Ræddu um leikmannarót íslenska landsliðsins:„Gerir þetta ekki nema eitthvað sé virkilega að“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. september 2022 07:01 Sérfræðingar Bestu markanna voru sammála um það að of mikið rót hafi verið á íslenska kvennalandsliðinu á EM í sumar. Vísir/Stöð 2 Sport Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM í dag og því var liðið eðlilega til umræðu í seinasta þætti af Bestu mörkunum. Helena Ólafsdóttir og sérfræðingar þáttarins ræddu um það hversu margir leikmenn liðsins spiluðu á EM í sumar og voru sammála um það að of mikið rót hafi verið á liðinu. „Guðrún [Arnardóttir] hefur komið og svona tekið hafsentastöðuna við hliðina á Glódísi [Perlu Viggósdóttir] og gert það mjög vel,“ sagði Helena í upphafi innslagsins. „Hún spilar tvo fyrstu leikina á móti Belgum og Ítölum, en er svo tekin út á móti Frökkum og Ingibjörg [Sigurðardóttir] kemur inn. Það fannst mér annað spurningarmerki. Af hverju þurfti að breyta þessu?“ Þær Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir og Ásgerður Stefanía Baldursdóttir voru sérfræðingar þáttarins og þær tóku í sama streng. Þær bentu á að Ísland hafi verið eina liðið á mótinu sem notaði alla sína útileikmenn, alls tuttugu leikmenn í aðeins þremur leikjum. „Mér fannst Guðrún fyrir mótið búin að vera virkilega góð. Þær ná vel saman og töluðu um það báðar, Glódís og Guðrún, og mér fannst þær báðar góðar,“ sagði Ásgerður. „Ég myndi skilja það betur ef hann vildi fá betur spilandi miðvörð, en það er ekki helsti kosturinn hennar Ingibjargar að spila út úr vörninni. Hún er ekki betri í því en Guðrún þannig ég skildi ekki breytinguna.“ Bára var sammála Ásgerði og gagnrýndi þessa ákvörðun landsliðsþjálfarans að vera að róta svona mikið í liðinu. „Það er eitt að breyta bakvörðum eins og við töluðum um. Meiri hlaup upp og niður vængina ef þú ert að sækja mikið upp, en að breyta miðvarðarpari, mér finnst að þú gerir þetta ekki nema eitthvað sé virkilega að,“ sagði Bára. „Ef það er eitthvað eins og að spila út úr vörninni eða eitthvað svoleiðis þá ætti maður alltaf að geta leyst það með einhverjum taktískum æfingum eða fara yfir eitthvað ákveðið til að finna lausnir. Mér fannst þetta ótrúlega skrýtið útspil og við spilum öllum leikmönnunum á þessu móti.“ Ásgerður bendir þá á það að hún sé nokkuð viss um að Ísland hafi verið eina liðið sem notaði alla sína leikmenn á mótinu. „Við vorum að ég held eina liðið sem spilaði öllum leikönnunum. Það kemur á óvart. Ég veit að þetta er kannski ekki besta dæmið, en England byrjar sama byrjunarliðinu í öllum leikjunum sínum og gerir svo bara snemmbúnar skiptingar.“ „Að hafa rútínu í þessu, ég er ekki að segja að leikmenn eigi sínar stöður, en að spila tuttugu leikmönnum í þremur leikjum. Þá ertu bara ekki búinn að finna liðið þitt og ert ekki búinn að finna taktinn hvernig þú vilt spila. Þannig að ég set spurningarmerki við það að við spilum hverjum einasta leikmanni,“ sagði Ásgerður að lokum, en innslagið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Bestu mörkin - Allar spiluðu á EM Bestu mörkin Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Álftanes - Njarðvík | Heimamenn tapað tveimur í röð Körfubolti Fleiri fréttir Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Sjá meira
„Guðrún [Arnardóttir] hefur komið og svona tekið hafsentastöðuna við hliðina á Glódísi [Perlu Viggósdóttir] og gert það mjög vel,“ sagði Helena í upphafi innslagsins. „Hún spilar tvo fyrstu leikina á móti Belgum og Ítölum, en er svo tekin út á móti Frökkum og Ingibjörg [Sigurðardóttir] kemur inn. Það fannst mér annað spurningarmerki. Af hverju þurfti að breyta þessu?“ Þær Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir og Ásgerður Stefanía Baldursdóttir voru sérfræðingar þáttarins og þær tóku í sama streng. Þær bentu á að Ísland hafi verið eina liðið á mótinu sem notaði alla sína útileikmenn, alls tuttugu leikmenn í aðeins þremur leikjum. „Mér fannst Guðrún fyrir mótið búin að vera virkilega góð. Þær ná vel saman og töluðu um það báðar, Glódís og Guðrún, og mér fannst þær báðar góðar,“ sagði Ásgerður. „Ég myndi skilja það betur ef hann vildi fá betur spilandi miðvörð, en það er ekki helsti kosturinn hennar Ingibjargar að spila út úr vörninni. Hún er ekki betri í því en Guðrún þannig ég skildi ekki breytinguna.“ Bára var sammála Ásgerði og gagnrýndi þessa ákvörðun landsliðsþjálfarans að vera að róta svona mikið í liðinu. „Það er eitt að breyta bakvörðum eins og við töluðum um. Meiri hlaup upp og niður vængina ef þú ert að sækja mikið upp, en að breyta miðvarðarpari, mér finnst að þú gerir þetta ekki nema eitthvað sé virkilega að,“ sagði Bára. „Ef það er eitthvað eins og að spila út úr vörninni eða eitthvað svoleiðis þá ætti maður alltaf að geta leyst það með einhverjum taktískum æfingum eða fara yfir eitthvað ákveðið til að finna lausnir. Mér fannst þetta ótrúlega skrýtið útspil og við spilum öllum leikmönnunum á þessu móti.“ Ásgerður bendir þá á það að hún sé nokkuð viss um að Ísland hafi verið eina liðið sem notaði alla sína leikmenn á mótinu. „Við vorum að ég held eina liðið sem spilaði öllum leikönnunum. Það kemur á óvart. Ég veit að þetta er kannski ekki besta dæmið, en England byrjar sama byrjunarliðinu í öllum leikjunum sínum og gerir svo bara snemmbúnar skiptingar.“ „Að hafa rútínu í þessu, ég er ekki að segja að leikmenn eigi sínar stöður, en að spila tuttugu leikmönnum í þremur leikjum. Þá ertu bara ekki búinn að finna liðið þitt og ert ekki búinn að finna taktinn hvernig þú vilt spila. Þannig að ég set spurningarmerki við það að við spilum hverjum einasta leikmanni,“ sagði Ásgerður að lokum, en innslagið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Bestu mörkin - Allar spiluðu á EM
Bestu mörkin Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Álftanes - Njarðvík | Heimamenn tapað tveimur í röð Körfubolti Fleiri fréttir Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Sjá meira