Í þáttunum er fylgst með lífi þeirra Birgittu Líf, Ástrósu Trausta, Magneu Björgu, Sunnevu Einars og Ínu Maríu.
Stór hluti þáttarins í gær fór í það að skipuleggja London ferð hópsins og vildu þær sumar endilega reyna komast á tónleika í ferðinni. Magnea var búin að finna til tónleika með rokksveitinni Limp Bizkit, nema stúlkurnar könnuðust ekki beint við bandið.
Til að reyna útskýra fyrir þeim hvaða band væri um að ræða ákvað Magnea að syngja sjálf lagið Rolling sem gefið var út árið 2000 og var gríðarlega vinsælt lag á sínum tíma.
Hér að neðan má sjá hvernig til tókst hjá Magneu.
Hér að neðan má hlusta á upprunalega lagið.