Alfreð semur við Lyngby: „Velkomið Finnbogason“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. ágúst 2022 22:20 Alfreð Finnbogason er genginn í raðir Lyngby. Getty/Laszlo Szirtesi Alfreð Finnbogason hefur samið við danska úrvalsdeildarfélagið Lyngby. Verður hann þriðji Íslendingurinn á mála hjá félaginu en Freyr Alexandersson er þjálfari liðsins og Sævar Atli Magnússon spilar með því. Alfreð æfði með Lyngby eftir að samningur hans í Þýskalandi rann út en liðið er nýliði í dönsku úrvalsdeildinni og hefur ekki farið neitt sérstaklega vel af stað. Þegar sjö umferðir eru búnar er liðið á botninum með aðeins tvö stig. Alfreð, sem á þó enn eftir að fara í læknisskoðun, skrifar undir eins árs samning við Lyngby. Eitthvað hefur gleymst að heyra í Íslendingunum er kynningarmyndbandið var sett saman því það endar á „Velkomið Finnbogason“ frekar en „Velkominn Finnbogason.“ Der mangler fortsat lægetjek og de sidste papirer, men Lyngby Boldklub er her til aften blevet enig med Alfred Finnbogason om en et-årig kontrakt. Islændingen flyver torsdag til København for lægetjek og kontraktunderskrivelse. https://t.co/bXCHsgwXvT#SammenforLyngby pic.twitter.com/homjdhf3aS— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) August 31, 2022 Danmörk verður áttunda landið sem Alfreð spilar í á ferli sínum. Eftir að yfirgefa Breiðablik fór hann til Lokeren í Belgíu, þaðan til Helsingborg í Svíþjóð og svo Heerenveen í Hollandi. Næst lá leiðin til Real Sociedad á Spáni og svo Olympiacos í Grikklandi áður en hann endaði hjá Augsburg. Alfreð á að baki 61 A-landsleik fyrir íslenska landsliðið og hefur skorað í þeim 15 mörk. Hann tók nýverið fyrir að landsliðsskórnir væru farnir upp í hillu og ef skrokkurinn er í lagi þá er Alfreð meira en til í að spila fyrir Íslands hönd ef kallið kemur. Fréttin hefur verið uppfærð. Fótbolti Danski boltinn Tengdar fréttir „Hann er einhver sem ungu leikmennirnir geta lært mikið af“ Alfreð Finnbogason æfir þessa dagana með lærisveinum Freys Alexanderssonar hjá danska úrvalsdeildarfélaginu Lyngby. 6. júlí 2022 12:00 Alfreð æfir með Lyngby: Gæti spilað síðar í vikunni Alfreð Finnbogason æfir með lærisveinum Freys Alexanderssonar hjá danska úrvalsdeildarfélaginu Lyngby. Gæti Alfreð spilað æfingaleik með liðinu á föstudaginn kemur. 5. júlí 2022 09:00 „Er heill núna en út af nokkrum ástæðum gaf ég ekki kost á mér“ Sóknarmaðurinn Alfreð Finnbogason segist alls ekki hættur með íslenska landsliðinu. Hann segir að aðstæður undanfarin tvö ár ekki hafa boðið upp á að taka þátt í verkefnum íslenska landsliðsins. 16. júní 2022 14:30 Meiddist illa á hné skömmu fyrir HM og hefði í raun ekki átt að spila á mótinu Alfreð Finnbogason meiddist illa á hné skömmu fyrir heimsmeistaramótið í fótbolta sem fram fór í Rússlandi sumarið 2018. Hann spilaði í gegnum sársaukann en segir meiðslin hafa haft áhrif á feril sinn í töluvert langan tíma eftir að móti lauk. 16. júní 2022 07:00 Alfreð farinn frá Augsburg Framherjinn Alfreð Finnbogason verður ekki áfram í herbúðum Augsburg í Þýskalandi. Frá þessu greindi úrvalsdeildarfélagið í dag. 15. júní 2022 13:33 Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Fleiri fréttir Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Sjá meira
Alfreð æfði með Lyngby eftir að samningur hans í Þýskalandi rann út en liðið er nýliði í dönsku úrvalsdeildinni og hefur ekki farið neitt sérstaklega vel af stað. Þegar sjö umferðir eru búnar er liðið á botninum með aðeins tvö stig. Alfreð, sem á þó enn eftir að fara í læknisskoðun, skrifar undir eins árs samning við Lyngby. Eitthvað hefur gleymst að heyra í Íslendingunum er kynningarmyndbandið var sett saman því það endar á „Velkomið Finnbogason“ frekar en „Velkominn Finnbogason.“ Der mangler fortsat lægetjek og de sidste papirer, men Lyngby Boldklub er her til aften blevet enig med Alfred Finnbogason om en et-årig kontrakt. Islændingen flyver torsdag til København for lægetjek og kontraktunderskrivelse. https://t.co/bXCHsgwXvT#SammenforLyngby pic.twitter.com/homjdhf3aS— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) August 31, 2022 Danmörk verður áttunda landið sem Alfreð spilar í á ferli sínum. Eftir að yfirgefa Breiðablik fór hann til Lokeren í Belgíu, þaðan til Helsingborg í Svíþjóð og svo Heerenveen í Hollandi. Næst lá leiðin til Real Sociedad á Spáni og svo Olympiacos í Grikklandi áður en hann endaði hjá Augsburg. Alfreð á að baki 61 A-landsleik fyrir íslenska landsliðið og hefur skorað í þeim 15 mörk. Hann tók nýverið fyrir að landsliðsskórnir væru farnir upp í hillu og ef skrokkurinn er í lagi þá er Alfreð meira en til í að spila fyrir Íslands hönd ef kallið kemur. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fótbolti Danski boltinn Tengdar fréttir „Hann er einhver sem ungu leikmennirnir geta lært mikið af“ Alfreð Finnbogason æfir þessa dagana með lærisveinum Freys Alexanderssonar hjá danska úrvalsdeildarfélaginu Lyngby. 6. júlí 2022 12:00 Alfreð æfir með Lyngby: Gæti spilað síðar í vikunni Alfreð Finnbogason æfir með lærisveinum Freys Alexanderssonar hjá danska úrvalsdeildarfélaginu Lyngby. Gæti Alfreð spilað æfingaleik með liðinu á föstudaginn kemur. 5. júlí 2022 09:00 „Er heill núna en út af nokkrum ástæðum gaf ég ekki kost á mér“ Sóknarmaðurinn Alfreð Finnbogason segist alls ekki hættur með íslenska landsliðinu. Hann segir að aðstæður undanfarin tvö ár ekki hafa boðið upp á að taka þátt í verkefnum íslenska landsliðsins. 16. júní 2022 14:30 Meiddist illa á hné skömmu fyrir HM og hefði í raun ekki átt að spila á mótinu Alfreð Finnbogason meiddist illa á hné skömmu fyrir heimsmeistaramótið í fótbolta sem fram fór í Rússlandi sumarið 2018. Hann spilaði í gegnum sársaukann en segir meiðslin hafa haft áhrif á feril sinn í töluvert langan tíma eftir að móti lauk. 16. júní 2022 07:00 Alfreð farinn frá Augsburg Framherjinn Alfreð Finnbogason verður ekki áfram í herbúðum Augsburg í Þýskalandi. Frá þessu greindi úrvalsdeildarfélagið í dag. 15. júní 2022 13:33 Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Fleiri fréttir Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Sjá meira
„Hann er einhver sem ungu leikmennirnir geta lært mikið af“ Alfreð Finnbogason æfir þessa dagana með lærisveinum Freys Alexanderssonar hjá danska úrvalsdeildarfélaginu Lyngby. 6. júlí 2022 12:00
Alfreð æfir með Lyngby: Gæti spilað síðar í vikunni Alfreð Finnbogason æfir með lærisveinum Freys Alexanderssonar hjá danska úrvalsdeildarfélaginu Lyngby. Gæti Alfreð spilað æfingaleik með liðinu á föstudaginn kemur. 5. júlí 2022 09:00
„Er heill núna en út af nokkrum ástæðum gaf ég ekki kost á mér“ Sóknarmaðurinn Alfreð Finnbogason segist alls ekki hættur með íslenska landsliðinu. Hann segir að aðstæður undanfarin tvö ár ekki hafa boðið upp á að taka þátt í verkefnum íslenska landsliðsins. 16. júní 2022 14:30
Meiddist illa á hné skömmu fyrir HM og hefði í raun ekki átt að spila á mótinu Alfreð Finnbogason meiddist illa á hné skömmu fyrir heimsmeistaramótið í fótbolta sem fram fór í Rússlandi sumarið 2018. Hann spilaði í gegnum sársaukann en segir meiðslin hafa haft áhrif á feril sinn í töluvert langan tíma eftir að móti lauk. 16. júní 2022 07:00
Alfreð farinn frá Augsburg Framherjinn Alfreð Finnbogason verður ekki áfram í herbúðum Augsburg í Þýskalandi. Frá þessu greindi úrvalsdeildarfélagið í dag. 15. júní 2022 13:33