossa úr stóði, sem sagt er hafa sætt illri meðferð núverandi eigenda, segir það hafa verið gríðarlegt áfall að sjá myndir af hrossunum í fjölmiðlum í gær. Hún leitar nú leiða til að fá hrossin aftur til sín. 1. september 2022 21:00
Húðskamma MAST og vilja aðgerðir í Borgarbyggð strax Eigandi hrossa í Borgarfirði, sem sakaður hefur verið um illa meðferð á skepnum sínum, hefur orðið við kröfum MAST og flutt hrossin á beit, að sögn dýralæknis hrossasjúkdóma hjá stofnuninni. Íbúi í nágrenninnu segir yfirvöld ekki aðhafast nóg - og alltof seint. Lögregla var kölluð til vegna málsins í gærkvöldi. Dýraverndarsambandið kallar eftir aðgerðum strax. 1. september 2022 11:41
Lögreglumenn fóru að bænum í gærkvöldi Lögregla á Vesturlandi segir enga kæru hafa borist vegna máls hrossaræktenda, sem sakaðir hafa verið um illa meðferð á skepnum sínum, í nágrenni Borgarnes. Málið hafi hins vegar verið tilkynnt til lögreglu í ágúst og í gærkvöldi hafi lögreglumenn sinnt útkalli að bænum. 1. september 2022 10:27