Ræddu um leikmannarót íslenska landsliðsins:„Gerir þetta ekki nema eitthvað sé virkilega að“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. september 2022 07:01 Sérfræðingar Bestu markanna voru sammála um það að of mikið rót hafi verið á íslenska kvennalandsliðinu á EM í sumar. Vísir/Stöð 2 Sport Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM í dag og því var liðið eðlilega til umræðu í seinasta þætti af Bestu mörkunum. Helena Ólafsdóttir og sérfræðingar þáttarins ræddu um það hversu margir leikmenn liðsins spiluðu á EM í sumar og voru sammála um það að of mikið rót hafi verið á liðinu. „Guðrún [Arnardóttir] hefur komið og svona tekið hafsentastöðuna við hliðina á Glódísi [Perlu Viggósdóttir] og gert það mjög vel,“ sagði Helena í upphafi innslagsins. „Hún spilar tvo fyrstu leikina á móti Belgum og Ítölum, en er svo tekin út á móti Frökkum og Ingibjörg [Sigurðardóttir] kemur inn. Það fannst mér annað spurningarmerki. Af hverju þurfti að breyta þessu?“ Þær Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir og Ásgerður Stefanía Baldursdóttir voru sérfræðingar þáttarins og þær tóku í sama streng. Þær bentu á að Ísland hafi verið eina liðið á mótinu sem notaði alla sína útileikmenn, alls tuttugu leikmenn í aðeins þremur leikjum. „Mér fannst Guðrún fyrir mótið búin að vera virkilega góð. Þær ná vel saman og töluðu um það báðar, Glódís og Guðrún, og mér fannst þær báðar góðar,“ sagði Ásgerður. „Ég myndi skilja það betur ef hann vildi fá betur spilandi miðvörð, en það er ekki helsti kosturinn hennar Ingibjargar að spila út úr vörninni. Hún er ekki betri í því en Guðrún þannig ég skildi ekki breytinguna.“ Bára var sammála Ásgerði og gagnrýndi þessa ákvörðun landsliðsþjálfarans að vera að róta svona mikið í liðinu. „Það er eitt að breyta bakvörðum eins og við töluðum um. Meiri hlaup upp og niður vængina ef þú ert að sækja mikið upp, en að breyta miðvarðarpari, mér finnst að þú gerir þetta ekki nema eitthvað sé virkilega að,“ sagði Bára. „Ef það er eitthvað eins og að spila út úr vörninni eða eitthvað svoleiðis þá ætti maður alltaf að geta leyst það með einhverjum taktískum æfingum eða fara yfir eitthvað ákveðið til að finna lausnir. Mér fannst þetta ótrúlega skrýtið útspil og við spilum öllum leikmönnunum á þessu móti.“ Ásgerður bendir þá á það að hún sé nokkuð viss um að Ísland hafi verið eina liðið sem notaði alla sína leikmenn á mótinu. „Við vorum að ég held eina liðið sem spilaði öllum leikönnunum. Það kemur á óvart. Ég veit að þetta er kannski ekki besta dæmið, en England byrjar sama byrjunarliðinu í öllum leikjunum sínum og gerir svo bara snemmbúnar skiptingar.“ „Að hafa rútínu í þessu, ég er ekki að segja að leikmenn eigi sínar stöður, en að spila tuttugu leikmönnum í þremur leikjum. Þá ertu bara ekki búinn að finna liðið þitt og ert ekki búinn að finna taktinn hvernig þú vilt spila. Þannig að ég set spurningarmerki við það að við spilum hverjum einasta leikmanni,“ sagði Ásgerður að lokum, en innslagið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Bestu mörkin - Allar spiluðu á EM Bestu mörkin Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Íslenski boltinn Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Fótbolti Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Glódís og Bayern að stinga af eftir stórsigur Benítez enn með Sverri á bekknum og það borgaði sig ekki Tómas á toppnum eftir sigur á skoska risanum Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hálfíslenskt mark í sigri Fiorentina Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Útilokar ekki að koma heim Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Messi og Miami MLS-meistarar Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Sjá meira
„Guðrún [Arnardóttir] hefur komið og svona tekið hafsentastöðuna við hliðina á Glódísi [Perlu Viggósdóttir] og gert það mjög vel,“ sagði Helena í upphafi innslagsins. „Hún spilar tvo fyrstu leikina á móti Belgum og Ítölum, en er svo tekin út á móti Frökkum og Ingibjörg [Sigurðardóttir] kemur inn. Það fannst mér annað spurningarmerki. Af hverju þurfti að breyta þessu?“ Þær Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir og Ásgerður Stefanía Baldursdóttir voru sérfræðingar þáttarins og þær tóku í sama streng. Þær bentu á að Ísland hafi verið eina liðið á mótinu sem notaði alla sína útileikmenn, alls tuttugu leikmenn í aðeins þremur leikjum. „Mér fannst Guðrún fyrir mótið búin að vera virkilega góð. Þær ná vel saman og töluðu um það báðar, Glódís og Guðrún, og mér fannst þær báðar góðar,“ sagði Ásgerður. „Ég myndi skilja það betur ef hann vildi fá betur spilandi miðvörð, en það er ekki helsti kosturinn hennar Ingibjargar að spila út úr vörninni. Hún er ekki betri í því en Guðrún þannig ég skildi ekki breytinguna.“ Bára var sammála Ásgerði og gagnrýndi þessa ákvörðun landsliðsþjálfarans að vera að róta svona mikið í liðinu. „Það er eitt að breyta bakvörðum eins og við töluðum um. Meiri hlaup upp og niður vængina ef þú ert að sækja mikið upp, en að breyta miðvarðarpari, mér finnst að þú gerir þetta ekki nema eitthvað sé virkilega að,“ sagði Bára. „Ef það er eitthvað eins og að spila út úr vörninni eða eitthvað svoleiðis þá ætti maður alltaf að geta leyst það með einhverjum taktískum æfingum eða fara yfir eitthvað ákveðið til að finna lausnir. Mér fannst þetta ótrúlega skrýtið útspil og við spilum öllum leikmönnunum á þessu móti.“ Ásgerður bendir þá á það að hún sé nokkuð viss um að Ísland hafi verið eina liðið sem notaði alla sína leikmenn á mótinu. „Við vorum að ég held eina liðið sem spilaði öllum leikönnunum. Það kemur á óvart. Ég veit að þetta er kannski ekki besta dæmið, en England byrjar sama byrjunarliðinu í öllum leikjunum sínum og gerir svo bara snemmbúnar skiptingar.“ „Að hafa rútínu í þessu, ég er ekki að segja að leikmenn eigi sínar stöður, en að spila tuttugu leikmönnum í þremur leikjum. Þá ertu bara ekki búinn að finna liðið þitt og ert ekki búinn að finna taktinn hvernig þú vilt spila. Þannig að ég set spurningarmerki við það að við spilum hverjum einasta leikmanni,“ sagði Ásgerður að lokum, en innslagið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Bestu mörkin - Allar spiluðu á EM
Bestu mörkin Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Íslenski boltinn Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Fótbolti Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Glódís og Bayern að stinga af eftir stórsigur Benítez enn með Sverri á bekknum og það borgaði sig ekki Tómas á toppnum eftir sigur á skoska risanum Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hálfíslenskt mark í sigri Fiorentina Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Útilokar ekki að koma heim Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Messi og Miami MLS-meistarar Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Sjá meira